Enski boltinn

Chelsea skaust á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank Lampard fagnar í dag.
Frank Lampard fagnar í dag. Vísiri/Getty
Chelsea er komið aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 3-0 sigri á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Mohamed Salah, sem lék sinn fyrsta deildarleik í byrjunarliði Chelsea, skoraði fyrsta markið á 32. mínútu með ágætu skoti eftir sendingu Nemanja Matic.

Salah fékk svo vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks sem Frank Lampard tók. Asmir Begovic varði en Lampard náði frákastinu og skoraði.

Willian innsiglaði svo sigurinn fyrir þá bláklæddu með góðu skoti á 72. mínútu og þar við sat.

Chelsea er með 72 stig, einu stigi meira en Liverpool sem á leik til góða gegn West Ham á morgun. Manchester City er svo í þriðja sætinu með 70 stig en á tvo leiki til góða á Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×