Opinbera rannsókn á endurskoðendum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. desember 2010 06:00 Þáttur endurskoðenda í bankahruninu er að stórum hluta óuppgerður. Endurskoðendur bankanna hafa verið gagnrýndir harðlega en saknæmt athæfi þeirra hefur ekki verið sannað. Álitshnekkirinn fyrir þessa stétt, sem á að vera ábyrg og grandvör, er hins vegar nokkur nú þegar. Hlutur endurskoðenda var eitt þeirra mála sem rannsóknarnefnd Alþingis vísaði áfram til saksóknara. Nefndin taldi að endurskoðendur hefðu ekki sinnt skyldum sínum nægilega við endurskoðun reikningsskila bankanna 2007 og hálfsársuppgjöra þeirra 2008, meðal annars hvað varðar rannsókn þeirra og mat á virði útlána til stærstu viðskiptavina, meðferð á hlutabréfaeign starfsmanna og fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækja til kaupa á hlutabréfum í sjálfum sér. Þá hefðu þeir látið hjá líða að gera Fjármálaeftirlitinu viðvart um ágalla í rekstri bankanna sem veiktu fjárhag þeirra. Í skýrslu þingmannanefndar um viðbrögð við rannsóknarskýrslunni fengu endurskoðendur nýja dembu og voru meðal annars sakaðir um að bera „mikla ábyrgð á að slæmir viðskiptahættir bankanna og vanvirðing við lög og reglur hafi fengið að viðgangast". Nefndin lagði til að löggjöf um endurskoðendur yrði endurskoðuð, að undangenginni „ítarlegri úttekt" sem viðskiptanefnd Alþingis á að beita sér fyrir. Slitastjórn Glitnis hefur stefnt endurskoðendum bankans, PWC, fyrir dóm í New York ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptafélögum hans. Þá hafa slitastjórn og skilanefnd Landsbankans boðað skaðabótamál á hendur sama endurskoðunarfyrirtæki. Erlendir sérfræðingar hafa unnið skýrslur á vegum sérstaks saksóknara, sem sagt hefur verið frá undanfarið, annars vegar um Glitni og hins vegar um Landsbankann. Þar er enn hert á gagnrýninni á endurskoðendurna. Áfram er það PWC sem verður fyrir gagnrýninni, en ekki er útilokað að enn eigi skýrsla um störf KPMG fyrir Kaupþing eftir að líta dagsins ljós. Viðbrögð endurskoðunarfyrirtækjanna hafa til þessa verið fremur rýr í roðinu. Stjórn Félags löggiltra endurskoðenda hefur þó ályktað að mikilvægt sé að fram fari rannsókn opinberra aðila á því hvort endurskoðunarfyrirtæki bankanna hafi sinnt starfi sínu „af kostgæfni og samviskusemi og farið að þeim lögum og endurskoðunarstöðlum sem gilda um störf þeirra". Stjórnin tók fram að áður en slík rannsókn hefði farið fram væri ekki hægt að kveða upp úr um hvort endurskoðendurnir hefðu brugðizt skyldum sínum. Þetta er rétt hjá stjórn FLE. Hins vegar geta endurskoðunarfyrirtæki, eins og önnur fyrirtæki, tapað trausti jafnvel þótt þau hafi ekki aðhafzt neitt saknæmt. Það dugir ekki að vísa til ábyrgðar stjórnenda bankanna eins og PWC á Íslandi hefur gert. Spurningin er hvort endurskoðendurnir hafi spilað með í þeirri geggjun sem við vitum nú að ríkti í íslenzka bankakerfinu undir lokin. Hið virta alþjóðlega endurskoðunarfyrirtæki Arthur Andersen fór með í fallinu þegar Enron-spilaborgin hrundi. Þá kom fyrir ekki, þótt stjórnendur fyrirtækisins væru að lokum sýknaðir af lögbrotum í Hæstarétti Bandaríkjanna. Orðsporið var ónýtt. Meðal annars í því ljósi er rétt ákvörðun hjá PWC að bíða ekki niðurstaðna opinberrar rannsóknar, heldur að byrja að gera hreint fyrir sínum dyrum með því að svara þeim ávirðingum í garð fyrirtækisins sem hafa komið fram að undanförnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þáttur endurskoðenda í bankahruninu er að stórum hluta óuppgerður. Endurskoðendur bankanna hafa verið gagnrýndir harðlega en saknæmt athæfi þeirra hefur ekki verið sannað. Álitshnekkirinn fyrir þessa stétt, sem á að vera ábyrg og grandvör, er hins vegar nokkur nú þegar. Hlutur endurskoðenda var eitt þeirra mála sem rannsóknarnefnd Alþingis vísaði áfram til saksóknara. Nefndin taldi að endurskoðendur hefðu ekki sinnt skyldum sínum nægilega við endurskoðun reikningsskila bankanna 2007 og hálfsársuppgjöra þeirra 2008, meðal annars hvað varðar rannsókn þeirra og mat á virði útlána til stærstu viðskiptavina, meðferð á hlutabréfaeign starfsmanna og fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækja til kaupa á hlutabréfum í sjálfum sér. Þá hefðu þeir látið hjá líða að gera Fjármálaeftirlitinu viðvart um ágalla í rekstri bankanna sem veiktu fjárhag þeirra. Í skýrslu þingmannanefndar um viðbrögð við rannsóknarskýrslunni fengu endurskoðendur nýja dembu og voru meðal annars sakaðir um að bera „mikla ábyrgð á að slæmir viðskiptahættir bankanna og vanvirðing við lög og reglur hafi fengið að viðgangast". Nefndin lagði til að löggjöf um endurskoðendur yrði endurskoðuð, að undangenginni „ítarlegri úttekt" sem viðskiptanefnd Alþingis á að beita sér fyrir. Slitastjórn Glitnis hefur stefnt endurskoðendum bankans, PWC, fyrir dóm í New York ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptafélögum hans. Þá hafa slitastjórn og skilanefnd Landsbankans boðað skaðabótamál á hendur sama endurskoðunarfyrirtæki. Erlendir sérfræðingar hafa unnið skýrslur á vegum sérstaks saksóknara, sem sagt hefur verið frá undanfarið, annars vegar um Glitni og hins vegar um Landsbankann. Þar er enn hert á gagnrýninni á endurskoðendurna. Áfram er það PWC sem verður fyrir gagnrýninni, en ekki er útilokað að enn eigi skýrsla um störf KPMG fyrir Kaupþing eftir að líta dagsins ljós. Viðbrögð endurskoðunarfyrirtækjanna hafa til þessa verið fremur rýr í roðinu. Stjórn Félags löggiltra endurskoðenda hefur þó ályktað að mikilvægt sé að fram fari rannsókn opinberra aðila á því hvort endurskoðunarfyrirtæki bankanna hafi sinnt starfi sínu „af kostgæfni og samviskusemi og farið að þeim lögum og endurskoðunarstöðlum sem gilda um störf þeirra". Stjórnin tók fram að áður en slík rannsókn hefði farið fram væri ekki hægt að kveða upp úr um hvort endurskoðendurnir hefðu brugðizt skyldum sínum. Þetta er rétt hjá stjórn FLE. Hins vegar geta endurskoðunarfyrirtæki, eins og önnur fyrirtæki, tapað trausti jafnvel þótt þau hafi ekki aðhafzt neitt saknæmt. Það dugir ekki að vísa til ábyrgðar stjórnenda bankanna eins og PWC á Íslandi hefur gert. Spurningin er hvort endurskoðendurnir hafi spilað með í þeirri geggjun sem við vitum nú að ríkti í íslenzka bankakerfinu undir lokin. Hið virta alþjóðlega endurskoðunarfyrirtæki Arthur Andersen fór með í fallinu þegar Enron-spilaborgin hrundi. Þá kom fyrir ekki, þótt stjórnendur fyrirtækisins væru að lokum sýknaðir af lögbrotum í Hæstarétti Bandaríkjanna. Orðsporið var ónýtt. Meðal annars í því ljósi er rétt ákvörðun hjá PWC að bíða ekki niðurstaðna opinberrar rannsóknar, heldur að byrja að gera hreint fyrir sínum dyrum með því að svara þeim ávirðingum í garð fyrirtækisins sem hafa komið fram að undanförnu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun