Lífið

Gott að borða nammi

Leikarinn Mark Wahlberg nýtur þess að borða kexkökur og annað sælgæti. nordicphotos/getty
Leikarinn Mark Wahlberg nýtur þess að borða kexkökur og annað sælgæti. nordicphotos/getty
Leikarinn Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Fighter þar sem hann leikur hnefaleikakappa. Wahlberg þurfti að fylgja ströngu mataræði og stunda líkamsrækt af kappi í heil fjögur ár fyrir hlutverkið.

Eftir frumsýninguna var leikarinn feginn að geta aftur borðað allt það sem hann langaði til. „Ég borða allt þessa dagana. Ég varð háður súkkulaðibitakökum og öðrum sætindum, ég hef nú í raun aldrei borðað mikið af slíku fyrr en núna,“ sagði leikarinn í nýlegu viðtali við tímaritið People.

Eiginkona Wahlbergs var þó ekki jafn ánægð með sælgætisátið. „Hún sagði að fyrst ég væri kominn í svo gott form þá ætti ég ekki að sleppa mér í óhollustunni. En ég þarf að taka mér pásu. Þegar henni lýkur fer ég aftur í ræktina.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.