Ljótu hálfvitarnir með útgáfutónleika á Húsavík í kvöld Hanna Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2013 08:00 Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir halda útgáfutónleika á Húsavík í kvöld. Hafþór Stefánsson. Nímenningarnir í Ljótu hálfvitunum halda upp á útgáfu fjórðu plötu sinnar í dag með tónleikum í íþróttahöllinni á Húsavík, en þá hefjast einnig Mærudagar, bæjarhátíð þeirra Húsvíkinga. Á tónleikunum verður platan flutt í heild sinni að viðbættum vel völdum tóndæmum af fyrri skífum. Snæbjörn Ragnarsson, einn meðlima hljómsveitarinnar, segir alltaf gaman að spila í Húsavík enda sé það þeirra heimabær. „Húsavík er fastur viðkomustaður hjá okkur enda erum við allir meira og minna þaðan. Við höfum þó alltaf haldið tvenna útgáfutónleika og þá eina í Reykjavík en Húsavík er okkar heimavöllur. Við hvetjum alla til að mæta enda stefnum við að því að hafa gott veður, vera í góðu skapi og spila fallega.“ Bandið kom aftur saman fyrir um það bil ári síðan eftir að hafa tekið sér pásu frá spilamennsku. „Þessi plata var frekar lengi í smíðum enda tókum við okkur pásu eftir síðustu plötu. Við erum níu manna band og vorum mikið að koma fram með tilheyrandi fylleríi og fundum að það var kominn tími á pásu. Við komum síðan aftur saman fyrir rúmu ári og þá var platan til frekar hratt enda lögðumst við bara undir feld og lögðum allt í þetta.“ Að sögn Snæbjörns er tónlistin á nýju plötunni í sama anda og á fyrri plötum. „Þetta er svona þjóðlagaskotið drykkjuvæl og partítónlist. Tónlistin er frekar hrá enda einbeittum við okkur bara að því að búa til lögin og svo settum við þau beint inn í tölvuna. Þetta er auðvitað fjórða platan og við erum kannski svolítið að fara til baka. Við höfum þó þróast eitthvað í tónlistinni þó svo að aðrir heyri það kannski ekki.“ Hljómsveitin var upphaflega stofnuð árið 2006 og samanstendur enn af hinum upprunalegu níu meðlimum. Snæbjörn segir samstarfið ganga vel og það sé helst því að þakka að allir séu þeir mjög góðir vinir til margra ára. „Við erum allir alveg rosalega góðir félagar en auðvitað koma upp árekstrar. Við tæklum það bara með að vera nógu djöfulli hreinskilnir. En þetta er alltaf jafn gaman, og það er kannski líka þessari pásu að þakka. En erum við allir níu ennþá í bandinu sem er í raun ótrúlegt.“ Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nímenningarnir í Ljótu hálfvitunum halda upp á útgáfu fjórðu plötu sinnar í dag með tónleikum í íþróttahöllinni á Húsavík, en þá hefjast einnig Mærudagar, bæjarhátíð þeirra Húsvíkinga. Á tónleikunum verður platan flutt í heild sinni að viðbættum vel völdum tóndæmum af fyrri skífum. Snæbjörn Ragnarsson, einn meðlima hljómsveitarinnar, segir alltaf gaman að spila í Húsavík enda sé það þeirra heimabær. „Húsavík er fastur viðkomustaður hjá okkur enda erum við allir meira og minna þaðan. Við höfum þó alltaf haldið tvenna útgáfutónleika og þá eina í Reykjavík en Húsavík er okkar heimavöllur. Við hvetjum alla til að mæta enda stefnum við að því að hafa gott veður, vera í góðu skapi og spila fallega.“ Bandið kom aftur saman fyrir um það bil ári síðan eftir að hafa tekið sér pásu frá spilamennsku. „Þessi plata var frekar lengi í smíðum enda tókum við okkur pásu eftir síðustu plötu. Við erum níu manna band og vorum mikið að koma fram með tilheyrandi fylleríi og fundum að það var kominn tími á pásu. Við komum síðan aftur saman fyrir rúmu ári og þá var platan til frekar hratt enda lögðumst við bara undir feld og lögðum allt í þetta.“ Að sögn Snæbjörns er tónlistin á nýju plötunni í sama anda og á fyrri plötum. „Þetta er svona þjóðlagaskotið drykkjuvæl og partítónlist. Tónlistin er frekar hrá enda einbeittum við okkur bara að því að búa til lögin og svo settum við þau beint inn í tölvuna. Þetta er auðvitað fjórða platan og við erum kannski svolítið að fara til baka. Við höfum þó þróast eitthvað í tónlistinni þó svo að aðrir heyri það kannski ekki.“ Hljómsveitin var upphaflega stofnuð árið 2006 og samanstendur enn af hinum upprunalegu níu meðlimum. Snæbjörn segir samstarfið ganga vel og það sé helst því að þakka að allir séu þeir mjög góðir vinir til margra ára. „Við erum allir alveg rosalega góðir félagar en auðvitað koma upp árekstrar. Við tæklum það bara með að vera nógu djöfulli hreinskilnir. En þetta er alltaf jafn gaman, og það er kannski líka þessari pásu að þakka. En erum við allir níu ennþá í bandinu sem er í raun ótrúlegt.“
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira