Stóðhesturinn Arion í heimsókn í heilsuleikskólanum Kór Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. júní 2018 21:47 Það var mikil spenna á heilsuleikskólanum Kór í Kópavogi í vikunni þegar eitt leikskólabarnið, Dagmar sem er tveggja ára, kom með stóðhestinn Arion frá Eystra-Fróðholti í heimsókn í leikskólann með aðstoð mömmu sinnar. Börnin fengu að klappa Arioni og Dagmar fór á bak fyrir þau. Komið var með Arion á hestakerru í leikskólann en fyrri innan girðinguna biðu spennt leikskólabörn. Daníel Jónsson, hestamaður og Lóa Dagmar Smáradóttir sjá um Arion sem er 11 vetra stóðhestur og einn hæst dæmdi hestur heims.Eftir að Daníel Jónsson hefur þjálfað Arion á daginn tekur Dagmar við honum klukkan 16:00 og nýtur þess að vera með honum fram á kvöld.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonDóttir þeirra, Dagmar sem er tveggja ára og er í leikskólanum Kór hefur tekið ástfóstri við Arion. Hún fer á bak á honum eins og ekkert sé, teymir hann um og leikur sér í kringum hestinn. „Á morgnanna þjálfar Daníel hann en eftir klukkan fjögur á daginn breytist hann í barnahest og sinnir henni. Hann stendur sig vel í því. Arion er svakalega geðgóður og gaman að sjá hvað hann breytist í kringum Dagmar, hann verður var um sig og það er eins og hann sé að passa upp á hana, það er mjög dýrmætt að sjá það“, segir Lóa Dagmar, móðir Dagmarar. Lóa segir að Arion skynji það örugglega að barn sé á ferðinni þegar Dagmar er í kringum hann því hann breytist í viljugan og kraftmikinn hest undir fullorðnum knapa. Arion mun keppa í A-flokki á landsmóti hestamanna í Reykjavík sem hefst um mánaðamótin en hann er efstur inn af þeim hestum sem keppa í þeim flokki. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Það var mikil spenna á heilsuleikskólanum Kór í Kópavogi í vikunni þegar eitt leikskólabarnið, Dagmar sem er tveggja ára, kom með stóðhestinn Arion frá Eystra-Fróðholti í heimsókn í leikskólann með aðstoð mömmu sinnar. Börnin fengu að klappa Arioni og Dagmar fór á bak fyrir þau. Komið var með Arion á hestakerru í leikskólann en fyrri innan girðinguna biðu spennt leikskólabörn. Daníel Jónsson, hestamaður og Lóa Dagmar Smáradóttir sjá um Arion sem er 11 vetra stóðhestur og einn hæst dæmdi hestur heims.Eftir að Daníel Jónsson hefur þjálfað Arion á daginn tekur Dagmar við honum klukkan 16:00 og nýtur þess að vera með honum fram á kvöld.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonDóttir þeirra, Dagmar sem er tveggja ára og er í leikskólanum Kór hefur tekið ástfóstri við Arion. Hún fer á bak á honum eins og ekkert sé, teymir hann um og leikur sér í kringum hestinn. „Á morgnanna þjálfar Daníel hann en eftir klukkan fjögur á daginn breytist hann í barnahest og sinnir henni. Hann stendur sig vel í því. Arion er svakalega geðgóður og gaman að sjá hvað hann breytist í kringum Dagmar, hann verður var um sig og það er eins og hann sé að passa upp á hana, það er mjög dýrmætt að sjá það“, segir Lóa Dagmar, móðir Dagmarar. Lóa segir að Arion skynji það örugglega að barn sé á ferðinni þegar Dagmar er í kringum hann því hann breytist í viljugan og kraftmikinn hest undir fullorðnum knapa. Arion mun keppa í A-flokki á landsmóti hestamanna í Reykjavík sem hefst um mánaðamótin en hann er efstur inn af þeim hestum sem keppa í þeim flokki.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira