Innlent

Tveir ölvaðir reyndu að aka sama bílnum

MYND/Hari

Lögreglan á Akranesi hafði afskipti af tveimur mönnum í liðinni viku sem reyndu að aka sömu bifreiðinni ölvaðir.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að annar mannanna hafi verið handtekinn fyrir ölvunarakstur og reyndi þá farþegi í framsæti að aka á brott. Lögregla stöðvaði hann fljótlega og var hann fluttur í fangageymslur ásamt félaga sínum.

Lögreglan á Akranesi segir tíu umferðaróhöpp hafa orðið í liðinni viku sem telst mjög mikið á þeim bænum, en engin slys urðu á fólki þessum óhöppum.

Þá hafði lögreglan afskipti af hópslagsmálum um síðustu helgi fyrir utan skemmtistað í bænum. Engar kærur hafa verið lagðar fram enn sem komið er en nokkrir voru með minni háttar áverka eftir slagsmálin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×