Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2020 16:30 Viðbúnaður vegna veirunnar er mikill á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Vísir/Vilhelm Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. Viðbúnaður vegna veirunnar er ekki vegna þess að henni fylgir „hræðilegur sjúkdómur“, heldur vegna þess að mannkynið er óvarið fyrir veirunni. Þetta er á meðal þess sem kom fram á fimmta upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag um stöðu mála hér á landi vegna kórónuveirunnar. Ellefu smit höfðu verið staðfest þegar fundurinn fór fram en náðu fjórtán síðdegis.Sjá einnig: Undanfarnir dagar aðeins „upphitun fyrir mjög langt hlaup“Farið var yfir víðan völl á fundunum og var Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, meðal annars beðinn um að útskýra hver væri helsti munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni nýju sem valdið hefur veikindum víða um heim.„Í grundvallaratriðum er það þannig að flensan, ef við erum að tala um inflúensu, þar eigum við jú bóluefni og þar eigum við jú meðferðarmöguleika sem við höfum ekki gagnvart þessari veiru, allavega ekki ennþá,“ sagði Már en hlusta má á útskýringu hans hér fyrir neðan.Svipuð einkenni Áður á fundinum hafði Már sagt að viðbúnaður um allan heim vegna kórónuveirunnar væri ekki vegna þess að sjúkdómurinn sem henni fylgdi væri svo „hræðilega slæmur“, heldur vegna þess að um nýja veiru væri að ræða sem mannkynið væri óvarið fyrir.„Síðan setur maður þetta í samhengi við það að þetta er ný veira þannig að þú hefur hóp af fólki sem er alveg óvarinn. Þetta eru svona óheppilegri þættir þessari veiru í vil,“ sagði Már.Einkennalega séð væri þó talsverð líkindi á milli hefðbundinnar inflúensuveira og kórónuveirunnar.„Þetta er hiti, það er þurr hósti, beinverkir,“ sagði Már. Endurtók hann þá tölfræði sem áður hefur komið fram að um 80 prósent þeirra sem smitast finna fyrir litlum einkeinnum, tíu til fimmtán prósent verði aðeins veikari en nái sér yfirleitt vel.„Svo er það þessi litla prósenta, kannski fimm til sex prósent sem þarfnast þá gjörgæslu og þess háttar,“ sagði Már en á fundinum kom fram að þau viðbrögð sem gripið hafi verið til vegna veirunnar séu ekki síst til að vernda þau sem þoli mögulega illa að veikjast af völdum veirunnar. Handþvotturinn virkar Þá lagði Már áherslu á mikilvægi handþvotts, það hafi sýnt sig að það væri áhrifarík leið til að koma í veg fyrir smit. „Veiran hefur hins vegar sína veikleika. Þeir eru meðal annars að hún hefur pínulitla fitu utan á sér þannig að venjuleg handsápa er alveg ofboðslega góð, áhrifarík, til þess að drepa veiruna þannig að handþvottur með sápu eða sprittið, inflúensusótthreinsiefni, sem innihalda spritt eða fituupplausnir, þær virka mjög vel til þess að uppræta veiruna,“ sagði Már.Fundinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan og frekari upplýsingar um muninn á veikindum vegna kórónuveirunnar og veikindum vegna inflúensuveiru má nálgast hér.Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveirunaNýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveirunaHvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Svona var fimmti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þetta er fimmti upplýsingafundurinn sem boðað hefur verið til. 3. mars 2020 13:19 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Jákvætt að kórónuveirusmit greinist á Íslandi Það sé til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. 3. mars 2020 10:24 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. Viðbúnaður vegna veirunnar er ekki vegna þess að henni fylgir „hræðilegur sjúkdómur“, heldur vegna þess að mannkynið er óvarið fyrir veirunni. Þetta er á meðal þess sem kom fram á fimmta upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag um stöðu mála hér á landi vegna kórónuveirunnar. Ellefu smit höfðu verið staðfest þegar fundurinn fór fram en náðu fjórtán síðdegis.Sjá einnig: Undanfarnir dagar aðeins „upphitun fyrir mjög langt hlaup“Farið var yfir víðan völl á fundunum og var Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, meðal annars beðinn um að útskýra hver væri helsti munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni nýju sem valdið hefur veikindum víða um heim.„Í grundvallaratriðum er það þannig að flensan, ef við erum að tala um inflúensu, þar eigum við jú bóluefni og þar eigum við jú meðferðarmöguleika sem við höfum ekki gagnvart þessari veiru, allavega ekki ennþá,“ sagði Már en hlusta má á útskýringu hans hér fyrir neðan.Svipuð einkenni Áður á fundinum hafði Már sagt að viðbúnaður um allan heim vegna kórónuveirunnar væri ekki vegna þess að sjúkdómurinn sem henni fylgdi væri svo „hræðilega slæmur“, heldur vegna þess að um nýja veiru væri að ræða sem mannkynið væri óvarið fyrir.„Síðan setur maður þetta í samhengi við það að þetta er ný veira þannig að þú hefur hóp af fólki sem er alveg óvarinn. Þetta eru svona óheppilegri þættir þessari veiru í vil,“ sagði Már.Einkennalega séð væri þó talsverð líkindi á milli hefðbundinnar inflúensuveira og kórónuveirunnar.„Þetta er hiti, það er þurr hósti, beinverkir,“ sagði Már. Endurtók hann þá tölfræði sem áður hefur komið fram að um 80 prósent þeirra sem smitast finna fyrir litlum einkeinnum, tíu til fimmtán prósent verði aðeins veikari en nái sér yfirleitt vel.„Svo er það þessi litla prósenta, kannski fimm til sex prósent sem þarfnast þá gjörgæslu og þess háttar,“ sagði Már en á fundinum kom fram að þau viðbrögð sem gripið hafi verið til vegna veirunnar séu ekki síst til að vernda þau sem þoli mögulega illa að veikjast af völdum veirunnar. Handþvotturinn virkar Þá lagði Már áherslu á mikilvægi handþvotts, það hafi sýnt sig að það væri áhrifarík leið til að koma í veg fyrir smit. „Veiran hefur hins vegar sína veikleika. Þeir eru meðal annars að hún hefur pínulitla fitu utan á sér þannig að venjuleg handsápa er alveg ofboðslega góð, áhrifarík, til þess að drepa veiruna þannig að handþvottur með sápu eða sprittið, inflúensusótthreinsiefni, sem innihalda spritt eða fituupplausnir, þær virka mjög vel til þess að uppræta veiruna,“ sagði Már.Fundinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan og frekari upplýsingar um muninn á veikindum vegna kórónuveirunnar og veikindum vegna inflúensuveiru má nálgast hér.Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveirunaNýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveirunaHvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Svona var fimmti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þetta er fimmti upplýsingafundurinn sem boðað hefur verið til. 3. mars 2020 13:19 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Jákvætt að kórónuveirusmit greinist á Íslandi Það sé til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. 3. mars 2020 10:24 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05
Svona var fimmti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þetta er fimmti upplýsingafundurinn sem boðað hefur verið til. 3. mars 2020 13:19
Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28
Jákvætt að kórónuveirusmit greinist á Íslandi Það sé til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. 3. mars 2020 10:24