Áhrif kórónuveirunnar á vinnumarkaðinn Valur Þór Gunnarsson skrifar 3. mars 2020 17:00 Nú þegar upp eru komin nokkur tilfelli af kórónaveirusmiti hér á landi (e. COVID-19) vakna ýmsar spurningar hvernig íslenski vinnumarkaðurinn er í stakk búinn til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Munu vinnustaðir þar sem smit koma upp loka í 2 vikur? Munu starfsmenn hafa aðgang að nægilega góðum tólum og tækjum að heiman þannig að þeir geti sinnt vinnu sinni? Hvaða vinnustaðir munu ná að aðlaga sig og hverjir munu hægja á starfsemi sinni eða jafnvel loka tímabundið? Nú þegar hafa alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Nestle, Unilever og L’Oreal sett strangar reglur og jafnvel farbann á starfsfólk sitt og samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur frestað árlegri þróunarráðsstefnu sinni. Ég spái því að á næstunni munu fleiri vinnustaðir aðlaga sig breyttum aðstæðum og móta stefnu er gerir starfsfólki kleift að vinna fjarvinnu og þjónusta viðskiptavini án þess að ferðast á milli staða. Fyrirtæki munu setja upp vinnuferla er vinna gegn því að setja vinnufélaga og þá sem eru með veikburða ónæmiskerfi í ónauðsynlega smithættu. Það að sótthreinsa hurðarhúna, lyklaborð og kúlupenna verður jafn sjálfsagt og að fara og sækja sér kaffibolla. Fyrirtæki geta þegar í dag undirbúið sig og starfsfólk sitt fyrir að nýta tækni er auðveldar fjarsamskipti og þjónustu með rafrænum hætti. Nýir vinnuferlar kalla á nýjar lausnir Það þarf ekki að horfa út í heim fyrir lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að takast á við breyttar aðstæður. Vinnuveitendur þurfa að veita starfsfólki besta mögulega stuðning og taka frumkvæði við að móta nýja ferla þegar kemur að vinnuumhverfi starfsfólks. Ábyrgð okkar vinnuveitenda er að koma í veg fyrir smit svo að ekki skapist óþarfa álag heilbrigðiskerfið. Nota má fjarfundabúnað í stað þess að kalla starfsfólk saman. Nota má rafrænar samskiptaleiðir eins og Slack eða Microsoft Teams til að straumlínulaga samskipti. Nota má rafrænar undirritanir í stað þessa að skrifa undir á pappír. Huga þarf að þjálfun stjórnenda í samskiptum við undirmenn og setja skýrar væntingar til þess hvenær starfsfólk ætti að mæta til vinnu og hvenær ekki. Huga þarf að ferlum varðandi ferðalög og þátttöku starfsmanna í ráðstefnum. Að lokum má segja að áskoranir framundan séu tækifæri til stjórnenda til að gera meira en að læra réttan handþvott og nýjar leiðir til að heilsast. Tækifærin felast í því að skoða nýjar leiðir við að vinna vinnuna okkar án þess að það bitni á heilsu starfsfólks eða viðskiptavina. Höfundur er framkvæmdastjóri og meðstofnandi Taktikal, hugbúnaðarfyrirtækis er sérhæfir sig í sjálfvirkum ferlum og lausnum fyrir rafrænar undirritanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar upp eru komin nokkur tilfelli af kórónaveirusmiti hér á landi (e. COVID-19) vakna ýmsar spurningar hvernig íslenski vinnumarkaðurinn er í stakk búinn til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Munu vinnustaðir þar sem smit koma upp loka í 2 vikur? Munu starfsmenn hafa aðgang að nægilega góðum tólum og tækjum að heiman þannig að þeir geti sinnt vinnu sinni? Hvaða vinnustaðir munu ná að aðlaga sig og hverjir munu hægja á starfsemi sinni eða jafnvel loka tímabundið? Nú þegar hafa alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Nestle, Unilever og L’Oreal sett strangar reglur og jafnvel farbann á starfsfólk sitt og samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur frestað árlegri þróunarráðsstefnu sinni. Ég spái því að á næstunni munu fleiri vinnustaðir aðlaga sig breyttum aðstæðum og móta stefnu er gerir starfsfólki kleift að vinna fjarvinnu og þjónusta viðskiptavini án þess að ferðast á milli staða. Fyrirtæki munu setja upp vinnuferla er vinna gegn því að setja vinnufélaga og þá sem eru með veikburða ónæmiskerfi í ónauðsynlega smithættu. Það að sótthreinsa hurðarhúna, lyklaborð og kúlupenna verður jafn sjálfsagt og að fara og sækja sér kaffibolla. Fyrirtæki geta þegar í dag undirbúið sig og starfsfólk sitt fyrir að nýta tækni er auðveldar fjarsamskipti og þjónustu með rafrænum hætti. Nýir vinnuferlar kalla á nýjar lausnir Það þarf ekki að horfa út í heim fyrir lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að takast á við breyttar aðstæður. Vinnuveitendur þurfa að veita starfsfólki besta mögulega stuðning og taka frumkvæði við að móta nýja ferla þegar kemur að vinnuumhverfi starfsfólks. Ábyrgð okkar vinnuveitenda er að koma í veg fyrir smit svo að ekki skapist óþarfa álag heilbrigðiskerfið. Nota má fjarfundabúnað í stað þess að kalla starfsfólk saman. Nota má rafrænar samskiptaleiðir eins og Slack eða Microsoft Teams til að straumlínulaga samskipti. Nota má rafrænar undirritanir í stað þessa að skrifa undir á pappír. Huga þarf að þjálfun stjórnenda í samskiptum við undirmenn og setja skýrar væntingar til þess hvenær starfsfólk ætti að mæta til vinnu og hvenær ekki. Huga þarf að ferlum varðandi ferðalög og þátttöku starfsmanna í ráðstefnum. Að lokum má segja að áskoranir framundan séu tækifæri til stjórnenda til að gera meira en að læra réttan handþvott og nýjar leiðir til að heilsast. Tækifærin felast í því að skoða nýjar leiðir við að vinna vinnuna okkar án þess að það bitni á heilsu starfsfólks eða viðskiptavina. Höfundur er framkvæmdastjóri og meðstofnandi Taktikal, hugbúnaðarfyrirtækis er sérhæfir sig í sjálfvirkum ferlum og lausnum fyrir rafrænar undirritanir.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun