Alþingi mátti ekki veita skólastjóra aðgang að upptökum af krökkum í kannabisneyslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2019 14:36 Kennararnir sögðust hafa staðið þrjá krakka að verki á lóð Alþingis við Templarasund við skrifstofur Umboðsmanns Alþingis. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrifstofu Alþingis hafi ekki verið heimilt að veita skólastjóra í grunnskóla nokkrum aðgang að myndefni úr eftirlitsmyndavél árið 2018. Skólastjórinn óskaði eftir aðgangi að efninu eftir að kennarar við skólann sögðust hafa gripið þrjá nemendur í skólanum við vímuefnaneyslu á lóð Alþingis. Haft var samband við foreldra nemendanna þriggja en foreldrar eins þeirra höfnuðu að þeirra barn hefði tekið þátt í neyslunni.Fyrir vikið óskaði skólastjórinn eftir aðgangi að myndefni úr eftirlitsmyndavél úr garðinum og fékk. Vildi hann geta sýnt fram á þátttöku hvers og eins barns. Á myndefninu sást að börnin þrjú neyttu öll vímuefna.Skólastjórinn fékk að koma í heimsókn Persónuvernd barst ábending vegna málsins og leitaði í framhaldinu svara á skrifstofu Alþingis. Þar kom fram að skólastjóranum hefði verið neitað um aðgang upptaka úr kerfinu nema að undangenginni beiðni frá lögreglu. Skólastjórinn mætti hins vegar koma í heimsókn, sem hann og gerði, og sjá efni úr einni vél.Lögregla gerir reglulega upptækar kannabisplöntur í ræktun hér á landi.Fréttablaðið/StefánEngin afrit hafi verið gerð og upptökur ekki lengur til. Einnig segir að skrifstofa Alþingis hafi yfirfarið atvik málsins og farið yfir meðferð og eyðingu efnis úr öryggismyndavélum. Niðurstaða skrifstofunnar sé að um hafi verið að ræða undantekningu frá fastri framkvæmd. Í bréfinu segir jafnframt að þó að ljóst sé að leitast hafi verið við að verða við málefnalegum óskum skólastjórans hafi ekki verið gætt ákvæða persónuverndarlaga. Skrifstofan hafi endurskoðað verklag sitt við meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun svo að atvik af þeim toga sem um ræðir í þessu máli gerist ekki aftur. Persónuvernd spurði í framhaldinu hvort skrifstofan hefði upplýst forsjáraðila nemendanna, samhliða skoðun myndefnis, um að skrifstofan hefði haft undir höndum myndefni sem sýndi neyslu kannabisefna. Í svari frá skrifstofunni kom fram að starfsmenn hafi ekki lagt mat á eða tekið afstöðu til þess sem fram kom á upptökunni eða verið í þeirri aðstöðu að geta fullyrt að um væri að ræða myndefni sem sýndi börnin neyta kannabisefna. Þá hefði skrifstofan ekki haft upplýsingar um hvað nemendurnir hétu eða forsjáraðila þeirra.Aðeins með leyfi fólks, persónuverndar eða lögreglu Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að Alþingi hafi gerst brotlegt við persónuverndarlög þar sem segir að það efni sem til verður við rafræna vöktun verði ekki afhent öðrum eða unnið frekar nema með samþykki þess sem upptaka er af eða samkvæmt ákvörðun Persónuverndar. Heimilt sé þó að afhenda lögreglu efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað en þá skal þess gætt að eyða öllum öðrum eintökum af efninu. Fram kemur í niðurstöðunni að í ljósi þess að Alþingi hafi þegar endurskoðað verklag sitt við meðferð persónuupplýsinga, sem aflað sé með rafrænni vöktun, til að koma í veg fyrir að atvik af þessum toga endurtaki sig sé ekki tilefni til að gefa fyrirmæli um úrbætur. Þá kemur fram að meðferð málsins hafi tafist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. Fíkniefnavandinn Persónuvernd Skóla - og menntamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrifstofu Alþingis hafi ekki verið heimilt að veita skólastjóra í grunnskóla nokkrum aðgang að myndefni úr eftirlitsmyndavél árið 2018. Skólastjórinn óskaði eftir aðgangi að efninu eftir að kennarar við skólann sögðust hafa gripið þrjá nemendur í skólanum við vímuefnaneyslu á lóð Alþingis. Haft var samband við foreldra nemendanna þriggja en foreldrar eins þeirra höfnuðu að þeirra barn hefði tekið þátt í neyslunni.Fyrir vikið óskaði skólastjórinn eftir aðgangi að myndefni úr eftirlitsmyndavél úr garðinum og fékk. Vildi hann geta sýnt fram á þátttöku hvers og eins barns. Á myndefninu sást að börnin þrjú neyttu öll vímuefna.Skólastjórinn fékk að koma í heimsókn Persónuvernd barst ábending vegna málsins og leitaði í framhaldinu svara á skrifstofu Alþingis. Þar kom fram að skólastjóranum hefði verið neitað um aðgang upptaka úr kerfinu nema að undangenginni beiðni frá lögreglu. Skólastjórinn mætti hins vegar koma í heimsókn, sem hann og gerði, og sjá efni úr einni vél.Lögregla gerir reglulega upptækar kannabisplöntur í ræktun hér á landi.Fréttablaðið/StefánEngin afrit hafi verið gerð og upptökur ekki lengur til. Einnig segir að skrifstofa Alþingis hafi yfirfarið atvik málsins og farið yfir meðferð og eyðingu efnis úr öryggismyndavélum. Niðurstaða skrifstofunnar sé að um hafi verið að ræða undantekningu frá fastri framkvæmd. Í bréfinu segir jafnframt að þó að ljóst sé að leitast hafi verið við að verða við málefnalegum óskum skólastjórans hafi ekki verið gætt ákvæða persónuverndarlaga. Skrifstofan hafi endurskoðað verklag sitt við meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun svo að atvik af þeim toga sem um ræðir í þessu máli gerist ekki aftur. Persónuvernd spurði í framhaldinu hvort skrifstofan hefði upplýst forsjáraðila nemendanna, samhliða skoðun myndefnis, um að skrifstofan hefði haft undir höndum myndefni sem sýndi neyslu kannabisefna. Í svari frá skrifstofunni kom fram að starfsmenn hafi ekki lagt mat á eða tekið afstöðu til þess sem fram kom á upptökunni eða verið í þeirri aðstöðu að geta fullyrt að um væri að ræða myndefni sem sýndi börnin neyta kannabisefna. Þá hefði skrifstofan ekki haft upplýsingar um hvað nemendurnir hétu eða forsjáraðila þeirra.Aðeins með leyfi fólks, persónuverndar eða lögreglu Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að Alþingi hafi gerst brotlegt við persónuverndarlög þar sem segir að það efni sem til verður við rafræna vöktun verði ekki afhent öðrum eða unnið frekar nema með samþykki þess sem upptaka er af eða samkvæmt ákvörðun Persónuverndar. Heimilt sé þó að afhenda lögreglu efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað en þá skal þess gætt að eyða öllum öðrum eintökum af efninu. Fram kemur í niðurstöðunni að í ljósi þess að Alþingi hafi þegar endurskoðað verklag sitt við meðferð persónuupplýsinga, sem aflað sé með rafrænni vöktun, til að koma í veg fyrir að atvik af þessum toga endurtaki sig sé ekki tilefni til að gefa fyrirmæli um úrbætur. Þá kemur fram að meðferð málsins hafi tafist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd.
Fíkniefnavandinn Persónuvernd Skóla - og menntamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent