Sóðakarl/kvendi Þórður Snær Júlíusson skrifar 26. júlí 2013 22:00 Þegar orðinu drusla er flett upp í orðabók er það sagt þýða: tuska, léleg flík, bíldrusla eða sóðakvendi. Tvær síðastnefndu merkingarnar eru þær sem ég ólst upp við. Að drusla væri annaðhvort lélegur bíll eða lausgirt kona. Ég heyrði orðið sjaldan en nógu oft til að tengja það mjög sterkt við þessar óliku merkingar. Eftir að ég varð unglingur, og kynhvötin helltist óbeiðsluð yfir mig og jafnaldra mína, fór að bera meira á miskunnarlausri notkun þessa orðs. Þá virtust viðkvæmir drengir bregðast við höfnun frambærilegra stúlkna sem litu ekki við þeim með því að kalla atlot þeirra við aðra drusluskap. Þær voru að svala sömu forvitni og allir aðrir voru uppfullir af á þessu aldurskeiði, en ekki á þann hátt sem þeim höfnuðu vildu að henni yrði svalað. Því var eðlilegt athæfi gert skítugt. Þegar ég óx og dafnaði tók ég betur og betur eftir því að druslustimpillinn er líka notaður sem niðrandi stjórnunartól í fullorðinsheimum. Ef kona nær árangri í námi, innan fyrirtækis, í stjórnmálum eða á hvaða vettvangi sem er þá kvissast oft út kjaftasögur um meintan drusluskap hennar. Sem fjölmiðlamaður fæ ég að heyra þær allar. Það virðist skapast karllægur hvati til að kippa þeim niður á jörðina. Að það hljóti að búa einhverskonar kynferðisleg ástæða undir ef kona kemst áfram. Framhjáhald, óvenjuleg vergirni, daður eða önnur örvandi hegðun. Þær hljóti að hafa riðið sig á toppinn. Vanvirðing sem þessi er klárt form af ofbeldi. Hún er sprottin af sama meiði og sú sem lætur menn halda að fatnaður, danstaktar, augntillit, lítið bros eða efnisrýr kjóll sé óafturkræft tilboð um kyníf. Hún er sprottin af minnimáttarkennd sem brýst út sem mikilmennskubrjálæði. Knýjandi þörf manna fyrir að fá staðfestingu á að allar konur girnist þá. Eða bara af því að þeir eru siðlausir fávitar. Miðað við þá merkingu sem mér var kennt að leggja í orðið drusla ætti það mun fremur að eiga við karla en konur. Í skýringu orðabókar á því ætti að standa sóðakarl, að minnsta kosti til hliðar. Ég þekki mun fleiri karla sem sækjast eftir kynlífi með mörgum konum og líta á hverja legu sem sigur. Konur virðast á hinn bóginn, almennt, hafa heilbrigðara viðhorf til samskipta kynjanna en karlar. Þær nálgast þau oftar með von um alvöru í stað þess að nálgast þau með von um að ekki komist upp um lygi. Samt er kvennsömum mönnum hampað sem hetjum en leitandi konur niðurlægðar sem druslur. Yfirlýst markmið Druslugöngunnar er að færa ábyrgðina á kynferðisglæpum frá fórnarlömbum yfir á gerendur. Góð byrjun væri að kenna orðið drusla við það kyn sem hefur unnið fyrir því.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk. Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga. Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Sjá meira
Þegar orðinu drusla er flett upp í orðabók er það sagt þýða: tuska, léleg flík, bíldrusla eða sóðakvendi. Tvær síðastnefndu merkingarnar eru þær sem ég ólst upp við. Að drusla væri annaðhvort lélegur bíll eða lausgirt kona. Ég heyrði orðið sjaldan en nógu oft til að tengja það mjög sterkt við þessar óliku merkingar. Eftir að ég varð unglingur, og kynhvötin helltist óbeiðsluð yfir mig og jafnaldra mína, fór að bera meira á miskunnarlausri notkun þessa orðs. Þá virtust viðkvæmir drengir bregðast við höfnun frambærilegra stúlkna sem litu ekki við þeim með því að kalla atlot þeirra við aðra drusluskap. Þær voru að svala sömu forvitni og allir aðrir voru uppfullir af á þessu aldurskeiði, en ekki á þann hátt sem þeim höfnuðu vildu að henni yrði svalað. Því var eðlilegt athæfi gert skítugt. Þegar ég óx og dafnaði tók ég betur og betur eftir því að druslustimpillinn er líka notaður sem niðrandi stjórnunartól í fullorðinsheimum. Ef kona nær árangri í námi, innan fyrirtækis, í stjórnmálum eða á hvaða vettvangi sem er þá kvissast oft út kjaftasögur um meintan drusluskap hennar. Sem fjölmiðlamaður fæ ég að heyra þær allar. Það virðist skapast karllægur hvati til að kippa þeim niður á jörðina. Að það hljóti að búa einhverskonar kynferðisleg ástæða undir ef kona kemst áfram. Framhjáhald, óvenjuleg vergirni, daður eða önnur örvandi hegðun. Þær hljóti að hafa riðið sig á toppinn. Vanvirðing sem þessi er klárt form af ofbeldi. Hún er sprottin af sama meiði og sú sem lætur menn halda að fatnaður, danstaktar, augntillit, lítið bros eða efnisrýr kjóll sé óafturkræft tilboð um kyníf. Hún er sprottin af minnimáttarkennd sem brýst út sem mikilmennskubrjálæði. Knýjandi þörf manna fyrir að fá staðfestingu á að allar konur girnist þá. Eða bara af því að þeir eru siðlausir fávitar. Miðað við þá merkingu sem mér var kennt að leggja í orðið drusla ætti það mun fremur að eiga við karla en konur. Í skýringu orðabókar á því ætti að standa sóðakarl, að minnsta kosti til hliðar. Ég þekki mun fleiri karla sem sækjast eftir kynlífi með mörgum konum og líta á hverja legu sem sigur. Konur virðast á hinn bóginn, almennt, hafa heilbrigðara viðhorf til samskipta kynjanna en karlar. Þær nálgast þau oftar með von um alvöru í stað þess að nálgast þau með von um að ekki komist upp um lygi. Samt er kvennsömum mönnum hampað sem hetjum en leitandi konur niðurlægðar sem druslur. Yfirlýst markmið Druslugöngunnar er að færa ábyrgðina á kynferðisglæpum frá fórnarlömbum yfir á gerendur. Góð byrjun væri að kenna orðið drusla við það kyn sem hefur unnið fyrir því.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk. Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga. Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun