Borgarráð vill koma í veg fyrir lóðabrask 3. maí 2007 06:45 Lóðaverð er afar mismunandi eftir sveitarfélögum, og er talsvert lægra á Akureyri og Egilsstöðum en á höfuðborgarsvæðinu. MYND/Vilhelm Reykjavík Rætt verður hvaða reglur munu gilda um úthlutun lóða í Reykjavík á fundi borgarráðs í dag. Björn Ingi Hrafnsson, formaður ráðsins, segir að þar sem lóðirnar verði seldar talsvert undir kostnaðarverði þurfi að setja reglur til að koma í veg fyrir lóðabrask. Fulltrúar meirihlutans hafa lagst yfir reglur sem önnur sveitarfélög hafa beitt við lóðaúthlutun, þær aðferðir sem Reykjavíkurborg hefur beitt á undanförnum árum, og úrskurði félagsmálaráðuneytising um ákveðnar útfærslur. „Það hefur ekki fundist hin fullkomna aðferð, en við hyggjumst koma þessu þannig fyrir að þetta verði gagnsæjar og sanngjarnar reglur þannig að fólk sitji við sama borð. Markmiðið er að allir geti fengið lóð sem vilja, og þess vegna reynum við að auka framboðið,“ segir Björn Ingi. Ákveðið hefur verið að lóðir í Reykjavík verði seldar á föstu verði óháð stærð, og þurfa þeir sem byggja einbýlishús í nýjum hverfum borgarinnar að greiða 11 milljónir króna fyrir lóð. Þetta er nokkuð meira en greitt er fyrir lóðir í nýjum hverfum í Hafnarfirði. Við síðustu úthlutun þurftu þeir sem ætluðu sér að byggja á Völlunum eða í Áslandshverfi þannig að greiða um 9.400 krónur á hvern lóðarfermetra, auk ýmissa fastra gjalda. Kostnaðurinn var því um 6,4 milljónir fyrir 650 fermetra lóð, eða 8,8 milljónir fyrir 900 fermetra lóð. Í Garðabæ eru lóðir seldar á verði sem nálgast það að vera markaðsverð, segir Guðfinna Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri bæjarins. Sem dæmi var 900 fermetra lóð í Garðahrauni úthlutað á 16,2 milljónir króna fyrr á árinu. Slík lóð fengist fyrir um 4,1 milljón á Akureyri og 2,3 milljónir á Egilsstöðum. Ekki er hægt á þessari stundu að sundurgreina fyrir fjölmiðla hvaða kostnaði borgin verði fyrir sem liggi til grundvallar þeim verðmiða sem settur er á lóðir, segir Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. „Við erum að áætla ákveðinn stofnkostnað hverfana, sem getur auðvitað verið breytilegur frá hverfi til hverfis, en við erum að reyna að láta lóðirnar standa undir því.“ Hann segir að inni í lóðaverðinu séu gatnagerðargjöld, en ekki ýmis þjónustugjöld og byggingarleyfisgjöld. Gjöldunum sé ekki eingöngu ætlað að standa undir gatnagerð, heldur einnig uppbyggingu innviða nýrra hverfa, svo sem grunnskóla, leikskóla, íþróttamannvirkja og fleira. Björn Ingi bendir á að þegar lóðum í fyrsta áfanga Úlfarsárdals hafi verið úthlutað á síðasta kjörtímabili hafi lóðaverðið verið á bilinu 18-23 milljónir króna, en hliðstæðum eða stærri lóðum verði á næstunni úthlutað fyrir 11 milljónir króna. Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira
Reykjavík Rætt verður hvaða reglur munu gilda um úthlutun lóða í Reykjavík á fundi borgarráðs í dag. Björn Ingi Hrafnsson, formaður ráðsins, segir að þar sem lóðirnar verði seldar talsvert undir kostnaðarverði þurfi að setja reglur til að koma í veg fyrir lóðabrask. Fulltrúar meirihlutans hafa lagst yfir reglur sem önnur sveitarfélög hafa beitt við lóðaúthlutun, þær aðferðir sem Reykjavíkurborg hefur beitt á undanförnum árum, og úrskurði félagsmálaráðuneytising um ákveðnar útfærslur. „Það hefur ekki fundist hin fullkomna aðferð, en við hyggjumst koma þessu þannig fyrir að þetta verði gagnsæjar og sanngjarnar reglur þannig að fólk sitji við sama borð. Markmiðið er að allir geti fengið lóð sem vilja, og þess vegna reynum við að auka framboðið,“ segir Björn Ingi. Ákveðið hefur verið að lóðir í Reykjavík verði seldar á föstu verði óháð stærð, og þurfa þeir sem byggja einbýlishús í nýjum hverfum borgarinnar að greiða 11 milljónir króna fyrir lóð. Þetta er nokkuð meira en greitt er fyrir lóðir í nýjum hverfum í Hafnarfirði. Við síðustu úthlutun þurftu þeir sem ætluðu sér að byggja á Völlunum eða í Áslandshverfi þannig að greiða um 9.400 krónur á hvern lóðarfermetra, auk ýmissa fastra gjalda. Kostnaðurinn var því um 6,4 milljónir fyrir 650 fermetra lóð, eða 8,8 milljónir fyrir 900 fermetra lóð. Í Garðabæ eru lóðir seldar á verði sem nálgast það að vera markaðsverð, segir Guðfinna Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri bæjarins. Sem dæmi var 900 fermetra lóð í Garðahrauni úthlutað á 16,2 milljónir króna fyrr á árinu. Slík lóð fengist fyrir um 4,1 milljón á Akureyri og 2,3 milljónir á Egilsstöðum. Ekki er hægt á þessari stundu að sundurgreina fyrir fjölmiðla hvaða kostnaði borgin verði fyrir sem liggi til grundvallar þeim verðmiða sem settur er á lóðir, segir Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. „Við erum að áætla ákveðinn stofnkostnað hverfana, sem getur auðvitað verið breytilegur frá hverfi til hverfis, en við erum að reyna að láta lóðirnar standa undir því.“ Hann segir að inni í lóðaverðinu séu gatnagerðargjöld, en ekki ýmis þjónustugjöld og byggingarleyfisgjöld. Gjöldunum sé ekki eingöngu ætlað að standa undir gatnagerð, heldur einnig uppbyggingu innviða nýrra hverfa, svo sem grunnskóla, leikskóla, íþróttamannvirkja og fleira. Björn Ingi bendir á að þegar lóðum í fyrsta áfanga Úlfarsárdals hafi verið úthlutað á síðasta kjörtímabili hafi lóðaverðið verið á bilinu 18-23 milljónir króna, en hliðstæðum eða stærri lóðum verði á næstunni úthlutað fyrir 11 milljónir króna.
Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira