Viðskipti innlent

Dregur orð forstjóra Festar um „óverulegan“ sameiningarkostnað í efa

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Eggert Kristófersson, forstjóri Festar
Eggert Kristófersson, forstjóri Festar
Nýjasta verðmat Capacent á Festi hljóðar upp á rúmlega 43 milljarða króna en eldra verðmat hljóðaði upp á tæpa 42,7 milljarða króna. Verðmatið hækkar því um tæpt prósent og er verðmatsgengi nú 131 króna á hlut, um 7 prósentum hærra en gengi á markaði.

Rekstrarhagnaður Festar fyrir afskriftir (EBITDA) nam 4.628 milljónum króna í fyrra en áætlanir Festar gerðu hins vegar ráð fyrir að EBITDA yrði um 5.100 til 5.300 m.kr. án sameiningarkostnaðar.

„Annaðhvort var sameiningarkostnaður svona hár eða afkoman var verulega undir væntingum stjórnenda! Það seinna virðist líklegra,“ skrifar greinandi Capacent í verðmatinu sem var birt á fimmtudaginn í síðustu viku.

Greinandi Capacent dregur í efa orð forstjóra fyrirtækisins um að sameiningarkostnaður verði „óverulegur“. Krefjandi verkefni séu fram undan fyrir stjórnendur Festar í stjórnunar- og stefnumótunarvinnu við samþættingu rekstrar og verkferla og að ná fram væntum samlegðaráhrifum.

Samkvæmt mati Capacent jók sameining Festar og N1 virði hlutafjár sameinaðs félags um 15 prósent. Gengi á markaði hækkaði þó ekki í kjölfar sameiningar og hefur verið óbreytt frá upphafi árs 2017. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×