Innlent

Út fyrir kassann í flugvalladeilu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Samninganefnd frá flugvallastarfsmönnum réði ráðum sínum hjá ríkissáttasemjara í gær.
Samninganefnd frá flugvallastarfsmönnum réði ráðum sínum hjá ríkissáttasemjara í gær. Fréttablaðið/Vilhelm
„Það var lagt upp með að spóla aðeins til baka og hugsa út fyrir kassann,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, um samningafund í gær í kjaradeilu við Isavia.

Það virðist því breyttur tónn í deilunni eftir nokkrar ýfingar undanfarna daga þar sem andstæðar fullyrðingar um ánægju starfsmanna hjá Isavia hafa verið í forgrunni.

„Menn reyndu að nálgast hvorn annan með jákvæðum hætti og það tókst. Við ætlum að hittast aftur á mánudaginn og vonandi verður þá eitthvað lagt fram til að vinna úr. Ég ætla að leyfa mér að að vera bjartsýnn þar til ég sé tillögur þeirra,“ segir Kristján.

Félag flugmálastarfsmanna ásamt Stéttarfélagi í almannaþjónustu og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, hafa boðað til þriggja vinnustöðvana félagsmanna sinna hjá Isavia í apríl. Fátt virðist geta komið í veg fyrir fyrstu vinnustöðvunina á þriðjudag.

„Við sjáum hvað gerist á mánudaginn en höldum en höldum okkar striki,“ segir Kristján.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×