Innlent

Framsókn tapar fylgi til VG í Kraganum

MYND/Pjetur

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin halda sínu fylgi í Suðvesturkjördæmi en Framsókn tapar miklu fylgi yfir til vinstri grænna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið.

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur stuðnings ríflega 41 prósents kjósenda og fær fimm þingmenn í kjördæminu. Þá fær Samfylkingin tæplega 28 prósent og fær fjóra þingmenn en síðasti kjördæmakjörni þingmaðurinn er Vinstri - grænn en sá flokkur mælist með 15 prósenta fylgi.

Fylgi Framsóknarflokksins er hins vegar aðeins sjö prósent og því nær Siv Friðleifsdóttir ekki inn á þing samkvæmt könnuninni. Þá mælist Frjálslyndi flokkurinn með fimm prósenta fylgi og Íslandshreyfingin þrjú prósent. Tekið skal fram að tveir jöfnunarmenn eru í kjördæminu og er ekki gert ráð fyrir þeim í könnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×