Erlent

John McCain hættur læknameðferð

Samúel Karl Ólason skrifar
John McCain.
John McCain. vísir/Getty
Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur ákveðið að hætta meðferð við æxli í heila hans. Í tilkynningu frá fjölskyldu hans segir að McCain hafi farið fram úr væntingum varðandi hve lengi hann myndi lifa þegar æxlið greindist í fyrra en meinið hefði dreifst og er gefið í skyn að áframhaldandi meðferð myndi gera lítið gagn.

Fjölskyldan þakkar fyrir allan þann stuðning sem McCain barst frá því hann opinberaði veikindi sín í fyrra.

John McCain er fæddur árið 1936 og hefur hann setið á þingi frá árinu 1982. Fyrst á fulltrúadeild þingisns og svo á öldungadeildinni frá 1986. Hann bauð sig fram til embættis forseta árið 2008 og tapaði gegn Barack Obama.

Hann og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafa ekki náð vel saman að undanförnu eða sérstaklega frá því McCain kom í veg fyrir að heilbrigðisfrumvarp Repúblikanaflokksins kæmist í gegnum öldungadeildina.

Þó hafði Trump áður gert lítið úr herþjónustu McCain og þá sérstaklega því að hann hefði verið handsamaður og setið í fangabúðum í Víetnam.


Tengdar fréttir

McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur

Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare.

Trump boðar slag við McCain

„Ég hef verið mjög svo almennilegur en á einhverjum tímapunkti mun ég berjast á móti og það verður ekki fallegt,“ sagði forsetinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×