Fótbolti

Allt liðið sett í sóttkví viku fyrir fyrsta leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dynamo Dresden er á botni þýsku B-deildarinnar.
Dynamo Dresden er á botni þýsku B-deildarinnar. vísir/getty

Allur leikmannahópur þýska B-deildarliðsins Dynamo Dresden er kominn í tveggja vikna sóttkví eftir að tveir leikmenn liðsins greindust með kórónaveiruna. Sama gildir um allt starfslið aðalliðsins.

Stefnt er að því að hefja keppni í þýska fótboltanum um næstu helgi og á Dresden að leika útileik gegn Hannover sunnudaginn 17.maí næstkomandi.

„Það er ljóst að við getum hvorki æft né spilað leik næstu 14 dagana. Við höfum verið í samtali við heilbrigðisyfirvöld og forráðamenn deildarkeppninnar“ segir í tilkynningu félagsins.

Þjóðverjar stefna á að verða fyrstir í Evrópu til að endurræsa deildarkeppnina sína en algjört áhorfendabann verður. Engu að síður koma um 300 manns að hverjum leik í þýsku Bundesligunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×