Neyðarfjármagn frá Alþjóðabankanum vegna COVID-19 Heimsljós kynnir 4. mars 2020 11:00 Alþjóðabankinn Í ljósi þess að kórónaveiran breiðist hratt út um heiminn og hefur þegar greinst í rúmlega sextíu löndum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að verja nú þegar tólf milljörðum bandarískra dala – tæpum 1600 milljörðum íslenskra króna – í stuðning við þróunarríki. Fjárstuðningurinn á að styðja við bakið á fátækum þjóðum til að þær geti brugðist við vandanum og dregið þannig úr því tjóni sem faraldurinn gæti haft í för með sér. Áhersla er lögð á að freista þess að draga úr útbreiðslu veikinnar. „Við viljum bregðast við með skjótum og sveigjanlegum hætti með þarfir þróunarríkja í huga til að takast á við útbreiðslu COVID-19. Þetta felur í sér neyðarfjármögnun, stefnumótun og tækiaðstoð,“ segir David Malpass forseti Alþjóðabankans. Stuðningur Alþjóðabankans verður veittur í formi lána á hagkvæmum vöxtum, styrkja og tæknilegs stuðnings og gefur þróunarríkjum kost á því að styrkja heilbrigðiskerfi og veita almenningi betri þjónustu. Með því móti er þess vænst að þróunarríkin geti betur varið fólk gegn þessari vá, aukið eftirlit með faraaldrinum og gripið til sérstakra aðgerða, auk þess sem bankinn leggur áherslu á samstarf við einkageirann um lausnir til að draga úr efnahagslegum áhrifum af völdum faraldursins. Alþjóðabankinn bendir á að þróunarríki eru langt frá því jafnsett þegar kemur að COVID-19, þau þurfi mismikinn stuðning. Fátækustu ríkin þar sem hættan er mest verða í forgangi, segir í frétt bankans, og stuðningurinn aðlagaður sífellt breyttum aðstæðum eftir útbreiðslu veikinnar. Alþjóðabankinn er meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum. Hlutverk bankans er að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. Bankinn starfar með stjórnvöldum hlutaðeigandi ríkja og veitir þeim aðstoð í formi lána, styrkja og ráðgjafar. Ísland á víðtækt samráð við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin um stefnumótun innan Alþjóðabankans. Þessi lönd mynda eitt kjördæmi bankans og Ísland fer fyrir kjördæminu um þessar mundir.Alþjóðabankasíða á vef Stjórnarráðsins Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent
Í ljósi þess að kórónaveiran breiðist hratt út um heiminn og hefur þegar greinst í rúmlega sextíu löndum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að verja nú þegar tólf milljörðum bandarískra dala – tæpum 1600 milljörðum íslenskra króna – í stuðning við þróunarríki. Fjárstuðningurinn á að styðja við bakið á fátækum þjóðum til að þær geti brugðist við vandanum og dregið þannig úr því tjóni sem faraldurinn gæti haft í för með sér. Áhersla er lögð á að freista þess að draga úr útbreiðslu veikinnar. „Við viljum bregðast við með skjótum og sveigjanlegum hætti með þarfir þróunarríkja í huga til að takast á við útbreiðslu COVID-19. Þetta felur í sér neyðarfjármögnun, stefnumótun og tækiaðstoð,“ segir David Malpass forseti Alþjóðabankans. Stuðningur Alþjóðabankans verður veittur í formi lána á hagkvæmum vöxtum, styrkja og tæknilegs stuðnings og gefur þróunarríkjum kost á því að styrkja heilbrigðiskerfi og veita almenningi betri þjónustu. Með því móti er þess vænst að þróunarríkin geti betur varið fólk gegn þessari vá, aukið eftirlit með faraaldrinum og gripið til sérstakra aðgerða, auk þess sem bankinn leggur áherslu á samstarf við einkageirann um lausnir til að draga úr efnahagslegum áhrifum af völdum faraldursins. Alþjóðabankinn bendir á að þróunarríki eru langt frá því jafnsett þegar kemur að COVID-19, þau þurfi mismikinn stuðning. Fátækustu ríkin þar sem hættan er mest verða í forgangi, segir í frétt bankans, og stuðningurinn aðlagaður sífellt breyttum aðstæðum eftir útbreiðslu veikinnar. Alþjóðabankinn er meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum. Hlutverk bankans er að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. Bankinn starfar með stjórnvöldum hlutaðeigandi ríkja og veitir þeim aðstoð í formi lána, styrkja og ráðgjafar. Ísland á víðtækt samráð við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin um stefnumótun innan Alþjóðabankans. Þessi lönd mynda eitt kjördæmi bankans og Ísland fer fyrir kjördæminu um þessar mundir.Alþjóðabankasíða á vef Stjórnarráðsins Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent