Sjáðu þrennur Serge Gnabry og Georginio Wijnaldum Arnar Björnsson skrifar 20. nóvember 2019 22:45 Wijnaldum fagnar þrennunni. vísir/getty Þjóðverjar og Hollendingar voru saman í C-riðlinum og voru bæði örugg um komast í lokakeppnina. Þjóðverjar mættu Norður Írum í Frankfurt, Þjóðverjar unnu fyrri leikinn 2-0 á Norður Írlandi. Gestirnir byrjuðu með látum og Michael Smith skoraði með þrumuskoti af löngu færi. Þjóðverjar jöfnuðu metin á 19. mínútu, Jonas Hector sendi inn í vítateiginn og Serge Gnabry skoraði, frábær afgreiðsla hjá Arsenal-manninum fyrrverandi sem núna spilar með Bayern Munchen. Þeir félagar komu við sögu skömmu fyrir leikhlé, Hector sendi á Gnabry sem hitti ekki boltann en Leon Goretzka, samherji Gnabry hjá Bayern sá til þess að Þjóðverjar voru 2-1 yfir í hálfleik. Gnabry skoraði annað mark sitt þegar seinni hálfleikurinn var nýhafinn, eftir sendingu Lukas Klostermann, varnarmanni Leipzig. Gnabry skoraði þriðja mark sitt á 59. mínútu, strákurinn byrjar landsliðsferilinn með glæsibrag, þetta var þrettánda mark hans í jafnmörgum leikjum. Leon Goretzka skoraði fimmta markið með glæsilegu langskoti í bláhornið, annað mark hans í leiknum. Julian Brandt, leikmaður Borussia Dortmund, skoraði síðasta markið í uppbótartíma. Þjóðverjar unnu 6-1, unnu sjö af átta leikjum sínum í riðlinum, skoruðu 30 mörk en fengu á sig 7 og urðu í 1. sæti í riðlinum með 21 stig, tveimur stigum á undan Hollendingum. Klippa: Sportpakkinn: Þrennur Gnabry og Wijnaldum Eina tap Þjóðverja kom gegn Hollendingum í Hamborg, þá unnu Hollendingar 4-2. Georginio Wijnaldum skoraði þá fjórða og síðasta markið. Hann var í stuði gegn Eistlandi í gærkvöldi, skoraði fyrsta markið á 6. minútu, skallaði sendingu Quincy Promes í markið. Annað skallamark kom Hollendingum í 2-0. Nathan Aké varnarmaður Bournemouth skoraði á 18. mínútu. Memphis Depay sá um stoðsendinguna, þetta var hans áttunda í keppninni, enginn skilaði fleiri stoðsendingum en Lyon-maðurinn. Um miðjan seinni hálfleikinn pressuðu Hollendingar, varnarmenn Eista klúðruðu boltanum og Wijnaldum skoraði annað mark sitt. Wynaldum var með fyrirliðabandið í fjarveru félaga síns í Liverpool, Virgil van Dijk sem var meiddur og hann skoraði fjórða markið 12 mínútum fyrir leikslok. Líkt og í markinu á undan átti hinn tvítugi Calvin Stengs stoðsendinguna í sínum 1. landsleik. Samherji hans í AZ Alkmaar, hinn 18 ára Myron Boadu, skoraði fimmta og síðasta markið, líkt og Stengs lék hann sinn 1. landsleik í gærkvöldi. Hollendingar komust ekki í úrslit á síðasta Evrópumeistaramóti en þeir hafa einu sinni hrósað sigri. 1988 skoruðu Marco van Basten og Ruud Gullit í 2-0 sigri Hollendinga á Sovétmönnum í úrslitaleik á Olympíuleikvanginum í München. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Sjá meira
Þjóðverjar og Hollendingar voru saman í C-riðlinum og voru bæði örugg um komast í lokakeppnina. Þjóðverjar mættu Norður Írum í Frankfurt, Þjóðverjar unnu fyrri leikinn 2-0 á Norður Írlandi. Gestirnir byrjuðu með látum og Michael Smith skoraði með þrumuskoti af löngu færi. Þjóðverjar jöfnuðu metin á 19. mínútu, Jonas Hector sendi inn í vítateiginn og Serge Gnabry skoraði, frábær afgreiðsla hjá Arsenal-manninum fyrrverandi sem núna spilar með Bayern Munchen. Þeir félagar komu við sögu skömmu fyrir leikhlé, Hector sendi á Gnabry sem hitti ekki boltann en Leon Goretzka, samherji Gnabry hjá Bayern sá til þess að Þjóðverjar voru 2-1 yfir í hálfleik. Gnabry skoraði annað mark sitt þegar seinni hálfleikurinn var nýhafinn, eftir sendingu Lukas Klostermann, varnarmanni Leipzig. Gnabry skoraði þriðja mark sitt á 59. mínútu, strákurinn byrjar landsliðsferilinn með glæsibrag, þetta var þrettánda mark hans í jafnmörgum leikjum. Leon Goretzka skoraði fimmta markið með glæsilegu langskoti í bláhornið, annað mark hans í leiknum. Julian Brandt, leikmaður Borussia Dortmund, skoraði síðasta markið í uppbótartíma. Þjóðverjar unnu 6-1, unnu sjö af átta leikjum sínum í riðlinum, skoruðu 30 mörk en fengu á sig 7 og urðu í 1. sæti í riðlinum með 21 stig, tveimur stigum á undan Hollendingum. Klippa: Sportpakkinn: Þrennur Gnabry og Wijnaldum Eina tap Þjóðverja kom gegn Hollendingum í Hamborg, þá unnu Hollendingar 4-2. Georginio Wijnaldum skoraði þá fjórða og síðasta markið. Hann var í stuði gegn Eistlandi í gærkvöldi, skoraði fyrsta markið á 6. minútu, skallaði sendingu Quincy Promes í markið. Annað skallamark kom Hollendingum í 2-0. Nathan Aké varnarmaður Bournemouth skoraði á 18. mínútu. Memphis Depay sá um stoðsendinguna, þetta var hans áttunda í keppninni, enginn skilaði fleiri stoðsendingum en Lyon-maðurinn. Um miðjan seinni hálfleikinn pressuðu Hollendingar, varnarmenn Eista klúðruðu boltanum og Wijnaldum skoraði annað mark sitt. Wynaldum var með fyrirliðabandið í fjarveru félaga síns í Liverpool, Virgil van Dijk sem var meiddur og hann skoraði fjórða markið 12 mínútum fyrir leikslok. Líkt og í markinu á undan átti hinn tvítugi Calvin Stengs stoðsendinguna í sínum 1. landsleik. Samherji hans í AZ Alkmaar, hinn 18 ára Myron Boadu, skoraði fimmta og síðasta markið, líkt og Stengs lék hann sinn 1. landsleik í gærkvöldi. Hollendingar komust ekki í úrslit á síðasta Evrópumeistaramóti en þeir hafa einu sinni hrósað sigri. 1988 skoruðu Marco van Basten og Ruud Gullit í 2-0 sigri Hollendinga á Sovétmönnum í úrslitaleik á Olympíuleikvanginum í München.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38
Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30
Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00