Innlent

Fríverslun við Kína í burðarliðnum

Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag milli landana sem er undanfari fríverslunarviðræðna. Áætlað er að gera hagkvæmniskönnun til að undirbúa fríverslunarsamning og er Ísland fyrsta ríkið í Evrópu sem Kína gerir slíkan samning við. Í hagkvæmniskönnununinni verður safnað saman upplýsingum um viðskiptahagsmuni, lagaumhverfi og fjárfestingar- og þjónustumöguleika sem skipta máli fyrir væntanlegar samningaviðræður á milli landanna. Aðildarsamningur Kína við Alþjóðaviðskiptastofnunina veitir auknar heimildir til verndaraðgerða gegn kínverskum innflutningi en samkvæmt þessu nýja samkomulagi ætlar Ísland ekki að beita þeim heimildum heldur hefur áfram sömu heimildir og gagnvart öllum öðrum aðildarríkjum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Í gildi eru fríverslunarsamningar Íslands við EFTA-ríkin Sviss, Noreg og Liechtenstein en nýi samningurinn við Kína er einfaldlega tvíhliða samningur tveggja ríkja. Rætt verður um hugsanlega aðkomu hinna EFTA-ríkjanna á síðari stigum samningaviðræðna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×