Innlent

Samið við Kína um fríverslun

Ísland verður að öllum líkindum fyrsta ríkið í Evrópu sem mun gera fríverslunarsamning við Kína. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag milli landanna sem er undanfari fríverslunarviðræðna. Í samkomulaginu er yfirlýsing um að Ísland viðurkenni stöðu Kína sem markaðshagkerfi en í því felst að Ísland muni ekki beita auknum heimildum til verndaraðgerða gegn kínverskum innflutningi sem veittar voru í aðildarsamningi Kína að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO) á sínum tíma. Ísland hefur almennt gert fríverslunarsamninga innan samstarfs EFTA-ríkjanna, með Sviss, Noregi og Lichtenstein. Í þessu tilviki er hins vegar um tvíhliða samkomulag Íslands og Kína að ræða og verður rætt innan EFTA um hugsanlega aðkomu hinna EFTA-ríkjanna á síðari stigum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×