Lífið

Bubbi tilbað mig sem Jójó gúrú

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Annar undanúrslitaþátturinn af Ísland Got Talent verður sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Sjö atriði af ýmsum toga keppa um atkvæði þjóðarinnar til að eiga möguleika á að komast í úrslitaþáttinn og vinna tíu milljónir króna. 

Páll ætlar að sýna jójó listir í undanúrslitunum. Við kynntumst honum aðeins betur.

Fullt nafn: Páll Valdimar Guðmundsson Kolka

Aldur: 22 ára

Starf: Pitsubakari/vaktstjóri og Jójómeistari

Símanúmer til að kjósa hann í Ísland Got Talent: 900-9505

Af hverju á fólk að kjósa þig?

Ef fólki finnst atriðið mitt flott þá ætti það að kjósa það.

Hver er draumurinn?

Draumurinn breytist í sífellu en akkúrat núna er það að starta Jójósenu á Íslandi.

Uppáhaldslistamaður/menn?

Svo margir… Akkúrat núna er það Mammút í tónlist. Hef alltaf verið mikill Van Gogh-aðdáandi í myndlist, starry sky er eitt af mínum uppáhalds verkum.

Hvað er erfiðast við atriðið þitt?

Fellibylur í húfu eða corocoro, þetta eru Jójóslangurorð fyrir erfiðustu trikkin mín í atriðunu.

Hvaða minning stendur upp úr úr Ísland Got Talent?

Bubbi að tilbiðja mig á sviði sem JójóGúrú.

Bubbi eða Þorgerður Katrín?

Bubbi er einn af mínum mestu aðdáendum svo ég verð að segja Bubbi.


Tengdar fréttir

Þau keppa næsta sunnudag

Hér má sjá keppendurna sem bítast um að verða á meðal þeirra sem keppa um tíu milljónirnar í hæfileikakeppninni Ísland got Talent.

Keppendur skelltu sér í bíó

Mikil stemning var í hópnum og allir ánægðir með myndina One Chance enda ekki annað hægt því myndin er frábær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.