Yfir 160 sagðir látnir 11. júlí 2006 18:00 Aðstæður í Mumbai voru afar erfiðar. MYND/AP Nú er talið öruggt að hryðjuverkamenn hafi valdið sprengingunum í járnbrautarlestum Múmbei-borgar í dag. Í það minnsta 174 eru sagðir látnir og tæplega fimm hundruð slasaðir í þessum verstu hermdarverkum borgarinnar í meira en áratug. Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á þeim. Sprengjurnar sjö sprungu með stuttu millibili í fimm lestum og á tveimur lestarstöðvum á háannatíma þegar borgarbúar voru á leið til síns heima úr vinnu og því er manntjónið jafn mikið og raun ber vitni. Mikið öngþveiti myndaðist á vettvangi ódæðanna og áttu þeir sem slösuðust fullt í fangi að fá læknishjálp. Símasamband í borginni lagðist af um tíma og sömuleiðis voru allar lestarsamgöngur þar stöðvaðar. Í Múmbei, sem áður kallaðist Bombay, eru Íslendingar á vegum Eskimó-módelskrifstofunnar en þeir eru allir heilir á húfi. Að vonum eru borgarbúar afar óttaslegnir enda eru aðeins þrettán ár síðan 250 manns týndu lífi í röð sprenginga í Múmbei. Enda þótt enginn hafi lýst yfir ábyrgð á tilræðinu er talið líklegast að íslamskir öfgamenn sem krefjast aðskilnaðar Kasmír-héraðs frá Indlandi séu sökudólgarnir. Það skiptist á milli Indlands og Pakistans og hefur verið deilt um það nánast látlaust síðastliðna sex áratugi. Boðað var til neyðarfundar í indversku ríkisstjórninni í dag dag þar sem ákveðið var að auka mjög öryggisviðbúnað í Múmbei og höfuðborginni Nýju Delí. Pervez Musharraff forseti Pakistans fordæmdi árásirnar í dag og nú undir kvöld barst svipuð yfirlýsing frá bandaríska utanríkisráðuneytinu. Erlent Fréttir Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Nú er talið öruggt að hryðjuverkamenn hafi valdið sprengingunum í járnbrautarlestum Múmbei-borgar í dag. Í það minnsta 174 eru sagðir látnir og tæplega fimm hundruð slasaðir í þessum verstu hermdarverkum borgarinnar í meira en áratug. Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á þeim. Sprengjurnar sjö sprungu með stuttu millibili í fimm lestum og á tveimur lestarstöðvum á háannatíma þegar borgarbúar voru á leið til síns heima úr vinnu og því er manntjónið jafn mikið og raun ber vitni. Mikið öngþveiti myndaðist á vettvangi ódæðanna og áttu þeir sem slösuðust fullt í fangi að fá læknishjálp. Símasamband í borginni lagðist af um tíma og sömuleiðis voru allar lestarsamgöngur þar stöðvaðar. Í Múmbei, sem áður kallaðist Bombay, eru Íslendingar á vegum Eskimó-módelskrifstofunnar en þeir eru allir heilir á húfi. Að vonum eru borgarbúar afar óttaslegnir enda eru aðeins þrettán ár síðan 250 manns týndu lífi í röð sprenginga í Múmbei. Enda þótt enginn hafi lýst yfir ábyrgð á tilræðinu er talið líklegast að íslamskir öfgamenn sem krefjast aðskilnaðar Kasmír-héraðs frá Indlandi séu sökudólgarnir. Það skiptist á milli Indlands og Pakistans og hefur verið deilt um það nánast látlaust síðastliðna sex áratugi. Boðað var til neyðarfundar í indversku ríkisstjórninni í dag dag þar sem ákveðið var að auka mjög öryggisviðbúnað í Múmbei og höfuðborginni Nýju Delí. Pervez Musharraff forseti Pakistans fordæmdi árásirnar í dag og nú undir kvöld barst svipuð yfirlýsing frá bandaríska utanríkisráðuneytinu.
Erlent Fréttir Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira