Engin bænastund enn þá hjá íslenska landsliðinu Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 24. júní 2018 10:00 Emil Hallfreðsson ásamt fjölskyldunni eftir jafnteflið gegn Argentínu. Emil átti frábæran leik á miðjunni en þurfti að sætta sig við það hlutskipti að verma bekkinn gegn Nígeríu. Vísir/Vilhelm Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. Hann sagði í viðtali við Vísi eftir leikinn, þar sem hann þurfti að sitja á varamannabekknum, að jákvæða orku og trú þyrfti til að leikmenn ættu möguleika á að ná sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudaginn. Emil er trúaður maður, er í Fíladelfíu, og var spurður að því á blaðamannafundi þeirra Kára Árnasonar fyrir hönd íslenska landsliðsins í morgun hvort trú hans hefði eitthvað nýst í undirbúningnum fyrir Króatíuleikinn. „Við höfum allavega ekki tekið bænastund saman enn þá, hópurinn,“ sagði Emil við spurningu blaðamanns og sló á létta strengi. Trú hans skipti ekki máli, heldur trúin á verkefnið bætti Hafnfirðingurinn við. Emil Hallfreðsson á blaðamannafundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Emil fékk þau skilaboð frá Heimi Hallgrímssyni í aðdraganda leiksins gegn Nígeríu að hann yrði á bekknum. Spilað yrði með tvo framherja í leikkerfinu 4-4-2. Því væri bara pláss fyrir tvo miðjumenn, Aron Einar Gunnarsson og Gylfa Þór Sigurðsson. Emil hitaði að vísu vel upp í hálfleik í Volgograd þar sem Aron Einar fékk högg á síðuna. Fyrirliðinn hristi það af sér og spilaði nánast allt til enda. „Við þekkjum hann, hann náði að komast í gegnum þennan leik.“ Emil Hallfreðsson í baráttunni gegn Luka Modric á Laugardalsvelli í fyrra.Fréttablaðið/Ernir Emil er bjartsýnn fyrir lokaleikinn gegn Króatíu. Telur okkar menn vel geta unnið þann leik og komist áfram. „Við ætlum að trúa því að það gerist,“ sagði Emil. Lykilatriði í því hafi verið að gera upp Nígeríuleikinn sem fyrst. „Það þýðir ekkert að staldra við þann leik. Það er bara strax næsta verkefni,“ segir Emil. Það þurfi jákvæðni og jákvæða orku allt í kringum liðið í aðdragandanum fyrir Króatíu. „Til að við fáum enn þá meiri fíling og trú á verkefninu. Það er það sem getur skipt sköpum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira
Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. Hann sagði í viðtali við Vísi eftir leikinn, þar sem hann þurfti að sitja á varamannabekknum, að jákvæða orku og trú þyrfti til að leikmenn ættu möguleika á að ná sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudaginn. Emil er trúaður maður, er í Fíladelfíu, og var spurður að því á blaðamannafundi þeirra Kára Árnasonar fyrir hönd íslenska landsliðsins í morgun hvort trú hans hefði eitthvað nýst í undirbúningnum fyrir Króatíuleikinn. „Við höfum allavega ekki tekið bænastund saman enn þá, hópurinn,“ sagði Emil við spurningu blaðamanns og sló á létta strengi. Trú hans skipti ekki máli, heldur trúin á verkefnið bætti Hafnfirðingurinn við. Emil Hallfreðsson á blaðamannafundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Emil fékk þau skilaboð frá Heimi Hallgrímssyni í aðdraganda leiksins gegn Nígeríu að hann yrði á bekknum. Spilað yrði með tvo framherja í leikkerfinu 4-4-2. Því væri bara pláss fyrir tvo miðjumenn, Aron Einar Gunnarsson og Gylfa Þór Sigurðsson. Emil hitaði að vísu vel upp í hálfleik í Volgograd þar sem Aron Einar fékk högg á síðuna. Fyrirliðinn hristi það af sér og spilaði nánast allt til enda. „Við þekkjum hann, hann náði að komast í gegnum þennan leik.“ Emil Hallfreðsson í baráttunni gegn Luka Modric á Laugardalsvelli í fyrra.Fréttablaðið/Ernir Emil er bjartsýnn fyrir lokaleikinn gegn Króatíu. Telur okkar menn vel geta unnið þann leik og komist áfram. „Við ætlum að trúa því að það gerist,“ sagði Emil. Lykilatriði í því hafi verið að gera upp Nígeríuleikinn sem fyrst. „Það þýðir ekkert að staldra við þann leik. Það er bara strax næsta verkefni,“ segir Emil. Það þurfi jákvæðni og jákvæða orku allt í kringum liðið í aðdragandanum fyrir Króatíu. „Til að við fáum enn þá meiri fíling og trú á verkefninu. Það er það sem getur skipt sköpum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira