Ríkisútvarpið 80 ára: Ákall til eigenda Hjálmar Sveinsson skrifar 16. desember 2010 05:30 Um daginn var fluttur þáttur á rás eitt í Ríkisútvarpinu um skáldið og prestinn Matthías Jochumsson. Ég var eitthvað að bauka heima hjá mér þegar útvarpsraddir, lágvær söngur og píanóleikur fönguðu athyglina. Úr þessu varð dýrmæt útvarpsstund því þátturinn var svo fræðandi og fallega settur saman. Svona þáttur fyllir mann fögnuði yfir því að vera til og vera hluti af íslenskri sögu. Ekki sakar að vera meðeigandi að þessari stofnun, Ríkisútvarpinu, sem fagnar nú í desember 80 ára afmæli sínu. Heiðurinn að þættinum, og fjölmörgum öðrum frábærum útvarpsþáttum, á dagskrárgerðarfólkið á rás eitt. Þetta er rifjað hér upp til að minna á það sem er vel gert í Ríkisútvarpinu og óska því til hamingju með afmælið. Ríkisútvarpið er fjölmiðill mannúðarstefnu, húmanisma. Einmitt þannig var útvarpsþátturinn um Matthías Jochumsson og þannig var fallegi þátturinn um Reyni Pétur sem sýndur var í sjónvarpinu fyrir fáeinum dögum. Á dögunum fékk Ríkisútvarpið viðurkenningu EBU - Sambands evrópskra útvarpsstöðva - fyrir bestu sjónvarpsfréttaumfjöllun ársins 2010. Viðurkenningin var veitt fyrir fréttaumfjöllun um eldgosið í Eyjafjallajökli og um afleiðingar fjármálahrunsins. Þessi viðurkenning vakti ekki verðskuldaða athygli hér á landi. Það breytir ekki því sem kemur fram í skoðanakönnunum aftur og aftur að Ríkisútvarpið nýtur langmestrar virðingar íslenskra fjölmiðla. Þessi góði árangur byggir umfram allt á þeim starfsháttum sem hafa þróast á Ríkisútvarpinu í 80 ár og á kunnáttu og menntun starfsfólksins. Það þýðir ekki að Ríkisútvarpið sé hafið yfir gagnrýni. Um daginn skrifuðu á annað á annað þúsund manns nafn sitt á lista þar sem mótmælt var „skoðanakúgun undir yfirskini hlutleysis". Margir þekktir rithöfundar fylgdu listanum úr hlaði. Tilefnið var fyrirvaralaus uppsögn pistlahöfundarins Láru Hönnu og fréttamannsins Þórhalls Jósepssonar. Inn í þetta blandaðist einnig pirringur yfir því að Ríkisútvarpið virtist lengi vel ætla algjörlega að hunsa kosningar fyrir stjórnlagaþingið og bera við hlutleysisstefnu. Það er jafnvægislist að stjórna Ríkisútvarpinu og hefur ekki alltaf tekist vel. Það er heldur ekki von. Íslenska flokkapólitíkin lá í áratugi eins og mara yfir útvarpinu, starfsfólki þess og stjórnendum. Það var hlutskipti útvarpsstjóra að reyna að standa vörð um sjálfstæði útvarpsins. Strax í árdaga varð útvarpsráð mjög flokkspólitískt. Ráðið samþykkti í júlí 1931 að fréttamenn og útvarpsstjóri skyldu bera allar fréttir og frásagnir fyrir útvarpsráð sem kynnu að valda gremju eða hneykslun. Útvarpsstjórinn, Jónas Þorbergsson, neitaði að hlíta þessum fyrirmælum en óskaði þess í stað eftir almennum vinnureglum fyrir fréttamenn til að vinna eftir. Síðustu stóru flokkspólitísku atlögunni að sjálfstæði útvarpsins var einnig hrundið af starfsfólki þess árið 2005. Þá neyddi þáverandi formaður útvarpsráðs útvarpsstjórann til að taka mann, sem sáralítið hafði starfað við fréttamennsku, fram yfir nokkra af reyndustu fréttamönnum landsins og skipa hann í stöðu fréttastjóra. Það snerist í höndunum á formanninum en fljótlega eftir það var ákveðið að breyta Ríkisútvarpinu í einkahlutfélag í opinberri eigu. Sú ráðstöfun er umdeild. Útvarpsráð var lagt niður en í stað þess skipar Alþingi stjórn Ríkisútvarpsins ohf., sem virðist eingöngu hafa það hlutverk að fylgjast með rekstrinum. Í Ríkisútvarpinu ohf. hefur útvarpsstjórinn nánast alræðisvald yfir dagskránni og mannaráðningum. Það fyrirkomulag kallar á lóðrétta forstjórastjórnun en gott útvarp byggir fyrst og fremst á láréttu samráði dagskrárgerðarfólks um áherslur, áferð, efnistök og stefnu. Hættan við hina lóðréttu stjórnun er meðal annars sú að hún getur drepið niður frumkvæði starfsfólksins og um leið ánægju þess af starfinu. Önnur hætta sem núverandi fyrirkomulag felur í sér er sú ráðstöfun að afnema afnotagjöld og hafa þess í stað nefskatt. Við það missir Ríkisútvarpið fjárhagslegt sjálfstæði. Alþingi getur tekið sér það vald að ráðskast með þennan skatt nokkurn veginn eins og það vill, jafnvel þótt í lögunum standi að skatturinn sé tekjustofn Ríkisútvarpsins. Alþingi hefur nú lífæð útvarpsins í höndum sér. Hlutafélagavæðing útvarpsins hefur kosti og galla. Nú hlýtur að vera komið að því að ræða það opið og fordómalaust með það fyrir augum að draga úr göllunum eins og hægt er. Minna má á að við eigendur Ríkisútvarpsins erum oft tilætlunarsöm og megum líka að vera það. En okkur ber einnig skylda til að gera eitthvað fyrir afmælisbarnið. Annars veslast það bara upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Um daginn var fluttur þáttur á rás eitt í Ríkisútvarpinu um skáldið og prestinn Matthías Jochumsson. Ég var eitthvað að bauka heima hjá mér þegar útvarpsraddir, lágvær söngur og píanóleikur fönguðu athyglina. Úr þessu varð dýrmæt útvarpsstund því þátturinn var svo fræðandi og fallega settur saman. Svona þáttur fyllir mann fögnuði yfir því að vera til og vera hluti af íslenskri sögu. Ekki sakar að vera meðeigandi að þessari stofnun, Ríkisútvarpinu, sem fagnar nú í desember 80 ára afmæli sínu. Heiðurinn að þættinum, og fjölmörgum öðrum frábærum útvarpsþáttum, á dagskrárgerðarfólkið á rás eitt. Þetta er rifjað hér upp til að minna á það sem er vel gert í Ríkisútvarpinu og óska því til hamingju með afmælið. Ríkisútvarpið er fjölmiðill mannúðarstefnu, húmanisma. Einmitt þannig var útvarpsþátturinn um Matthías Jochumsson og þannig var fallegi þátturinn um Reyni Pétur sem sýndur var í sjónvarpinu fyrir fáeinum dögum. Á dögunum fékk Ríkisútvarpið viðurkenningu EBU - Sambands evrópskra útvarpsstöðva - fyrir bestu sjónvarpsfréttaumfjöllun ársins 2010. Viðurkenningin var veitt fyrir fréttaumfjöllun um eldgosið í Eyjafjallajökli og um afleiðingar fjármálahrunsins. Þessi viðurkenning vakti ekki verðskuldaða athygli hér á landi. Það breytir ekki því sem kemur fram í skoðanakönnunum aftur og aftur að Ríkisútvarpið nýtur langmestrar virðingar íslenskra fjölmiðla. Þessi góði árangur byggir umfram allt á þeim starfsháttum sem hafa þróast á Ríkisútvarpinu í 80 ár og á kunnáttu og menntun starfsfólksins. Það þýðir ekki að Ríkisútvarpið sé hafið yfir gagnrýni. Um daginn skrifuðu á annað á annað þúsund manns nafn sitt á lista þar sem mótmælt var „skoðanakúgun undir yfirskini hlutleysis". Margir þekktir rithöfundar fylgdu listanum úr hlaði. Tilefnið var fyrirvaralaus uppsögn pistlahöfundarins Láru Hönnu og fréttamannsins Þórhalls Jósepssonar. Inn í þetta blandaðist einnig pirringur yfir því að Ríkisútvarpið virtist lengi vel ætla algjörlega að hunsa kosningar fyrir stjórnlagaþingið og bera við hlutleysisstefnu. Það er jafnvægislist að stjórna Ríkisútvarpinu og hefur ekki alltaf tekist vel. Það er heldur ekki von. Íslenska flokkapólitíkin lá í áratugi eins og mara yfir útvarpinu, starfsfólki þess og stjórnendum. Það var hlutskipti útvarpsstjóra að reyna að standa vörð um sjálfstæði útvarpsins. Strax í árdaga varð útvarpsráð mjög flokkspólitískt. Ráðið samþykkti í júlí 1931 að fréttamenn og útvarpsstjóri skyldu bera allar fréttir og frásagnir fyrir útvarpsráð sem kynnu að valda gremju eða hneykslun. Útvarpsstjórinn, Jónas Þorbergsson, neitaði að hlíta þessum fyrirmælum en óskaði þess í stað eftir almennum vinnureglum fyrir fréttamenn til að vinna eftir. Síðustu stóru flokkspólitísku atlögunni að sjálfstæði útvarpsins var einnig hrundið af starfsfólki þess árið 2005. Þá neyddi þáverandi formaður útvarpsráðs útvarpsstjórann til að taka mann, sem sáralítið hafði starfað við fréttamennsku, fram yfir nokkra af reyndustu fréttamönnum landsins og skipa hann í stöðu fréttastjóra. Það snerist í höndunum á formanninum en fljótlega eftir það var ákveðið að breyta Ríkisútvarpinu í einkahlutfélag í opinberri eigu. Sú ráðstöfun er umdeild. Útvarpsráð var lagt niður en í stað þess skipar Alþingi stjórn Ríkisútvarpsins ohf., sem virðist eingöngu hafa það hlutverk að fylgjast með rekstrinum. Í Ríkisútvarpinu ohf. hefur útvarpsstjórinn nánast alræðisvald yfir dagskránni og mannaráðningum. Það fyrirkomulag kallar á lóðrétta forstjórastjórnun en gott útvarp byggir fyrst og fremst á láréttu samráði dagskrárgerðarfólks um áherslur, áferð, efnistök og stefnu. Hættan við hina lóðréttu stjórnun er meðal annars sú að hún getur drepið niður frumkvæði starfsfólksins og um leið ánægju þess af starfinu. Önnur hætta sem núverandi fyrirkomulag felur í sér er sú ráðstöfun að afnema afnotagjöld og hafa þess í stað nefskatt. Við það missir Ríkisútvarpið fjárhagslegt sjálfstæði. Alþingi getur tekið sér það vald að ráðskast með þennan skatt nokkurn veginn eins og það vill, jafnvel þótt í lögunum standi að skatturinn sé tekjustofn Ríkisútvarpsins. Alþingi hefur nú lífæð útvarpsins í höndum sér. Hlutafélagavæðing útvarpsins hefur kosti og galla. Nú hlýtur að vera komið að því að ræða það opið og fordómalaust með það fyrir augum að draga úr göllunum eins og hægt er. Minna má á að við eigendur Ríkisútvarpsins erum oft tilætlunarsöm og megum líka að vera það. En okkur ber einnig skylda til að gera eitthvað fyrir afmælisbarnið. Annars veslast það bara upp.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar