San Antonio 2 - Seattle 1 13. október 2005 19:12 Það má með sanni segja að San Antonio hafi í raun fallið á eigin bragði þegar þeir töpuðu fyrir liði Seattle Supersonics á útivelli í nótt, 92-91. Tim Duncan hitti ekki úr upplögðu færi á lokasekúndu leiksins sem hefði tryggt Spurs 3-0 forystu í einvíginu, en það var ekki síðasta skotið sem felldi Spurs í nótt. San Antonio hitti aðeins úr átta af sextán vítaskotum í lokafjórðungnum í nótt og það varð þeim dýrt. Þeir Ray Allen og Rashard Lewis, sem eru alla jafna aðal skorarar liðsins, skoruðu hvorugur körfu utan af velli í fjórða leikhlutanum, en Spurs náðu ekki að nýta sér það og nú getur Seattle jafnað metin í einvíginu í næsta leik. "Þeir voru grimmari en við í fyrstu tveimur leikjunum, en í kvöld snerist það algerlega við, enda eins gott. Enginn vill lenda undir 3-0. Ef maður ætlar að vinna San Antonio verður hver einasti maður að berjast á hæl og hnakka og reyna að stöðva hraðaupphlaup þeirra. Það tókst okkur í kvöld," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við töpuðum þessum leik á vítalínunni," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Eftir að liðin höfðu tekið sitthvora rispuna í fyrri hálfleik, var allt í járnum í hinum síðari og því var spennan rafmögnuð á lokamínútunum. "Ég náði að koma mér í fína stöðu, náði ágætis skoti, en því miður féll það ekki fyrir mig í þetta sinn," sagði Tim Duncan vonsvikinn eftir að skottilraun hans á lokasekúndunum klikkaði. "Þeir voru mjög grimmir í kvöld, enda ákveðin örvænting í þeim að lenda ekki 3-0 undir. Þetta var ansi fast spilaður leikur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio, sem fékk meðal annars tvö olnbogaskot í andlitið í leiknum. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 23 stig (11 frák, 4 varin), Tony Parker 18 stig (8 stoðs), Manu Ginobili 18 stig (6 frák), Robert Horry 11 stig, Nazr Mohammed 7 stig, Brent Barry 7 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 20 stig ( 7 frák, 7 stoðs. Hitti úr 6 af 23 skotum), Antonio Daniels 18 stig (8 frák), Jerome James 15 stig (hitti úr öllum 7 skotum sínum), Rashard Lewis 12 stig (10 frák), Nick Collison 10 stig (6 frák). NBA Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira
Það má með sanni segja að San Antonio hafi í raun fallið á eigin bragði þegar þeir töpuðu fyrir liði Seattle Supersonics á útivelli í nótt, 92-91. Tim Duncan hitti ekki úr upplögðu færi á lokasekúndu leiksins sem hefði tryggt Spurs 3-0 forystu í einvíginu, en það var ekki síðasta skotið sem felldi Spurs í nótt. San Antonio hitti aðeins úr átta af sextán vítaskotum í lokafjórðungnum í nótt og það varð þeim dýrt. Þeir Ray Allen og Rashard Lewis, sem eru alla jafna aðal skorarar liðsins, skoruðu hvorugur körfu utan af velli í fjórða leikhlutanum, en Spurs náðu ekki að nýta sér það og nú getur Seattle jafnað metin í einvíginu í næsta leik. "Þeir voru grimmari en við í fyrstu tveimur leikjunum, en í kvöld snerist það algerlega við, enda eins gott. Enginn vill lenda undir 3-0. Ef maður ætlar að vinna San Antonio verður hver einasti maður að berjast á hæl og hnakka og reyna að stöðva hraðaupphlaup þeirra. Það tókst okkur í kvöld," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við töpuðum þessum leik á vítalínunni," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Eftir að liðin höfðu tekið sitthvora rispuna í fyrri hálfleik, var allt í járnum í hinum síðari og því var spennan rafmögnuð á lokamínútunum. "Ég náði að koma mér í fína stöðu, náði ágætis skoti, en því miður féll það ekki fyrir mig í þetta sinn," sagði Tim Duncan vonsvikinn eftir að skottilraun hans á lokasekúndunum klikkaði. "Þeir voru mjög grimmir í kvöld, enda ákveðin örvænting í þeim að lenda ekki 3-0 undir. Þetta var ansi fast spilaður leikur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio, sem fékk meðal annars tvö olnbogaskot í andlitið í leiknum. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 23 stig (11 frák, 4 varin), Tony Parker 18 stig (8 stoðs), Manu Ginobili 18 stig (6 frák), Robert Horry 11 stig, Nazr Mohammed 7 stig, Brent Barry 7 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 20 stig ( 7 frák, 7 stoðs. Hitti úr 6 af 23 skotum), Antonio Daniels 18 stig (8 frák), Jerome James 15 stig (hitti úr öllum 7 skotum sínum), Rashard Lewis 12 stig (10 frák), Nick Collison 10 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira