Stjörnumenn hafa leyst Bandaríkjamanninn Calvin Roland undan samningi og fengið landa hans Jarrett R. Stephens í hans stað.
Roland lék í átta leiki með Stjörnunni og skoraði í þeim 13,3 stig að meðaltali. Hann lék einnig einn bikarleik.
Stephens er 31 árs og getur bæði spilað sem framherji og miðherji. Hann hefur verið samningslaus síðan í desember en spilað síðast í Frakklandi og Argentínu.
Eftir því sem kemur fram á heimasíðu Stjörnunnar er verið að vinna í því að fá leikheimild fyrir hann en Stjarnan mætir Njarðvík í kvöld.