Yfir 160 sagðir látnir 11. júlí 2006 18:00 Aðstæður í Mumbai voru afar erfiðar. MYND/AP Nú er talið öruggt að hryðjuverkamenn hafi valdið sprengingunum í járnbrautarlestum Múmbei-borgar í dag. Í það minnsta 174 eru sagðir látnir og tæplega fimm hundruð slasaðir í þessum verstu hermdarverkum borgarinnar í meira en áratug. Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á þeim. Sprengjurnar sjö sprungu með stuttu millibili í fimm lestum og á tveimur lestarstöðvum á háannatíma þegar borgarbúar voru á leið til síns heima úr vinnu og því er manntjónið jafn mikið og raun ber vitni. Mikið öngþveiti myndaðist á vettvangi ódæðanna og áttu þeir sem slösuðust fullt í fangi að fá læknishjálp. Símasamband í borginni lagðist af um tíma og sömuleiðis voru allar lestarsamgöngur þar stöðvaðar. Í Múmbei, sem áður kallaðist Bombay, eru Íslendingar á vegum Eskimó-módelskrifstofunnar en þeir eru allir heilir á húfi. Að vonum eru borgarbúar afar óttaslegnir enda eru aðeins þrettán ár síðan 250 manns týndu lífi í röð sprenginga í Múmbei. Enda þótt enginn hafi lýst yfir ábyrgð á tilræðinu er talið líklegast að íslamskir öfgamenn sem krefjast aðskilnaðar Kasmír-héraðs frá Indlandi séu sökudólgarnir. Það skiptist á milli Indlands og Pakistans og hefur verið deilt um það nánast látlaust síðastliðna sex áratugi. Boðað var til neyðarfundar í indversku ríkisstjórninni í dag dag þar sem ákveðið var að auka mjög öryggisviðbúnað í Múmbei og höfuðborginni Nýju Delí. Pervez Musharraff forseti Pakistans fordæmdi árásirnar í dag og nú undir kvöld barst svipuð yfirlýsing frá bandaríska utanríkisráðuneytinu. Erlent Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Nú er talið öruggt að hryðjuverkamenn hafi valdið sprengingunum í járnbrautarlestum Múmbei-borgar í dag. Í það minnsta 174 eru sagðir látnir og tæplega fimm hundruð slasaðir í þessum verstu hermdarverkum borgarinnar í meira en áratug. Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á þeim. Sprengjurnar sjö sprungu með stuttu millibili í fimm lestum og á tveimur lestarstöðvum á háannatíma þegar borgarbúar voru á leið til síns heima úr vinnu og því er manntjónið jafn mikið og raun ber vitni. Mikið öngþveiti myndaðist á vettvangi ódæðanna og áttu þeir sem slösuðust fullt í fangi að fá læknishjálp. Símasamband í borginni lagðist af um tíma og sömuleiðis voru allar lestarsamgöngur þar stöðvaðar. Í Múmbei, sem áður kallaðist Bombay, eru Íslendingar á vegum Eskimó-módelskrifstofunnar en þeir eru allir heilir á húfi. Að vonum eru borgarbúar afar óttaslegnir enda eru aðeins þrettán ár síðan 250 manns týndu lífi í röð sprenginga í Múmbei. Enda þótt enginn hafi lýst yfir ábyrgð á tilræðinu er talið líklegast að íslamskir öfgamenn sem krefjast aðskilnaðar Kasmír-héraðs frá Indlandi séu sökudólgarnir. Það skiptist á milli Indlands og Pakistans og hefur verið deilt um það nánast látlaust síðastliðna sex áratugi. Boðað var til neyðarfundar í indversku ríkisstjórninni í dag dag þar sem ákveðið var að auka mjög öryggisviðbúnað í Múmbei og höfuðborginni Nýju Delí. Pervez Musharraff forseti Pakistans fordæmdi árásirnar í dag og nú undir kvöld barst svipuð yfirlýsing frá bandaríska utanríkisráðuneytinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira