Megum ekki detta í þunglyndi 13. október 2005 14:32 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ekki upplitsdjarfur rétt eftir leik en eftir að hafa melt leikinn í nokkrar mínútur náðum við tali af honum. „Þetta var rosalega svekkjandi að því leyti að við vorum með tækifæri í höndunum mjög lengi að taka forystuna. Nýttum ekki færi á mikilvægum augnablikum og ég er eiginlega svekktari yfir því en að tapa svona stórt þótt það hafi verið sárt. Nú verðum við að einbeita okkur að því sem eftir er. Við megum ekki detta í þunglyndi yfir þessu. Þetta féll ekki okkar megin og ég er sársvekktur með það.“ Guðmundur er enn að glíma við það að liðið hans virðist ekki kunna að taka forystu í leikjum. „Við erum að spila við hörkulið og það er í sjálfu sér ekkert auðvelt að taka forystu og halda henni. Þetta þróaðist þannig að við unnum okkur inn og þetta var vel spilað en svo koma sóknir þar sem við erum annað hvort of fljótir á okkur eða við nýtum ekki fín færi sem við fáum. Þetta tvennt ræður úrslitum. Varnarleikurinn var mjög góður og markvarslan mjög fín og það er auðvitað jákvætt en við verðum að skoða þessi mál. Næsti leikur verður að vinnast ef við ætlum að komast áfram en við eigum enn tækifæri,“ sagði Guðmundur. „Þegar upp er staðið þá eru margir litlir þættir sem ráða því hvort þú sért yfir eða undir. Því miður er það svo að nokkur dómarapör hérna eru að dæma illa. Mér fannst þýska parið sem dæmdi fyrsta leikinn hjá okkur dæma illa. Skandinavarnir hafa verið að dæma vel og svona er þetta en ég ætla samt ekki að kenna dómurunum um.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ekki upplitsdjarfur rétt eftir leik en eftir að hafa melt leikinn í nokkrar mínútur náðum við tali af honum. „Þetta var rosalega svekkjandi að því leyti að við vorum með tækifæri í höndunum mjög lengi að taka forystuna. Nýttum ekki færi á mikilvægum augnablikum og ég er eiginlega svekktari yfir því en að tapa svona stórt þótt það hafi verið sárt. Nú verðum við að einbeita okkur að því sem eftir er. Við megum ekki detta í þunglyndi yfir þessu. Þetta féll ekki okkar megin og ég er sársvekktur með það.“ Guðmundur er enn að glíma við það að liðið hans virðist ekki kunna að taka forystu í leikjum. „Við erum að spila við hörkulið og það er í sjálfu sér ekkert auðvelt að taka forystu og halda henni. Þetta þróaðist þannig að við unnum okkur inn og þetta var vel spilað en svo koma sóknir þar sem við erum annað hvort of fljótir á okkur eða við nýtum ekki fín færi sem við fáum. Þetta tvennt ræður úrslitum. Varnarleikurinn var mjög góður og markvarslan mjög fín og það er auðvitað jákvætt en við verðum að skoða þessi mál. Næsti leikur verður að vinnast ef við ætlum að komast áfram en við eigum enn tækifæri,“ sagði Guðmundur. „Þegar upp er staðið þá eru margir litlir þættir sem ráða því hvort þú sért yfir eða undir. Því miður er það svo að nokkur dómarapör hérna eru að dæma illa. Mér fannst þýska parið sem dæmdi fyrsta leikinn hjá okkur dæma illa. Skandinavarnir hafa verið að dæma vel og svona er þetta en ég ætla samt ekki að kenna dómurunum um.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira