Karlar kenna konum
Tveir réttir, annar skemmdur
Kosningabarátta vegna kjörs á forseta Íslands stendur í nokkrar vikur á meðan Bandaríkin bjóða upp á baráttu sem byggir upp spennu mánuðum saman. Forsetakjör í Bandaríkjunum hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir heiminn allan. Bandaríski matseðillinn býður hins vegar yfirleitt bara upp á tvo kosti og að þessu sinni er réttur repúblikana skemmdur. Í þessu ljósi er það ekki lítið afrek að ná að halda athygli alls heimsins svo mánuðum skiptir. Það geta síðan varla talist meðmæli með kjósendum að kannanir benda til að úrslit geti orðið tvísýn. Það gæti raunverulega farið svo að Trump verði forseti Bandaríkjanna eins lygilega og það hljómar.
Bandaríkjamenn eiga það eftir að velja sér konu sem forseta. Auðvitað yrði það glæsilegur kafli í sögunni ef arftaki Obama yrði Clinton, fyrst kvenna í þessu embætti. Þrátt fyrir að nú sé nánast öruggt að Clinton fái útnefningu Demókrataflokksins þá hefur Bernie Sanders reynst henni erfiðari en hann hefði átt að vera, t.d. í ljósi þess að hann var ekki fyrr en nýlega í Demókrataflokknum. Hann nýtur ótrúlega mikils stuðnings hjá yngstu kjósendum, stuðningur við hann er skilgreindur sem róttækt val og yfirlýsing um breytingar. Sanders er sannarlega vinstrisinnaðri en Clinton en hann er hins vegar bandarískur sósíalisti sem er dálítið annar handleggur en sósíalisti í Evrópu. Þessi þingmaður Vermont hefur til dæmis ríka samúð með byssueigendum. Í íslensku samhengi myndi pólitík Sanders teljast mátulega róttæk, sennilega í námunda við miðjuna.
Nýr hvítur karlmaður
Clinton og Sanders eru bæði góðir kostir. Og Sanders er dálítið sjarmerandi. Það truflar hins vegar af hvaða ástæðum margir kjósendur styðja Sanders. Hvort þeirra er raunverulega að ryðja veginn? Er svarið við kröfunni um eitthvað nýtt í Washington 74 ára hvítur karlmaður frá Vermont? Stuðningsmenn Sanders og álitsgjafar hafa náð að vinna þeirri hugmynd fylgi að kosning hans yrði róttæk og jafnvel femínískari en að kjósa konu. Þetta afrek minnir á þegar repúblikanar drógu upp mynd af Obama, svörtum syni einstæðrar móður, sem fulltrúa elítunnar af því að hann borðaði rucola-salat.
Mansplaining
Yfirburðir Clinton hvað varðar pólitíska reynslu eru svo miklir að það er útilokað að draga getu hennar í efa. Kannski að það sé einmitt þess vegna sem hún er gagnrýnd fyrir að vera fulltrúi ráðandi hóps og reynslan notuð gegn henni. Líkt og á EM eru frambjóðendur nefnilega ekki bara dæmdir út frá getu á vellinum heldur líka út frá öðrum og óljósari þáttum. Sanders væri í fótboltanum sagður sýna mikinn karakter og vilja.
Árið 2008 kom út ritgerðarsafnið „Men Explain Things to Me“ eftir bandaríska rithöfundinn Rebeccu Solnit þar sem hún fjallar um fyrirbæri sem síðar fékk heitið „mansplaining“. Þar er fjallað um karlmanninn sem útskýrir eitthvað fyrir konu sem veit mun meira um málefnið en hann sjálfur. Hann gefur heimilislækni með flensuna það ráð að drekka mikinn vökva. Hann útskýrir sársauka fæðingar fyrir móður. Hann segir rithöfundi frá bók sem hún skrifaði sjálf. Getur verið að framboð Hillary sé í þessari stöðu þegar framboð Sanders útskýrir femínisma fyrir henni? Þegar eldri karlmaður útskýrir fyrir konu í forsetaframboði í Bandaríkjunum að nú þurfi að velja fulltrúa fólksins? Er það ekki dálítið eins og að einhver sjónvarpsáhorfandi heima í stofu myndi útskýra fyrir Lars hvernig íslenska landsliðið komst á EM?
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Skoðun

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar