22 dagar í Rúmeníuleikinn: Formaður KSÍ skoraði sjálfsmark síðast þegar Rúmenar komu í Laugardalinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 10:00 Guðni Bergsson í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Paul Popper Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, var fyrirliði íslenska landsliðsins, þegar Rúmenar mættu síðast í Laugardalinn fyrir að verða 24 árum síðan. Eftir 22 daga tekur Ísland á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. A-landslið Rúmena lék síðast á Laugardalsvelli 9. október 1996 eða fyrir 23 árum og fimm mánuðum síðan. Rúmenska liðið var geysiöflugt á þessum tíma með menn eins og Gheorghe Hagi, Gheorghe Popescu, Dorinel Munteanu og Dan Petrescu í fararbroddi. Aðeins tveimur árum fyrr hafði liðið slegið í gegn á HM í Bandaríkjunum 1994 og fyrr um sumarið tók liðið þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins í Englandi Rúmenar sýndu styrk sinn í leiknum í Laugardalnum og unnu hann 4-0. Formaður Knattspyrnusambands Íslands í dag var þarna í miðri íslensku vörninni og á ekki góðar minningar frá þessum leik. Guðni Bergsson kom þeim óvart sjálfur á bragðið með því að skora sjálfsmark á 21. mínútu. Athygli vekur þó að íslensku fjölmiðlarnir neituðu að skrá þetta sem sjálfsmark á fyrirliðann. Íslensku fjölmiðlamennirnir skráðu markið á Viorel Dinu Moldovan en það fer ekkert á milli mála á myndbandsupptökum frá leiknum að það var Guðni sem sendi þarna boltann í eigið mark. Því hefur verið breytt á flestum stöðum sem segja frá úrslitum í þessari undankeppni en þó ekki öllum. Fyrsta íslenska heimildin um sjálfsmarkið er líklega í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar „Saga landsliðs karla“ sem kom út árið 2014 en Sigmundur skráir markið þar sem sjálfsmark hjá Guðna Bergssyni.Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 23 dagar í Rúmeníuleik: Ísland gæti endað í riðli með Englandi og Ítalíu í Þjóðadeildinni Í dag verður dregið í riðla í Þjóðadeildinni þar sem íslenska karlalandsliðið er áfram í hópi A-þjóða eftir að fjölgað var í A-deildinni. 3. mars 2020 10:00 25 dagar í Rúmeníuleikinn: Mikill munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að eldast og mætir í umspilinu fyrir EM 2020 liði sem er að fá mjög sterka unga og spennandi kynslóð upp í A-landsliðið sitt. Reynslan er því heldur betur í liði með íslenska liðinu. 1. mars 2020 10:00 27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 26 dagar í Rúmeníuleikinn: Sagan segir að Laugardalsvöllur verði klár Aðeins tvisvar á síðustu 20 árum hefur verið alhvít jörð í Laugardal þann 26. mars. Með það að leiðarljósi ætti leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020 ekki að vera í hættu en veðurguðirnir eru eins og við öll vitum óútreiknanlegir. 29. febrúar 2020 10:00 24 dagar í Rúmeníuleikinn: Gylfi hefur ekki skorað síðan að hann lék síðast með Íslandi fyrir 106 dögum Gylfi Þór Sigurðsson var nálægt því að enda langa bið eftir marki á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni en boltinn vildi ekki inn. Síðasta mark Gylfa kom í leik með íslenska landsliðinu 17. nóvember síðastliðinn. 2. mars 2020 10:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, var fyrirliði íslenska landsliðsins, þegar Rúmenar mættu síðast í Laugardalinn fyrir að verða 24 árum síðan. Eftir 22 daga tekur Ísland á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. A-landslið Rúmena lék síðast á Laugardalsvelli 9. október 1996 eða fyrir 23 árum og fimm mánuðum síðan. Rúmenska liðið var geysiöflugt á þessum tíma með menn eins og Gheorghe Hagi, Gheorghe Popescu, Dorinel Munteanu og Dan Petrescu í fararbroddi. Aðeins tveimur árum fyrr hafði liðið slegið í gegn á HM í Bandaríkjunum 1994 og fyrr um sumarið tók liðið þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins í Englandi Rúmenar sýndu styrk sinn í leiknum í Laugardalnum og unnu hann 4-0. Formaður Knattspyrnusambands Íslands í dag var þarna í miðri íslensku vörninni og á ekki góðar minningar frá þessum leik. Guðni Bergsson kom þeim óvart sjálfur á bragðið með því að skora sjálfsmark á 21. mínútu. Athygli vekur þó að íslensku fjölmiðlarnir neituðu að skrá þetta sem sjálfsmark á fyrirliðann. Íslensku fjölmiðlamennirnir skráðu markið á Viorel Dinu Moldovan en það fer ekkert á milli mála á myndbandsupptökum frá leiknum að það var Guðni sem sendi þarna boltann í eigið mark. Því hefur verið breytt á flestum stöðum sem segja frá úrslitum í þessari undankeppni en þó ekki öllum. Fyrsta íslenska heimildin um sjálfsmarkið er líklega í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar „Saga landsliðs karla“ sem kom út árið 2014 en Sigmundur skráir markið þar sem sjálfsmark hjá Guðna Bergssyni.Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 23 dagar í Rúmeníuleik: Ísland gæti endað í riðli með Englandi og Ítalíu í Þjóðadeildinni Í dag verður dregið í riðla í Þjóðadeildinni þar sem íslenska karlalandsliðið er áfram í hópi A-þjóða eftir að fjölgað var í A-deildinni. 3. mars 2020 10:00 25 dagar í Rúmeníuleikinn: Mikill munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að eldast og mætir í umspilinu fyrir EM 2020 liði sem er að fá mjög sterka unga og spennandi kynslóð upp í A-landsliðið sitt. Reynslan er því heldur betur í liði með íslenska liðinu. 1. mars 2020 10:00 27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 26 dagar í Rúmeníuleikinn: Sagan segir að Laugardalsvöllur verði klár Aðeins tvisvar á síðustu 20 árum hefur verið alhvít jörð í Laugardal þann 26. mars. Með það að leiðarljósi ætti leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020 ekki að vera í hættu en veðurguðirnir eru eins og við öll vitum óútreiknanlegir. 29. febrúar 2020 10:00 24 dagar í Rúmeníuleikinn: Gylfi hefur ekki skorað síðan að hann lék síðast með Íslandi fyrir 106 dögum Gylfi Þór Sigurðsson var nálægt því að enda langa bið eftir marki á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni en boltinn vildi ekki inn. Síðasta mark Gylfa kom í leik með íslenska landsliðinu 17. nóvember síðastliðinn. 2. mars 2020 10:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
23 dagar í Rúmeníuleik: Ísland gæti endað í riðli með Englandi og Ítalíu í Þjóðadeildinni Í dag verður dregið í riðla í Þjóðadeildinni þar sem íslenska karlalandsliðið er áfram í hópi A-þjóða eftir að fjölgað var í A-deildinni. 3. mars 2020 10:00
25 dagar í Rúmeníuleikinn: Mikill munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að eldast og mætir í umspilinu fyrir EM 2020 liði sem er að fá mjög sterka unga og spennandi kynslóð upp í A-landsliðið sitt. Reynslan er því heldur betur í liði með íslenska liðinu. 1. mars 2020 10:00
27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00
29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00
28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00
26 dagar í Rúmeníuleikinn: Sagan segir að Laugardalsvöllur verði klár Aðeins tvisvar á síðustu 20 árum hefur verið alhvít jörð í Laugardal þann 26. mars. Með það að leiðarljósi ætti leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020 ekki að vera í hættu en veðurguðirnir eru eins og við öll vitum óútreiknanlegir. 29. febrúar 2020 10:00
24 dagar í Rúmeníuleikinn: Gylfi hefur ekki skorað síðan að hann lék síðast með Íslandi fyrir 106 dögum Gylfi Þór Sigurðsson var nálægt því að enda langa bið eftir marki á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni en boltinn vildi ekki inn. Síðasta mark Gylfa kom í leik með íslenska landsliðinu 17. nóvember síðastliðinn. 2. mars 2020 10:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti