Sænska knattspyrnufélagið Ljungskile tilkynnti í dag um ráðningu á nýjum þjálfara. Guðmundur Ingi Magnússon var ráðinn í starfið en Ljungskile féll úr sænsku úrvalsdeildinni fyrir skömmu.
Guðmundur er 44 ára en hann varð Íslandsmeistari með Víkingi 1991. Hann hefur lengi búið í Svíþjóð og þjálfaði 4. deildarliðið Tibro á síðustu leiktíð.
Hann náði eftirtektarverðum árangri sem þjálfari Skövde AIK þar á undan en hann kom liðinu upp um þrjár deildir á jafnmörgum árum.