PETA mótmælir á hluthafafundi Hermes Ritstjórn skrifar 4. júní 2016 11:00 Þessar konur á vegum PETA mótmæla fyrir utan Hermes verslun. Mynd/Getty Dýraverndunarsamktökin PETA fara óhefðbundnar leiðir til þess að koma málstað sínum á framfæri. Í þetta sinn keyptu þau hlutabréf í tískuhúsinu Hermes en það var gert til þess að hafa aðgang að hluthafafundum fyrirtækisins en fyrr í vikunni mættu þau og létu í sér heyra. Á fundinum kröfðu þau forstjóra fyrirtækisins, Axel Dumas, um svör varðandi notkun leðurs og felds úr framandi dýrum í töskum þeirra. Dumas gaf þó lítið fyrir og svaraði einfaldlega að þau væru með ólíkar skoðanir á hvað væri rétt í þessum málum og að þau fylgja öllum settum reglum hvað varðar vinnslu leðurs úr dýrunum. Ein vinsælasta og verðmætasta taska heims, Birkin taskan, er framleidd af Hermes og er kennd við Jane Birkin. PETA hefur lagt mikla áherslu á að mótmæla framleiðslu Birkin töskunar en hún er iðulega gerð úr krókódílaleðri. Vegna mikillar gagnrýni frá PETA krafðist Jane Birkin þess af Hermes að ítarleg rannsókn yrði gerð á hvernig taskan er framleidd annars mundi hún óska eftir því að taskan væri ekki lengur seld í hennar nafni. Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Stjörnurnar á Hrekkjavöku Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Stjörnurnar elska RMS Glamour Vor í lofti Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Lifandi gínur í sumarfjöri Gottu Glamour
Dýraverndunarsamktökin PETA fara óhefðbundnar leiðir til þess að koma málstað sínum á framfæri. Í þetta sinn keyptu þau hlutabréf í tískuhúsinu Hermes en það var gert til þess að hafa aðgang að hluthafafundum fyrirtækisins en fyrr í vikunni mættu þau og létu í sér heyra. Á fundinum kröfðu þau forstjóra fyrirtækisins, Axel Dumas, um svör varðandi notkun leðurs og felds úr framandi dýrum í töskum þeirra. Dumas gaf þó lítið fyrir og svaraði einfaldlega að þau væru með ólíkar skoðanir á hvað væri rétt í þessum málum og að þau fylgja öllum settum reglum hvað varðar vinnslu leðurs úr dýrunum. Ein vinsælasta og verðmætasta taska heims, Birkin taskan, er framleidd af Hermes og er kennd við Jane Birkin. PETA hefur lagt mikla áherslu á að mótmæla framleiðslu Birkin töskunar en hún er iðulega gerð úr krókódílaleðri. Vegna mikillar gagnrýni frá PETA krafðist Jane Birkin þess af Hermes að ítarleg rannsókn yrði gerð á hvernig taskan er framleidd annars mundi hún óska eftir því að taskan væri ekki lengur seld í hennar nafni.
Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Stjörnurnar á Hrekkjavöku Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Stjörnurnar elska RMS Glamour Vor í lofti Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Lifandi gínur í sumarfjöri Gottu Glamour