Oddný boðar 130 daga plan Þórdís Valsdóttir skrifar 4. júní 2016 07:00 Oddný Harðardóttir sagðist í þakkarræðu bjartsýn fyrir hönd Samfylkingarinnar. Vísir/Anton Brink „Við munum fylgja áætlun sem eru 130 dagar þar sem við tölum við jafnaðarmenn um allt land sem berjast fyrir bættum kjörum eins og við,“ segir Oddný G. Harðardóttir, sem í gær náði kjöri sem formaður Samfylkingarinnar. Oddný hlaut 59,9 prósent atkvæða af þeim 3.787 atkvæðum sem greidd voru í prófkjörinu. Hún tekur við embættinu af Árna Páli Árnasyni sem gegnt hefur því frá árinu 2013. Magnús Orri Schram hafnaði í öðru sæti í kjörinu, Helgi Hjörvar í því þriðja og Guðmundur Ari Sigurjónsson í fjórða. Fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað mikið undanfarin ár. Í nýjustu skoðanakönnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna, sem birt var á fimmtudag, var Samfylkingin mæld með 7,7 prósenta fylgi. Árni Páll sagði í setningarræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar að rekja mætti vanda flokksins til aðstæðna bæði innan lands og utan. Flokkurinn væri fórnarlamb eigin velgengni. Árni Páll kvaðst þakklátur fyrir sína formannstíð. „Ég hef frá hruni, í nærri átta ár, varið flestum vökustundum í glímuna við stærstu spurningar samtímans, vegna þess að þið settuð mig til þeirra verka,“ sagði Árni Páll sem setið hefur á þingi í tæp níu ár. Oddný kveðst bjartsýn fyrir hönd flokksins og segir landsfundinn ákveðinn vendipunkt fyrir hann. „Flokkurinn er að fara í gegnum málefni sín og skerpa á áherslum. Við endurnýjum ekki bara formann og varaformann heldur kemur líka nýtt fólk bæði í stjórn og framkvæmdastjórn,“ segir hún. Að sögn Oddnýjar mun vinnan við það að byggja upp flokkinn hefjast strax á mánudag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Við munum fylgja áætlun sem eru 130 dagar þar sem við tölum við jafnaðarmenn um allt land sem berjast fyrir bættum kjörum eins og við,“ segir Oddný G. Harðardóttir, sem í gær náði kjöri sem formaður Samfylkingarinnar. Oddný hlaut 59,9 prósent atkvæða af þeim 3.787 atkvæðum sem greidd voru í prófkjörinu. Hún tekur við embættinu af Árna Páli Árnasyni sem gegnt hefur því frá árinu 2013. Magnús Orri Schram hafnaði í öðru sæti í kjörinu, Helgi Hjörvar í því þriðja og Guðmundur Ari Sigurjónsson í fjórða. Fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað mikið undanfarin ár. Í nýjustu skoðanakönnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna, sem birt var á fimmtudag, var Samfylkingin mæld með 7,7 prósenta fylgi. Árni Páll sagði í setningarræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar að rekja mætti vanda flokksins til aðstæðna bæði innan lands og utan. Flokkurinn væri fórnarlamb eigin velgengni. Árni Páll kvaðst þakklátur fyrir sína formannstíð. „Ég hef frá hruni, í nærri átta ár, varið flestum vökustundum í glímuna við stærstu spurningar samtímans, vegna þess að þið settuð mig til þeirra verka,“ sagði Árni Páll sem setið hefur á þingi í tæp níu ár. Oddný kveðst bjartsýn fyrir hönd flokksins og segir landsfundinn ákveðinn vendipunkt fyrir hann. „Flokkurinn er að fara í gegnum málefni sín og skerpa á áherslum. Við endurnýjum ekki bara formann og varaformann heldur kemur líka nýtt fólk bæði í stjórn og framkvæmdastjórn,“ segir hún. Að sögn Oddnýjar mun vinnan við það að byggja upp flokkinn hefjast strax á mánudag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira