Lífið

Friðrik Dór kennir krökkum klassíska útileiki

Friðrik Dór kennir réttu reglurnar í leikjamyndböndunum.
Friðrik Dór kennir réttu reglurnar í leikjamyndböndunum.
„Skilaboðin eru skýr: krakkarnir eiga að drífa sig út og safna freknum á nefið,“ segir í lýsingu um sniðug myndbönd þar sem tónlistarmaðurinn Friðrik Dór fer yfir reglurnar í nokkrum klassískum krakkaleikjum.

Þar útskýrir Friðrik Dór meðal annars hvernig best er að fara í leikina Dimmalimm, Hollí hú og Eina krónu.

Myndböndin eru gerð af Sinalco en gosdrykkjaframleiðandinn hefur einnig tekið saman leikjabók þar sem öllum gömlu og góðu leikjunum er safnað saman. Bókinni er dreift í verslunum 10-11 og fæst þar ókeypis. Einnig er hægt að nálgast hana hér.

Markmiðið er að hvetja börn til að leika sér meira úti í sumar.

Hægt er að sjá myndböndin hér fyrir neðan og á YouTube-síðu Sinalco.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.