Innlent

100 kíló af stolnum verkfærum fundust í Þýskalandi

Verkfæri.
Verkfæri.

Lögreglan í Þýskalandi stöðvaði í dag póstsendingu með rúmum hundrað kílóum af verkfærum sem talið er að hafi verið stolið hér á landi. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er talið að ætlunin hafi verið að senda verkfærin til Póllands. Ekki er vitað hvort einhverjir hafi verið handteknir í tengslum við þetta tiltekna mál. Samkvæmt heimildum Vísis hefur töluvert verið stolið af verkfærum á undanförnum mánuðum, sem flest eru flutt til Austur - Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×