Úrhelli og flóð af völdum Dennis á Bretlandseyjum Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2020 14:15 Kona reynir að hemja regnhlíf í óveðrinu í Bournemouth á Englandi. Vísir/EPA Mánaðarúrkoma féll í sunnanverðu Wales á tveimur sólarhringum um helgina af völdum stormsins Dennis. Varað hefur verið við lífshættulegum flóðum á svæðinu og samgöngur hafa lamast víðar um Bretland. Alls eru 594 viðvaranir vegna flóða í gildi á Englandi og hafa þær aldrei verið fleiri á einum degi, að sögn The Guardian. Í Suður-Wales er varað við flóðum sem geta verið lífshættuleg mönnum á tveimur stöðum. Veðurstofan gaf út rauða veðurviðvörun vegna úrkomu í fyrsta skipti í fimm ár. Rauði krossinn hefur varað fólk við að gera ráð fyrir því versta þegar flóð ná hámarki á næstu dögum. „Búist er við að stormarnir haldi áfram og að vatnsstaðan nái hámarki á mánudag og þriðjudag. Það er mikilvægt að fólk sé búið undir það versta,“ segir Georgie Timmins, neyðarfulltrúi breska Rauða krossins. Veðurstofa Bretlands segir að tæpir 133 millímetrar regns hafi mælst í Cray-verndarsvæðinu í Powys í Suður-Wales frá klukkan sjö á föstudagssmorgun til klukkan átta á sunnudagsmorgun. Meðalúrkoma í Wales í febrúarmánuði er 110,8 millímetrar. Spáð er áframhaldandi úrkomu á Englandi og Wales í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þegar sé unnið að því að bjarga íbúum í Powys eftir að vatn flæddi inn í hús þeirra. Yfirvöld í suðurhluta Wales og í Herefordskíri á Englandi hafa lýst yfir viðbúnaðarstigi vegna flóða og aurskriðna. Bretland Tengdar fréttir Allt að þrjátíu metra háar öldur á Norður-Atlantshafi Samgöngur eru þegar farnar úr skorðum á Bretlandseyjum vegna lægðarinnar Dennis sem stefnir þangað. 15. febrúar 2020 11:37 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Mánaðarúrkoma féll í sunnanverðu Wales á tveimur sólarhringum um helgina af völdum stormsins Dennis. Varað hefur verið við lífshættulegum flóðum á svæðinu og samgöngur hafa lamast víðar um Bretland. Alls eru 594 viðvaranir vegna flóða í gildi á Englandi og hafa þær aldrei verið fleiri á einum degi, að sögn The Guardian. Í Suður-Wales er varað við flóðum sem geta verið lífshættuleg mönnum á tveimur stöðum. Veðurstofan gaf út rauða veðurviðvörun vegna úrkomu í fyrsta skipti í fimm ár. Rauði krossinn hefur varað fólk við að gera ráð fyrir því versta þegar flóð ná hámarki á næstu dögum. „Búist er við að stormarnir haldi áfram og að vatnsstaðan nái hámarki á mánudag og þriðjudag. Það er mikilvægt að fólk sé búið undir það versta,“ segir Georgie Timmins, neyðarfulltrúi breska Rauða krossins. Veðurstofa Bretlands segir að tæpir 133 millímetrar regns hafi mælst í Cray-verndarsvæðinu í Powys í Suður-Wales frá klukkan sjö á föstudagssmorgun til klukkan átta á sunnudagsmorgun. Meðalúrkoma í Wales í febrúarmánuði er 110,8 millímetrar. Spáð er áframhaldandi úrkomu á Englandi og Wales í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þegar sé unnið að því að bjarga íbúum í Powys eftir að vatn flæddi inn í hús þeirra. Yfirvöld í suðurhluta Wales og í Herefordskíri á Englandi hafa lýst yfir viðbúnaðarstigi vegna flóða og aurskriðna.
Bretland Tengdar fréttir Allt að þrjátíu metra háar öldur á Norður-Atlantshafi Samgöngur eru þegar farnar úr skorðum á Bretlandseyjum vegna lægðarinnar Dennis sem stefnir þangað. 15. febrúar 2020 11:37 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Allt að þrjátíu metra háar öldur á Norður-Atlantshafi Samgöngur eru þegar farnar úr skorðum á Bretlandseyjum vegna lægðarinnar Dennis sem stefnir þangað. 15. febrúar 2020 11:37