Forsetinn segir Íslendinga ekki lengur grínast með hlýnun jarðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. mars 2018 09:00 Guðni Th. Jóhannesson var þáttakandi í World Ocean Summit í Mexíkó um helgina. Vísir/AFP Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að Íslendingar séu hættir að grínast með hlýnun jarðar. Afleiðingar hennar séu alvarlegar og segir Guðni að Íslendingar þurfi að glíma við þær, rétt eins og aðrar þjóðir.„Það er algengur brandari á Íslandi að segja að það sé svo kalt og vindasamt á þessari regnbörðu eyju að hlýnun jarðar sé eitthvað sem væri velkomið, en það er ekki fyndið lengur,“ sagði Guðni í Mexíkó þar sem hann var staddur á World Ocean Summit ráðstefnunni enfréttatofa Reuters var á staðnum.Ráðstefnan er haldin á vegum tímaritsins The Economist en hana sækja þjóðarleiðtogar, forystumenn alþjóðlegra stofnana og fyrirtækja og sérfræðingar um málefni hafsins.Vakti Guðni athygli á því að hækkandi hitastig sjávar í grennd við Norðurpólinn væri skaðleg þróun fyrir líffræðilega fjölbreytni og fiskistofna, auk þess sem að súrnun sjávar væri alvarlegt vandamál fyrir norðlægari ríki heimsins.Guðni hitti einnig Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó, og skiptust þeir á landsliðstreyjum.Vísir/AFP„Loftslagsbreytingar hafa áhrif á okkur öll um allan heim en það er glögglega hægt að sjá áhrif þeirra á Norðurslóðum. Ísbreiðan í kringum Norðurpólinn bráðnar hratt og sjórinn fer hlýnandi.“Því hefur stundum verið fleygt fram að hlýnun jarðar skapi tækifæri fyrir Ísland og í máli Guðna kom fram að ekki væri hægt að neita því að ef siglingaleiðir á Norðurslóðum myndu opnast gæti Ísland síðar orðið miðstöð skipaumferðar á þeim slóðum.Gaf ekki upp eigin afstöðu til hvalveiðaGuðni sagði einnig að rekja mætti það að makríll hefur í auknum mæli fundist við strendur Íslands til hækkandi hitastigs sjávar, en að sama skapi væri líklegt að þorskurinn myndi flytja sig norðar. Væri þetta dæmi um hvernig ríki heims þyrftu að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.Sagði Guðni að eftir því sem fiskistofnar færi sig til væri mikilvægt fyrir nágrannaríki að ná samkomulagi um veiðar og minntist hann á deilur Íslendinga við Norðmenn og Færeyinga í tengslum við veiðar á makríl.Guðni ræddi einnig um hvalveiðar Íslendinga og sagði hann það liggja fyrir að þær veiðar væru sjálfbærar og langt frá því að ógna framtíð hvalastofna. Neitaði hann reyndar að gefa upp eigin afstöðu til hvalveiða en íslensk stjórnvöld hafa lengi verið gagnrýnd fyrir að heimila hvalveiðar við strendur Íslands. Forseti Íslands Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að Íslendingar séu hættir að grínast með hlýnun jarðar. Afleiðingar hennar séu alvarlegar og segir Guðni að Íslendingar þurfi að glíma við þær, rétt eins og aðrar þjóðir.„Það er algengur brandari á Íslandi að segja að það sé svo kalt og vindasamt á þessari regnbörðu eyju að hlýnun jarðar sé eitthvað sem væri velkomið, en það er ekki fyndið lengur,“ sagði Guðni í Mexíkó þar sem hann var staddur á World Ocean Summit ráðstefnunni enfréttatofa Reuters var á staðnum.Ráðstefnan er haldin á vegum tímaritsins The Economist en hana sækja þjóðarleiðtogar, forystumenn alþjóðlegra stofnana og fyrirtækja og sérfræðingar um málefni hafsins.Vakti Guðni athygli á því að hækkandi hitastig sjávar í grennd við Norðurpólinn væri skaðleg þróun fyrir líffræðilega fjölbreytni og fiskistofna, auk þess sem að súrnun sjávar væri alvarlegt vandamál fyrir norðlægari ríki heimsins.Guðni hitti einnig Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó, og skiptust þeir á landsliðstreyjum.Vísir/AFP„Loftslagsbreytingar hafa áhrif á okkur öll um allan heim en það er glögglega hægt að sjá áhrif þeirra á Norðurslóðum. Ísbreiðan í kringum Norðurpólinn bráðnar hratt og sjórinn fer hlýnandi.“Því hefur stundum verið fleygt fram að hlýnun jarðar skapi tækifæri fyrir Ísland og í máli Guðna kom fram að ekki væri hægt að neita því að ef siglingaleiðir á Norðurslóðum myndu opnast gæti Ísland síðar orðið miðstöð skipaumferðar á þeim slóðum.Gaf ekki upp eigin afstöðu til hvalveiðaGuðni sagði einnig að rekja mætti það að makríll hefur í auknum mæli fundist við strendur Íslands til hækkandi hitastigs sjávar, en að sama skapi væri líklegt að þorskurinn myndi flytja sig norðar. Væri þetta dæmi um hvernig ríki heims þyrftu að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.Sagði Guðni að eftir því sem fiskistofnar færi sig til væri mikilvægt fyrir nágrannaríki að ná samkomulagi um veiðar og minntist hann á deilur Íslendinga við Norðmenn og Færeyinga í tengslum við veiðar á makríl.Guðni ræddi einnig um hvalveiðar Íslendinga og sagði hann það liggja fyrir að þær veiðar væru sjálfbærar og langt frá því að ógna framtíð hvalastofna. Neitaði hann reyndar að gefa upp eigin afstöðu til hvalveiða en íslensk stjórnvöld hafa lengi verið gagnrýnd fyrir að heimila hvalveiðar við strendur Íslands.
Forseti Íslands Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira