Hlakkar til að hreinsa vessa úr þjóðarbúinu Haraldur Guðmundsson skrifar 10. apríl 2014 08:32 Már og Sigríður sögðu margt benda til þess að áhætta í fjármálakerfinu hefði minnkað frá síðasta vori. Vísir/Stefán „Við erum farin að hlakka alveg gífurlega til að hreinsa alla þessa vessa út úr þjóðarbúinu sem eru aflandskrónurnar og bú föllnu bankanna,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar fyrra hefti ritsins Fjármálastöðugleiki var kynnt í Seðlabankanum í gær. Þar kom fram að viðskiptaafgangur landsins mun á næstu árum ekki duga til að standa undir afborgunum erlendra lána. Því verður ekki hægt að skapa nægan gjaldeyri til að kröfuhafar og aflandskrónueigendur geti leyst út krónueignir sínar. Áframhaldandi óvissa er því um framhald slitameðferða búa föllnu bankanna sem tefur losun gjaldeyrishafta. Eignir slitabúa föllnu bankanna eru nú metnar á 2.552 milljarða króna, eða um 143 prósent af landsframleiðslu. Þar af eru innlendar krónueignir um 497 milljarðar. Innlendar eignir, skráðar í krónum og í erlendum gjaldmiðlum, eru samtals tæp 38% af heildareignum búanna en hlutfall innlendra krafna er aðeins 5,7%. Erlendir kröfuhafar munu því við slit búanna, að öðru óbreyttu, eignast innlendar eignir að verðmæti tæplega hálfrar landsframleiðslu. Sú staða mun hafa neikvæð áhrif á erlenda stöðu og greiðslujöfnuð þjóðarbúsins. „Á árunum 2015-2017 fer greiðslubyrðin um og yfir 5,5% af vergri landsframleiðslu en afborganir af skuldabréfum milli Landsbankans og LBI [Landsbanka Íslands] vega hér þyngst. Til samanburðar var undirliggjandi viðskiptajöfnuður ársins 2013 4,6% af landsframleiðslu,“ sagði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, á fundinum í gær. Sigríður tók fram að greiðslubyrði vegna afborgana af erlendum lánum yrði á næstu árum nokkuð minni en hún var á árunum 2011 til 2013. Innlendir aðilar, aðrir en ríkissjóður og Seðlabankinn, hafa samtals greitt niður erlend lán fyrir rúma 505 milljarða króna á síðastliðnum fimm árum. „Undirliggjandi viðskiptajöfnuður var á sama tíma 380 milljarðar króna og því spyrja sumir hvaðan kom restin. Við gerðum varlegt mat á því og mismunurinn skýrist af erlendri eignasölu og gjaldeyrisinnflæði vegna fjárfestinga og þar með taldir eru 80 milljarðar króna vegna gjaldeyrisútboða Seðlabankans,“ sagði Sigríður. Hún sagði einnig að skammtíma krónueignir erlendra aðila, aflandskrónurnar, hefðu lækkað um 56 milljarða króna á síðasta ári. Þær eru nú 18% af vergri landsframleiðslu. „Útboðin eru því að ganga vel í að leysa þennan vanda, reyndar hægt og örugglega,“ sagði Sigríður. Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Sjá meira
„Við erum farin að hlakka alveg gífurlega til að hreinsa alla þessa vessa út úr þjóðarbúinu sem eru aflandskrónurnar og bú föllnu bankanna,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar fyrra hefti ritsins Fjármálastöðugleiki var kynnt í Seðlabankanum í gær. Þar kom fram að viðskiptaafgangur landsins mun á næstu árum ekki duga til að standa undir afborgunum erlendra lána. Því verður ekki hægt að skapa nægan gjaldeyri til að kröfuhafar og aflandskrónueigendur geti leyst út krónueignir sínar. Áframhaldandi óvissa er því um framhald slitameðferða búa föllnu bankanna sem tefur losun gjaldeyrishafta. Eignir slitabúa föllnu bankanna eru nú metnar á 2.552 milljarða króna, eða um 143 prósent af landsframleiðslu. Þar af eru innlendar krónueignir um 497 milljarðar. Innlendar eignir, skráðar í krónum og í erlendum gjaldmiðlum, eru samtals tæp 38% af heildareignum búanna en hlutfall innlendra krafna er aðeins 5,7%. Erlendir kröfuhafar munu því við slit búanna, að öðru óbreyttu, eignast innlendar eignir að verðmæti tæplega hálfrar landsframleiðslu. Sú staða mun hafa neikvæð áhrif á erlenda stöðu og greiðslujöfnuð þjóðarbúsins. „Á árunum 2015-2017 fer greiðslubyrðin um og yfir 5,5% af vergri landsframleiðslu en afborganir af skuldabréfum milli Landsbankans og LBI [Landsbanka Íslands] vega hér þyngst. Til samanburðar var undirliggjandi viðskiptajöfnuður ársins 2013 4,6% af landsframleiðslu,“ sagði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, á fundinum í gær. Sigríður tók fram að greiðslubyrði vegna afborgana af erlendum lánum yrði á næstu árum nokkuð minni en hún var á árunum 2011 til 2013. Innlendir aðilar, aðrir en ríkissjóður og Seðlabankinn, hafa samtals greitt niður erlend lán fyrir rúma 505 milljarða króna á síðastliðnum fimm árum. „Undirliggjandi viðskiptajöfnuður var á sama tíma 380 milljarðar króna og því spyrja sumir hvaðan kom restin. Við gerðum varlegt mat á því og mismunurinn skýrist af erlendri eignasölu og gjaldeyrisinnflæði vegna fjárfestinga og þar með taldir eru 80 milljarðar króna vegna gjaldeyrisútboða Seðlabankans,“ sagði Sigríður. Hún sagði einnig að skammtíma krónueignir erlendra aðila, aflandskrónurnar, hefðu lækkað um 56 milljarða króna á síðasta ári. Þær eru nú 18% af vergri landsframleiðslu. „Útboðin eru því að ganga vel í að leysa þennan vanda, reyndar hægt og örugglega,“ sagði Sigríður.
Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Sjá meira