Samherjamálið og vantraust hefur áhrif á kjaraviðræður Kristinn Haukur Guðnarson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Formaður Sjómannasambandsins segir aukna hörku í samskiptunum við útgerðarmenn. Fréttablaðið/Vilhelm Kjarasamningar sjómanna við útgerðarmenn renna út um mánaðamótin en þeir voru undirritaðir eftir 10 vikna verkföll vorið 2017. Formlegar viðræður eru ekki hafnar en nú er verið að skipa í samninganefnd Sjómannasambands Íslands. Utan sambandsins eru Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur sem semja sér. Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins, segir stefnuna hafa verið setta á formannafundi. Enn eigi eftir að móta kröfurnar en að nauðsynlegt sé að einfalda samningana sem séu gamlir í grunninn. „Í ljósi aðstæðna kemur upp sú spurning hvort sjómenn séu að fá rétt greitt fyrir fiskinn,“ segir Valmundur. „Samherjamálið hlýtur að hafa áhrif á viðræðurnar. Það skal ekki dæma neinn fyrr en sekt er sönnuð, en manni blöskrar ef þetta er svona. Í hugum margra sjómanna vakna spurningar um hvernig málum sé háttað hérna heima, hvort verið sé að stunda tvöfalda verðlagningu til dæmis. Við sjáum að í nágrannalöndunum er verið að borga nærri þrefalt hærra verð fyrir grunnsjávarfiskinn.“ Launakröfur og umræða um fiskverð verður efst á baugi að mati Valmundar. Þá segir hann sjómenn þá einu sem hafi ekki fengið leiðréttingu á lífeyrisgreiðslum. Viðbótarframlag í séreignasjóði sé tvö prósent hjá sjómönnum en ekki 3,5 prósent eins og annars staðar.Valmundur Valmundsson. Fréttablaðið/ErnirEitt af því sem steytir á er lengd slysa- og veikindabóta, sem eru tveir mánuðir. „Við töldum að við værum með sameiginlegan skilning en því hefur verið hafnað af útgerðarmönnum,“ segir Valmundur. Spurður hvort búist sé við hörðum deilum eða verkföllum segir hann að svo kunni að vera. „Það er alltaf hiti í sjómönnum þegar kjaramál eru rædd. Við erum að bíða eftir samþykktri veiðiáætlun frá SFS og í henni verður lokadagsetning til að vísa deilunni til sáttasemjara, sem verður þá vonandi fljótlega eftir áramót ef ekki semst.“ Nýlega var auknu vantrausti lýst yfir á þingi sambandsins á milli sjómanna og útgerða. Valmundur segir þetta óhjákvæmilega lita viðræðurnar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir ómögulegt að segja til um hvort samningar náist fljótt. „Viðræður hafa verið í gangi alveg frá því að við undirrituðum síðustu samninga. Þær hafa svo sem gengið vel en ég held að það sé of snemmt að segja til um hvenær vænta megi að aðilar nái saman um nýjan samning. Við erum á byrjunarstigi á formlegu ferli þar.“ Heiðrún hefur ekki orðið vör við aukið vantraust í samskiptum aðila. Úrskurðarnefnd taki á ágreiningsmálum um fiskverð. Of snemmt sé að segja til um hvort Samherjamálið hafi áhrif á viðræður. „Ég myndi telja það nokkuð langsótt að starfsemi eins fyrirtækis á erlendum vettvangi geti haft áhrif á kjaramál heillar atvinnugreinar hér heima.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kjarasamningar sjómanna við útgerðarmenn renna út um mánaðamótin en þeir voru undirritaðir eftir 10 vikna verkföll vorið 2017. Formlegar viðræður eru ekki hafnar en nú er verið að skipa í samninganefnd Sjómannasambands Íslands. Utan sambandsins eru Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur sem semja sér. Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins, segir stefnuna hafa verið setta á formannafundi. Enn eigi eftir að móta kröfurnar en að nauðsynlegt sé að einfalda samningana sem séu gamlir í grunninn. „Í ljósi aðstæðna kemur upp sú spurning hvort sjómenn séu að fá rétt greitt fyrir fiskinn,“ segir Valmundur. „Samherjamálið hlýtur að hafa áhrif á viðræðurnar. Það skal ekki dæma neinn fyrr en sekt er sönnuð, en manni blöskrar ef þetta er svona. Í hugum margra sjómanna vakna spurningar um hvernig málum sé háttað hérna heima, hvort verið sé að stunda tvöfalda verðlagningu til dæmis. Við sjáum að í nágrannalöndunum er verið að borga nærri þrefalt hærra verð fyrir grunnsjávarfiskinn.“ Launakröfur og umræða um fiskverð verður efst á baugi að mati Valmundar. Þá segir hann sjómenn þá einu sem hafi ekki fengið leiðréttingu á lífeyrisgreiðslum. Viðbótarframlag í séreignasjóði sé tvö prósent hjá sjómönnum en ekki 3,5 prósent eins og annars staðar.Valmundur Valmundsson. Fréttablaðið/ErnirEitt af því sem steytir á er lengd slysa- og veikindabóta, sem eru tveir mánuðir. „Við töldum að við værum með sameiginlegan skilning en því hefur verið hafnað af útgerðarmönnum,“ segir Valmundur. Spurður hvort búist sé við hörðum deilum eða verkföllum segir hann að svo kunni að vera. „Það er alltaf hiti í sjómönnum þegar kjaramál eru rædd. Við erum að bíða eftir samþykktri veiðiáætlun frá SFS og í henni verður lokadagsetning til að vísa deilunni til sáttasemjara, sem verður þá vonandi fljótlega eftir áramót ef ekki semst.“ Nýlega var auknu vantrausti lýst yfir á þingi sambandsins á milli sjómanna og útgerða. Valmundur segir þetta óhjákvæmilega lita viðræðurnar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir ómögulegt að segja til um hvort samningar náist fljótt. „Viðræður hafa verið í gangi alveg frá því að við undirrituðum síðustu samninga. Þær hafa svo sem gengið vel en ég held að það sé of snemmt að segja til um hvenær vænta megi að aðilar nái saman um nýjan samning. Við erum á byrjunarstigi á formlegu ferli þar.“ Heiðrún hefur ekki orðið vör við aukið vantraust í samskiptum aðila. Úrskurðarnefnd taki á ágreiningsmálum um fiskverð. Of snemmt sé að segja til um hvort Samherjamálið hafi áhrif á viðræður. „Ég myndi telja það nokkuð langsótt að starfsemi eins fyrirtækis á erlendum vettvangi geti haft áhrif á kjaramál heillar atvinnugreinar hér heima.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira