Hroki, hleypidómar og meðalvegurinn Jón Birgir Eiríksson skrifar 20. nóvember 2019 09:00 Það er áhugavert að fylgjast með viðbrögðum við umfjöllunum á borð við þá er fréttaskýringaþátturinn Kveikur birti í síðustu viku um mútur og skattaundanskot sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja í Namibíu. Óhætt er að segja að þátturinn hafi vakið mikla athygli og að umræðan hafi farið á flug eins og búast mátti við enda þau mál sem þar var fjallað um grafalvarleg í öllu samhengi og háttsemi sem þessi óverjandi, eins og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, orðaði það. Oftast fer lítið fyrir þeim fjölmörgu sem lægst hafa þegar hneykslismál sem þessi koma upp, en þeir háværustu skipa sér gjarnan í tvær fylkingar, með og á móti. Á annarri hliðinni eru þeir sem verja Samherja með kjafti og klóm; benda á að ekkert sé enn sannað um brot fyrirtækisins og að umfjöllun Kveiks hafi verið óvönduð. Jafnvel hefur því verið fleygt fram að ekki sé hægt að eiga í viðskiptum í Afríku án þess að mútur komi við sögu og af þeim sökum séu mútugreiðslurnar forsvaranlegar. Þá hefur Samherji sjálfur gripið til harkalegra varna í málinu, reynt að ata uppljóstrara þáttarins aur og boðar að fleira muni síðar koma fram á sjónarsviðið sem varpi öðru ljósi á málið. Á hinni hliðinni hefur verið kallað eftir því, meðal annars úr hópi kjörinna fulltrúa, að eignir Samherja verði kyrrsettar og að fjárveitingar verði auknar til héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra sem fara með rannsókn málsins, án þess að nokkur hafi óskað eftir slíku. Þá hefur málið með ótrúlegum hætti verið tengt umræðu um kvótakerfið hér á landi, kjör á vinnumarkaði, stjórnarskrárbreytingar og hægri/vinstri stjórnmál yfir höfuð. Þrátt fyrir að gögnin sem fjallað var um í Kveik og telja tugi þúsunda hafi verið afskaplega sannfærandi, er það réttur hvers og eins að niðurstaða um sekt eða sýknu verði fengin á réttum stöðum, þ.e.a.s. fyrir þar til bærum ríkisstofnunum og dómstólum. Samherji á rétt á að bera hönd yfir höfuð sér eins og hvert annað fyrirtæki, þótt fyrirsvarsmenn Samherja hafi ekki nýtt tækifærið þegar fréttamenn Kveiks gáfu þeim kost á því. Ekki er þar með sagt að umfjöllun Kveiks hafi enga þýðingu fyrr en málið verður til lykta leitt á þeim vettvangi enda eru siðferði Samherja í viðskiptum sínum og almenningsálitið, aðrir angar málsins en sá lagalegi. Það liggur í augum uppi að umfjöllunarefni Kveiks var af alvarlegri toganum og sagan sem þar var sögð er niðurlægjandi fyrir Ísland, ekki síst í ljósi sögu þróunarstarfs Íslands í Namibíu. Samfélagsleg umræða um málið þarf að fara fram og Samherji þarf að fá að verja sig. Leiða þarf málið til lykta af skynsemi og í samræmi við lög og reglur. Það mun Samherji tæpast gera sjálfur með innri rannsókn á eigin kostnað eða stjórnmálamenn sem slá ódýrar pólitískar keilur með því tengja málið við fjarstæðukennd hugðarefni sín. Þar að auki er hvort tveggja til þess fallið að drepa málinu á dreif á þessum tímapunkti og beina athygli að öðru. Engin ástæða er til að hreiðra um sig í skotgröfum. Betra er að telja upp að tíu, hugsa hlutina til enda og nálgast málið með skynsemina að vopni.Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Samherjaskjölin Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að fylgjast með viðbrögðum við umfjöllunum á borð við þá er fréttaskýringaþátturinn Kveikur birti í síðustu viku um mútur og skattaundanskot sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja í Namibíu. Óhætt er að segja að þátturinn hafi vakið mikla athygli og að umræðan hafi farið á flug eins og búast mátti við enda þau mál sem þar var fjallað um grafalvarleg í öllu samhengi og háttsemi sem þessi óverjandi, eins og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, orðaði það. Oftast fer lítið fyrir þeim fjölmörgu sem lægst hafa þegar hneykslismál sem þessi koma upp, en þeir háværustu skipa sér gjarnan í tvær fylkingar, með og á móti. Á annarri hliðinni eru þeir sem verja Samherja með kjafti og klóm; benda á að ekkert sé enn sannað um brot fyrirtækisins og að umfjöllun Kveiks hafi verið óvönduð. Jafnvel hefur því verið fleygt fram að ekki sé hægt að eiga í viðskiptum í Afríku án þess að mútur komi við sögu og af þeim sökum séu mútugreiðslurnar forsvaranlegar. Þá hefur Samherji sjálfur gripið til harkalegra varna í málinu, reynt að ata uppljóstrara þáttarins aur og boðar að fleira muni síðar koma fram á sjónarsviðið sem varpi öðru ljósi á málið. Á hinni hliðinni hefur verið kallað eftir því, meðal annars úr hópi kjörinna fulltrúa, að eignir Samherja verði kyrrsettar og að fjárveitingar verði auknar til héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra sem fara með rannsókn málsins, án þess að nokkur hafi óskað eftir slíku. Þá hefur málið með ótrúlegum hætti verið tengt umræðu um kvótakerfið hér á landi, kjör á vinnumarkaði, stjórnarskrárbreytingar og hægri/vinstri stjórnmál yfir höfuð. Þrátt fyrir að gögnin sem fjallað var um í Kveik og telja tugi þúsunda hafi verið afskaplega sannfærandi, er það réttur hvers og eins að niðurstaða um sekt eða sýknu verði fengin á réttum stöðum, þ.e.a.s. fyrir þar til bærum ríkisstofnunum og dómstólum. Samherji á rétt á að bera hönd yfir höfuð sér eins og hvert annað fyrirtæki, þótt fyrirsvarsmenn Samherja hafi ekki nýtt tækifærið þegar fréttamenn Kveiks gáfu þeim kost á því. Ekki er þar með sagt að umfjöllun Kveiks hafi enga þýðingu fyrr en málið verður til lykta leitt á þeim vettvangi enda eru siðferði Samherja í viðskiptum sínum og almenningsálitið, aðrir angar málsins en sá lagalegi. Það liggur í augum uppi að umfjöllunarefni Kveiks var af alvarlegri toganum og sagan sem þar var sögð er niðurlægjandi fyrir Ísland, ekki síst í ljósi sögu þróunarstarfs Íslands í Namibíu. Samfélagsleg umræða um málið þarf að fara fram og Samherji þarf að fá að verja sig. Leiða þarf málið til lykta af skynsemi og í samræmi við lög og reglur. Það mun Samherji tæpast gera sjálfur með innri rannsókn á eigin kostnað eða stjórnmálamenn sem slá ódýrar pólitískar keilur með því tengja málið við fjarstæðukennd hugðarefni sín. Þar að auki er hvort tveggja til þess fallið að drepa málinu á dreif á þessum tímapunkti og beina athygli að öðru. Engin ástæða er til að hreiðra um sig í skotgröfum. Betra er að telja upp að tíu, hugsa hlutina til enda og nálgast málið með skynsemina að vopni.Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun