Maradona kleip Jónu í rassinn: „Hvurn djöfulinn heldur þú að þú sért að gera?“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2020 11:00 „Þeir voru snælduvitlausir,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Blönduósi, um kynni sín af Diego Maradona og félögum í argentínska landsliðinu sem hún hitti í Berlín á sínum tíma. Jóna Fanney ræddi óskemmtileg kynni sín af Maradona í viðtali við Felix Bergsson í þættinum Fram og til baka á Rás 2. Hún bjó á þeim tíma í Berlín og starfaði meðfram námi á Kempinski-hótelinu, sem líklega er þekktast fyrir að vera hótelið þar sem að Michael Jackson var þegar hann vippaði barni sínu yfir svalahandriði til að sýna fólki. Jóna Fanney hitti margt þekkt fólk á hótelinu þar sem hún þjónaði í einkasamkvæmum, og eitt kvöldið komu Maradona og félagar eftir að hafa tapað fyrir Vestur-Þýskalandi á fjögurra þjóða móti um páskana 1988. Jóna Fanney Friðriksson hafði engan húmor fyrir hegðun Argentínumannsins. „Þeir voru í einu herbergi þarna, og ég og vinkona mín vorum að þjóna til borðs. Þeir voru snælduvitlausir. Þetta var árið 1988 og þeir höfðu tapað leik gegn Vestur-Þjóðverjum, 1-0 held ég. Þegar ég kom inn í herbergið hugsaði ég með mér hvort ég væri á leikskóla eða hvað væri í gangi hérna. Þeir voru að kasta brauðmolum í hver annan, með lappirnar uppi á borðum, og allt í rústi þarna inni. Þetta var bara fáránlegt,“ sagði Jóna Fanney. Maradona, sem sumir telja besta knattspyrnumann allra tíma, virðist hafa hagað sér verst. „Maradona var þarna og fékk einhvern sérstakan áhuga á mér. Og það endaði með því að, já, gott fólk, hann kleip mig í rassinn,“ sagði Jóna Fanney, nokkuð létt í bragði þó að henni hafi alls ekki líkað athæfi Argentínumannsins, og grínaðist með Felix þegar hann spurði í glettni hvort hér væri komin fram ný metoo-saga: „Já, hér kemur bara metoo-saga og ég hef aldrei borið þess bætur. Nei... Ég tók hendina á honum og ýtti honum svona frá, og sagði „hvurn djöfulinn heldur þú að þú sért að gera drengur?“ Svo strunsaði ég út og sagðist ekki myndu fara inn í þetta herbergi meira,“ sagði Jóna Fanney, og bætti við: „Einhvern tímann löngu síðar var ég að tala um þetta við vinkonur mínar og þeim fannst þetta bara „vá, Maradona kleip Jónu í rassinn.“ Mér fannst þetta ekki fyndið og neitaði að „servera“ þá meira.“ Argentína MeToo Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
„Þeir voru snælduvitlausir,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Blönduósi, um kynni sín af Diego Maradona og félögum í argentínska landsliðinu sem hún hitti í Berlín á sínum tíma. Jóna Fanney ræddi óskemmtileg kynni sín af Maradona í viðtali við Felix Bergsson í þættinum Fram og til baka á Rás 2. Hún bjó á þeim tíma í Berlín og starfaði meðfram námi á Kempinski-hótelinu, sem líklega er þekktast fyrir að vera hótelið þar sem að Michael Jackson var þegar hann vippaði barni sínu yfir svalahandriði til að sýna fólki. Jóna Fanney hitti margt þekkt fólk á hótelinu þar sem hún þjónaði í einkasamkvæmum, og eitt kvöldið komu Maradona og félagar eftir að hafa tapað fyrir Vestur-Þýskalandi á fjögurra þjóða móti um páskana 1988. Jóna Fanney Friðriksson hafði engan húmor fyrir hegðun Argentínumannsins. „Þeir voru í einu herbergi þarna, og ég og vinkona mín vorum að þjóna til borðs. Þeir voru snælduvitlausir. Þetta var árið 1988 og þeir höfðu tapað leik gegn Vestur-Þjóðverjum, 1-0 held ég. Þegar ég kom inn í herbergið hugsaði ég með mér hvort ég væri á leikskóla eða hvað væri í gangi hérna. Þeir voru að kasta brauðmolum í hver annan, með lappirnar uppi á borðum, og allt í rústi þarna inni. Þetta var bara fáránlegt,“ sagði Jóna Fanney. Maradona, sem sumir telja besta knattspyrnumann allra tíma, virðist hafa hagað sér verst. „Maradona var þarna og fékk einhvern sérstakan áhuga á mér. Og það endaði með því að, já, gott fólk, hann kleip mig í rassinn,“ sagði Jóna Fanney, nokkuð létt í bragði þó að henni hafi alls ekki líkað athæfi Argentínumannsins, og grínaðist með Felix þegar hann spurði í glettni hvort hér væri komin fram ný metoo-saga: „Já, hér kemur bara metoo-saga og ég hef aldrei borið þess bætur. Nei... Ég tók hendina á honum og ýtti honum svona frá, og sagði „hvurn djöfulinn heldur þú að þú sért að gera drengur?“ Svo strunsaði ég út og sagðist ekki myndu fara inn í þetta herbergi meira,“ sagði Jóna Fanney, og bætti við: „Einhvern tímann löngu síðar var ég að tala um þetta við vinkonur mínar og þeim fannst þetta bara „vá, Maradona kleip Jónu í rassinn.“ Mér fannst þetta ekki fyndið og neitaði að „servera“ þá meira.“
Argentína MeToo Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira