Handbolti

Akureyringar mjög flottir í seinni hálfleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Orri Jóhannsson átti stórleik á Nesinu en hann hefur skorað 17 mörk í síðustu tveimur leikjum sem báðir hafa unnist.
Kristján Orri Jóhannsson átti stórleik á Nesinu en hann hefur skorað 17 mörk í síðustu tveimur leikjum sem báðir hafa unnist. Vísir/Anton
Akureyringar eru farnir að bíta frá sér í Olís-deild karla eftir mjög erfiða byrjun á tímabilinu. Norðanmenn fögnuðu sínum öðrum sigri í röð í dag.

Kristján Orri Jóhannsson fór á kostum og skoraði 11 mörk í 21-18 sigri Akureyrarliðsins á Gróttu á Seltjarnarnesinu.

Grótta var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 11-9, en Akureyringar unnu seinni hálfleikinn með fimm marka mun, 12-7, og nálgast nú liðin fyrir ofan sig.

Akureyrarliðið er samt enn í botnsætinu þökk sé að liðið náði aðeins í tvö stig út úr fyrstu átta leikjum sínum í vetur.

Akureyrarliðið hefur nú náð í fimm stig af sex mögulegum í síðustu þremur leikjum og eru nú aðeins einu stigi á eftir Stjörnunni.



Grótta - Akureyri  18-21 (11-9)

Mörk Gróttu: Finnur Ingi Stefánsson 5, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Þráinn Orri Jónsson 3, Júlíus Þórir Stefánsson 2, Árni Benedikt Árnason 1, Aron Dagur Pálsson 1, Elvar Friðriksson 1,

Þórir Bjarni Traustason 1, Vilhjálmur Geir Hauksson 1

Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 11, Karolis Stropus 3, Andri Snær Stefánsson 2, Patrekur Stefánsson 2, Friðrik Svavarsson 1, Arnþór Gylfi Finnsson 1, Mindaugas Dumcius 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×