Útvarpsstjóri fékk 78% meiri launahækkun en forstjóri Flugstoða 25. október 2007 16:37 Páll Magnússon er með 600 þúsund krónum meira á mánuði en Þorgeir Pálsson. SAMSETT MYND Á meðan laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra hækkuðu um 87,5% þegar Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag hækkuðu laun Þorgeirs Pálssonar, forstjóra Flugstoða, um 9,75% þegar það sama var gert við Flugmálastjórn. Páll er með sex hundruð þúsund krónum hærri mánaðarlaun en Þorgeir. Áður en Ríkisútvarpið varð að opinberu hlutafélagi heyrðu launakjör Páls Magnússonar undir Kjararáð. Þar var hann með um 800 þúsund krónur á mánuði. Þegar RÚV varð opinbert hlutafélag hækkuðu laun hans hins vegar skyndilega í 1,5 milljón á mánuði, launahækkun upp á 87,5%. Páll sagði á dögunum í samtali við Vísi að hann teldi laun sín eðlileg miðað við stjórnendur í meðalstórum fyrirtækjum. Þorgeir Pálsson fékk hins vegar ekki jafn hressilega launahækkun og Páll þegar Flugumferðastjórn varð að opinberu hlutafélagi undir nafninu Flugstoðir. Þorgeir var betur settur en Páll áður en fyrirtækin urðu opinber hlutafélög. Þá var hann með 820 þúsund, tuttugu þúsund meira en Páll. Eftir opinberu hlutafélagavæðinguna hækkuðu laun Þorgeirs upp í 900 þúsund eða um 9,75%. Þetta kom fram í svari Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, starfandi upplýsingafulltrúa Flugstoða, við fyrirspurn Vísis um laun Þorgeirs forstjóra. Þess ber að geta að það tók Hrafnhildi aðeins nokkra daga að svara fyrirspurn Vísis um laun Þorgeirs Pálssonar. Ómar Benediktsson, stjórnarformaður RÚV ohf, neitaði fyrst að upplýsa um laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra þegar Vísir spurðist fyrir um þau en gaf sig loks eftir að neitun hans hafði verið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingalög. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Á meðan laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra hækkuðu um 87,5% þegar Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag hækkuðu laun Þorgeirs Pálssonar, forstjóra Flugstoða, um 9,75% þegar það sama var gert við Flugmálastjórn. Páll er með sex hundruð þúsund krónum hærri mánaðarlaun en Þorgeir. Áður en Ríkisútvarpið varð að opinberu hlutafélagi heyrðu launakjör Páls Magnússonar undir Kjararáð. Þar var hann með um 800 þúsund krónur á mánuði. Þegar RÚV varð opinbert hlutafélag hækkuðu laun hans hins vegar skyndilega í 1,5 milljón á mánuði, launahækkun upp á 87,5%. Páll sagði á dögunum í samtali við Vísi að hann teldi laun sín eðlileg miðað við stjórnendur í meðalstórum fyrirtækjum. Þorgeir Pálsson fékk hins vegar ekki jafn hressilega launahækkun og Páll þegar Flugumferðastjórn varð að opinberu hlutafélagi undir nafninu Flugstoðir. Þorgeir var betur settur en Páll áður en fyrirtækin urðu opinber hlutafélög. Þá var hann með 820 þúsund, tuttugu þúsund meira en Páll. Eftir opinberu hlutafélagavæðinguna hækkuðu laun Þorgeirs upp í 900 þúsund eða um 9,75%. Þetta kom fram í svari Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, starfandi upplýsingafulltrúa Flugstoða, við fyrirspurn Vísis um laun Þorgeirs forstjóra. Þess ber að geta að það tók Hrafnhildi aðeins nokkra daga að svara fyrirspurn Vísis um laun Þorgeirs Pálssonar. Ómar Benediktsson, stjórnarformaður RÚV ohf, neitaði fyrst að upplýsa um laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra þegar Vísir spurðist fyrir um þau en gaf sig loks eftir að neitun hans hafði verið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingalög.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira