Frjáls á bankastjórahæðinni? Halldór Friðrik Þorsteinsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Það er umhugsunarverð staðreynd hversu fámennir aðalfundir lífeyrissjóða eru, þegar haft er í huga hversu mikilvæg lífeyrisréttindi eru sérhverjum einstaklingi. Í þeim lífeyrissjóðum þar sem ríkir sjóðfélagalýðræði mæta á bilinu, 0,1-0,4% sjóðfélaga á aðalfund. Það mætti kalla þverstæðu. Á ársfundi Frjálsa lífeyrissjóðsins fyrir ári brá hins vegar svo við að aðalfundurinn var óvenju fjölmennur. Fregnir af afskriftum vegna United Silicon vöktu upp áleitnar spurningar um fyrirkomulag sjóðsins inni í Arion banka. Í framhaldi af gagnrýnum anda ársfundarins hafa orðið nokkrar breytingar til góðs. Rekstrarsamningur sjóðsins við bankann er loksins sýnilegur sjóðfélögum. Framkvæmdastjóri sjóðsins er orðinn starfsmaður hans en áður var hann starfsmaður bankans. Þá stendur til að innri endurskoðun sé ekki framkvæmd af bankanum heldur af aðila ráðnum af sjóðnum. Þessu til viðbótar stendur til að taka upp rafrænar kosningar. Það kann að margfalda lýðræðisþátttökuna eins og reyndin hefur verið hjá lífeyrissjóðnum Lífsverki. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er hins vegar eftir sem áður múlbundinn bankanum vegna eins lítils ákvæðis í samþykktum sjóðsins. Það ákvæði er númer 4.9. og mætti kalla „Bankatengda vistarbandið“, því það felur Arion banka daglegan rekstur sjóðsins. Slíkt samþykktarákvæði er ekki að finna hjá neinum öðrum lífeyrissjóði. En því má breyta á ársfundi. Það eru veigamikil rök fyrir því að stór lífeyrissjóður eigi ekki að binda trúss sitt við einn banka. Bankar eru í eðli sínu dýrar stofnanir. Kostnaður Frjálsa lífeyrissjóðsins er drjúgum meiri en hjá keppinautum. Í öðru lagi er viðvarandi hætta á hagsmunaárekstrum eins og United Silicon fjárfestingin sýndi ljóslega. Í þriðja lagi gerir bankasambúðin það að verkum að tortryggja má allar fjárfestingar sjóðsins fyrir það eitt hvaðan ákvarðanirnar eru runnar. Tökum lítið dæmi. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur dregist aftur úr keppinautum sínum í erlendum fjárfestingum. Og jafnvel þó að það kunni að eiga sér sínar eðlilegu skýringar þá vekur það samt upp spurningar vegna ólíkra hagsmuna banka og lífeyrissjóðs. Í fjórða lagi verður úrval fjárfestingarkosta alltaf einsleitara þegar horft er yfir fjárfestingarsviðið úr aðeins einum bankaturni. Fleira má telja. Arion banki er í harðri samkeppni við Frjálsa um viðbótarlífeyrissparnað með afurð sinni „Lífeyrisauka“. Mín reynsla er sú að of mikill tími stjórnarfunda fari í umfjöllun sem hlýst af sambúðinni við bankann. Það bitnar á ýmsum mikilvægum málum. Svo venst það einkar illa að sitja stjórnarfundi í „frjálsum“ lífeyrissjóði á bankastjórahæðinni í Borgartúni og mér er til efs að það sé sjálfstæðri hugsun stjórnarmanna til heilla. Mánudaginn 13. maí verður ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins haldinn í höfuðstöðvum Arion banka. Í fyrsta sinn kjósa sjóðfélagar alla stjórnarmenn, í þetta skiptið 5 einstaklinga. Margir lífeyrissjóðir setja í samþykktir sínar hámarkslengd á stjórnarsetu, 8-12 ár, og miðað við það er kominn tími á endurnýjun í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Tillögur að samþykktabreytingum liggja fyrir fundinum. Þar hef ég m.a. lagt fram tillögu um að bundið verði í samþykktir að framkvæmdastjóri verði ráðinn af sjóðnum, stjórn sé heimilt að gera rekstrarsamning við fjármálafyrirtæki eða annan hæfan aðila um daglegan rekstur sjóðsins í heild eða að hluta – og að rekstrarsamningur skuli birtur. Ef samþykkt verður yrði sjóðurinn ekki lengur bundinn Arion banka heldur væri frjálst að leita hagstæðustu tilboða um þá þætti daglegs rekstrar sem talin væri ástæða til að útvista hverju sinni. Ég hvet alla sjóðfélaga í Frjálsa lífeyrissjóðnum til að mæta á fundinn og nýta atkvæði sín. Valið stendur um fortíðina eða framtíðina. Með því að kjósa fólk sem vill frjálsan lífeyrissjóð hafa sjóðfélagar bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins og þar með vænta framtíðarávöxtun lífeyrissparnaðar síns. Það er tímabært að þessi sjóður fái staðið undir nafni á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er umhugsunarverð staðreynd hversu fámennir aðalfundir lífeyrissjóða eru, þegar haft er í huga hversu mikilvæg lífeyrisréttindi eru sérhverjum einstaklingi. Í þeim lífeyrissjóðum þar sem ríkir sjóðfélagalýðræði mæta á bilinu, 0,1-0,4% sjóðfélaga á aðalfund. Það mætti kalla þverstæðu. Á ársfundi Frjálsa lífeyrissjóðsins fyrir ári brá hins vegar svo við að aðalfundurinn var óvenju fjölmennur. Fregnir af afskriftum vegna United Silicon vöktu upp áleitnar spurningar um fyrirkomulag sjóðsins inni í Arion banka. Í framhaldi af gagnrýnum anda ársfundarins hafa orðið nokkrar breytingar til góðs. Rekstrarsamningur sjóðsins við bankann er loksins sýnilegur sjóðfélögum. Framkvæmdastjóri sjóðsins er orðinn starfsmaður hans en áður var hann starfsmaður bankans. Þá stendur til að innri endurskoðun sé ekki framkvæmd af bankanum heldur af aðila ráðnum af sjóðnum. Þessu til viðbótar stendur til að taka upp rafrænar kosningar. Það kann að margfalda lýðræðisþátttökuna eins og reyndin hefur verið hjá lífeyrissjóðnum Lífsverki. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er hins vegar eftir sem áður múlbundinn bankanum vegna eins lítils ákvæðis í samþykktum sjóðsins. Það ákvæði er númer 4.9. og mætti kalla „Bankatengda vistarbandið“, því það felur Arion banka daglegan rekstur sjóðsins. Slíkt samþykktarákvæði er ekki að finna hjá neinum öðrum lífeyrissjóði. En því má breyta á ársfundi. Það eru veigamikil rök fyrir því að stór lífeyrissjóður eigi ekki að binda trúss sitt við einn banka. Bankar eru í eðli sínu dýrar stofnanir. Kostnaður Frjálsa lífeyrissjóðsins er drjúgum meiri en hjá keppinautum. Í öðru lagi er viðvarandi hætta á hagsmunaárekstrum eins og United Silicon fjárfestingin sýndi ljóslega. Í þriðja lagi gerir bankasambúðin það að verkum að tortryggja má allar fjárfestingar sjóðsins fyrir það eitt hvaðan ákvarðanirnar eru runnar. Tökum lítið dæmi. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur dregist aftur úr keppinautum sínum í erlendum fjárfestingum. Og jafnvel þó að það kunni að eiga sér sínar eðlilegu skýringar þá vekur það samt upp spurningar vegna ólíkra hagsmuna banka og lífeyrissjóðs. Í fjórða lagi verður úrval fjárfestingarkosta alltaf einsleitara þegar horft er yfir fjárfestingarsviðið úr aðeins einum bankaturni. Fleira má telja. Arion banki er í harðri samkeppni við Frjálsa um viðbótarlífeyrissparnað með afurð sinni „Lífeyrisauka“. Mín reynsla er sú að of mikill tími stjórnarfunda fari í umfjöllun sem hlýst af sambúðinni við bankann. Það bitnar á ýmsum mikilvægum málum. Svo venst það einkar illa að sitja stjórnarfundi í „frjálsum“ lífeyrissjóði á bankastjórahæðinni í Borgartúni og mér er til efs að það sé sjálfstæðri hugsun stjórnarmanna til heilla. Mánudaginn 13. maí verður ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins haldinn í höfuðstöðvum Arion banka. Í fyrsta sinn kjósa sjóðfélagar alla stjórnarmenn, í þetta skiptið 5 einstaklinga. Margir lífeyrissjóðir setja í samþykktir sínar hámarkslengd á stjórnarsetu, 8-12 ár, og miðað við það er kominn tími á endurnýjun í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Tillögur að samþykktabreytingum liggja fyrir fundinum. Þar hef ég m.a. lagt fram tillögu um að bundið verði í samþykktir að framkvæmdastjóri verði ráðinn af sjóðnum, stjórn sé heimilt að gera rekstrarsamning við fjármálafyrirtæki eða annan hæfan aðila um daglegan rekstur sjóðsins í heild eða að hluta – og að rekstrarsamningur skuli birtur. Ef samþykkt verður yrði sjóðurinn ekki lengur bundinn Arion banka heldur væri frjálst að leita hagstæðustu tilboða um þá þætti daglegs rekstrar sem talin væri ástæða til að útvista hverju sinni. Ég hvet alla sjóðfélaga í Frjálsa lífeyrissjóðnum til að mæta á fundinn og nýta atkvæði sín. Valið stendur um fortíðina eða framtíðina. Með því að kjósa fólk sem vill frjálsan lífeyrissjóð hafa sjóðfélagar bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins og þar með vænta framtíðarávöxtun lífeyrissparnaðar síns. Það er tímabært að þessi sjóður fái staðið undir nafni á ný.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun