Giftu sig í bílalúgu og fjölskyldan fylgdist með í gegnum vefmyndavél Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. maí 2020 07:00 Kári Björn Þorleifsson og Dina Benbrahim giftu sig í lúgu og fjölskylda og vinir fengu að fylgjast með í gegnum vefmyndavél. Mynd/Taylor McGee Ljósmyndarinn Kári Björn Þorleifsson giftist unnustu sinni Dinu Benbrahim í lok síðasta mánaðar í Bandaríkjunum, í miðjum faraldri kórónuveirunnar. Athöfnin var í bílalúgu og segja þau að upplifunin hafi verið stórkostleg. „Við kynntumst í gegnum stefnumótaforrit í New York fyrir ári síðan,“ segir Kári Björn um byrjunina á þeirra ævintýri. „Við töluðum saman í svona fimm mínútur og þá stakk ég upp á því að við færum út að taka myndir, þar sem við höfum bæði svo mikinn áhuga á ljósmyndun. Mér fannst það góð hugmynd að stefnumóti og hélt að það myndi verða svona klukkutími. En við vorum saman til þrjú um nóttina svo þetta varð að 12 klukkustunda stefnumóti,“ segir Dina. Hornið á Nostrand Avenue og Fulton Street í Bed-Stuy, Brooklyn þar sem Kári Björn og Dina hittust í fyrsta skipti.Mynd/Kári Björn Flugferðir fyrir ástina Fyrsta stefnumótið byrjaði á horni Nostrand Avenue og Fulton Street í Bed-Stuy í Brooklyn hverfinu. Parið hittist á hverjum degi eftir þetta. Dina þurfti að fara til Flórída í smá tíma og þá ferðuðust þau á milli til þess að hittast. „Við keyptum alla ódýru miðana hjá lággjaldaflugfélögunum.“ Nokkrum mánuðum síðar voru þau byrjuð að búa saman í Flórída og ákváðu þau að gifta sig. Því miður kom Covid upp áður en að stóra deginum kom, svo þau þurftu að endurhugsa allt saman. „Upprunalega langaði okkur að gifta okkur í New York þann 29. júní næstkomandi. Vegna Covid sáu fjölskyldur okkar ekki fram á að geta komið. Ég fékk svo starf í Buffalo í New York fylki og við skoðuðum að gifta okkur þá þar og halda litla veislu en það var ekki heldur hægt því allt var lokað,“ segir Dina. Dina og Kári Björn hittust á stefnumótaforriti en smullu strax saman.Mynd/Kári Björn Bílalúgan það eina sem var í boði „Á þessum tíma leit út fyrir að New York fylkið yrði sennilega það síðasta til þess að opna aftur. Það var því mikil óvissa og það leit út fyrir að það yrðu nokkrir mánuðir í það,“ bætir Kári Björn við. Dina segir að þar sem þau búa í Flórída í augnablikinu, hafi þau ákveðið að skoða hvaða möguleikar væru í boði þar. „Því venjulega eru hlutirnir öðruvísi hér, eins og þetta sé önnur pláneta. Við hringdum og okkur var þá sagt að það væri ein laus dagsetning í boði, 30. apríl,“ segir Dina. Málið var að þetta var svokölluð „drive through“ athöfn, þar sem brúðhjónin mynda bílaröð og keyra svo að lúgu þar sem þau eru gefin saman, eitt par í einu. „Um leið fannst mér þetta frábær hugmynd. Við erum bæði einstaklingar sem hugsa út fyrir kassann og við kunnum vel að meta allt sem er öðruvísi og skrítið,“ segir Kári Björn. Þau voru bæði heilluð að hugmyndinni og ákváðu að stökkva á þetta tækifæri. Brúðhjónin á leiðinni í almenningsgarð að taka fleiri myndir.Mynd/Taylor McGee Flýttu deginum í stað þess að fresta Dina segir að það fyrsta sem þau hafi hugsað um var McDonald‘s bílalúga. Myndu þau fá kók með brúðkaupsvottorðinu eða hvað væri eiginlega að fara að gerast? „Við grínuðumst mikið með þetta en við vorum svo hissa á því hversu stórkostlegt brúðkaupið var svo,“ segir Dina. Þau segja að það hafi aldrei hvarflað að þeim að fresta brúðkaupinu um nokkra mánuði eða færa það fram á næsta ár. „Ef ég á að vera hreinskilin þá fannst okkur við vera orðin hjón nú þegar svo þetta breytti ekki miklu, þetta snerist meira um að láta heiminn vita af því.“ Athöfnin kom þeim einstaklega mikið á óvart. Sum paranna fóru ekki einu sinni út úr bílnum sínum til þess að láta gefa sig saman. Staðurinn var fullur af fjölmiðlafólki og ljósmyndurum, enda einstakt að pör gifti sig á þennan hátt. Aragrúi blaðamanna og ljósmyndara fylgdist með parinu í athöfninni. Þau voru þau einu sem stigu út úr bílnum, aðrir keyrðu að lúgunni.Mynd/Jack Stenner Elvis var ekki með grímu „Þetta var aðeins öðruvísi en ég átti von á. Ég hélt að þetta yrði skrítið og að sá sem gæfi okkur saman yrði jafnvel í hlífðarfatnaði eða eitthvað slíkt. Við redduðum okkur fari með fyrrum prófessor Dinu sem á Volkswagen rúgbrauð frá sjöunda áratugnum. Við mættum í ráðhúsið og borgin hafði látið skreyta allt svæðið svo það leit út eins og kapella í Las Vegas. Það voru skilti og allt,“ segir Kári Björn og hlær. „Þetta var alveg magnað,“ bætir Dina við. „Sá sem gaf okkur saman var klæddur í Elvis gervi, við vorum eiginlega smá hippalega klædd svo þetta passaði allt vel saman. Þetta var bara svo dásamlegt. Allt í kringum Covid hefur verið svo spennuþrungið og þetta var frídagur frá því, samfélagið kom saman til að gera eitthvað ótrúlega jákvætt. Fréttamennirnir voru með grímur en enginn annar var það. Þetta var eins og venjulegur dagur þó að ekkert væri venjulegt samt, við bílalúgubrúðkaup. Það var bara svo jákvætt andrúmsloft þarna og bakari kom og gaf öllum brúðkaupsbollakökur sem var svo sætt,“ segir Dina. Brúðkaupskossinn.Mynd/Taylor McGee Vinkona Dinu tók myndir af þeim og svo ók prófessorinn bílnum svo þau höfðu aðeins tvo gesti með sér. Fjölskyldur og vinir þeirra beggja fengu þó að vera viðstaddar rafrænt og fylgdust með öllu saman í beinni á Zoom. „Brúðkaup eru venjulega svo flókin og kosta oft mjög mikið sem oft er eins og að henda peningum út um gluggann. Þetta var svo einfalt og einlægt, það var það sem var svo töfrandi við þetta,“ segir Dina. Brúðhjónin á leiðinni í almenningsgarð að taka fleiri myndir.Mynd/Taylor McGee Rúgbrauðið vakti mikla lukku Parið hafði keypt hringa, kjól og jakkaföt fyrir brúðkaupið sitt og þurftu því aðeins að bæta við kostnaðinum við brúðkaupsvottorðið. „Þetta var mjög „budged-friendly“ brúðkaup. Samt var það stórkostlegt;“ segir Kári Björn. Daginn eftir brúðkaupið birtist mynd af Kára Birni og Dinu hjá The Washington Post. Parið segir að það hafi ekki komið þeim á óvart að sjá myndina, þar sem bíllinn hafði vakið mikla athygli þennan dag. „Flestir voru á sínum venjulegu bílnum svo við skárum okkur mjög mikið úr fjöldanum,“ útskýrir Kári Björn. Á leiðinni heim í einangrun eftir langan dag.Mynd/Taylor McGee Myndirnar lýsa Ameríku vel Á dögunum útskrifaðist Dina með MFA gráðuna sína og var að fá nýtt starf svo fram undan eru flutningar hjá þeim. „Við ætlum að flytja til Buffalo eftir rúma tvo mánuði þar sem Dina mun hefja störf hjá University at Buffalo sem prófessor í hönnun. Fram að því erum við að vinna að ýmsum skapandi verkefnum, ég er að taka að mér nokkur viðburða-og portrett verkefni til dæmis. Ég er að vinna í að stofna mitt eigið fyrirtæki í Buffalo, hef verið að gera markaðsrannsóknir á ljósmyndageiranum þar, hvar eru helstu sóknartækifærin og svo framvegis. Ég er svo að vinna með linsuframleiðandanum Tamron og mun koma fram í netþáttaröð hjá þeim bráðlega þar sem þeir ræða við unga ljósmyndara í Bandaríkjunum, sem verður spennandi.“ Kári Björn á Manhattan Bridge, New York. Parið ferðaðist mikið veturinn 2019-2020 og eyddi svo áramótunum á Íslandi með fjölskyldu og vinum.Mynd/Dina Kári byrjaði einnig nýlega að selja myndir í gegnum vefsíðuna sína. www.karibjorn.com, „Ég var með mína fyrstu sóló sýningu á Íslandi í mars og það gekk hálf brösulega sökum Covid-19 þannig að ég setti nokkrar af myndunum þar á vefinn til sölu.“ Kári Björn hefur búið í Bandaríkjunum frá árinu 2014 og unnið mörg áhugaverð verkefni sem ljósmyndari síðustu ár. Hann segir að það séu samt tvö verkefni sem standi upp úr. „Þau eru gerólík en lýsa Ameríku ágætlega finnst mér. Annað er verkefni sem fjallar um mann sem heitir Otis Johnson, sem losnaði úr fangelsi árið 2014 eftir að hafa setið inni í tæplega 40 ár fyrir tilraun til morðs gegn lögreglumönnum. Hann játaði aldrei og sönnunargögnin sem hann hefur undir höndum og voru notuð gegn honum ýja sterklega að sakleysi hans. Verkefnið sameinar mínar ljósmyndir af honum, myndir sem hann tók af sínu umhverfi með myndavél sem ég gaf honum og afrit af skjölum, ljósmyndum, dagblaðaúrklippum og kortum sem hann geymdi.“ Otis JohnsonMynd/Kári Björn „Hitt heitir Pooches og var til sýnis í Studio Sol. Það fjallar um hundatísku í New York, þúsund dollara voffakjóla og kórónur, tískusýningar og fólkið sem hefur ráð á að taka þátt í þeim. Ég ólst upp á miklu hundaheimili í vesturbænum í Reykjavík, mamma og pabbi ráku hundaathvarf í gegnum Hundavinafélag Íslands þar sem þau sóttu týnda hunda og hýstu á meðan þau höfðu upp á eigendunum. Þetta verkefni sameinar dálæti mitt á voffum, áhuga minn á öllu sem er öfgakennt og „kitschy.“ Myndaþáttur sem er í uppáhaldi hjá ljósmyndaranum.Mynd/Kári Björn Kleinubakstur í einangrun Hjónakornin hafa verið mikið heima hjá sér síðustu vikur vegna Covid en þeim hefur þó ekki leiðst einangrunin.. „Við bökum mikið og dönsum. Svo vinnum mikið“ segir Dina. „Við erum líka brjálæðislega ástfangin,“ segir Kári Björn. Dina segir að það sé gott að geta einbeitt sér að kjarna sambandsins með þessum hætti. Hugsa um það sem er mikilvægt. Kári fletur út kleinudeig fyrir fyrsta fund Nostrand Club, bíómyndaklúbbsins þeirra. Reglan er að það þarf að búa til eitthvað að borða áður en myndin fer í gang.Mynd/Úr einkasafni „Ekkert annað skiptir máli,“ segir Dina. Kári Björn tekur undir með eiginkonu sinni. Þau segjast vera ótrúlega ánægð með sína ákvörðun varðandi brúðkaupið. „Það er klárlega kjarninn í þessu öllu. Þetta snýst ekki um stærð brúðkaupsins, það eina sem skiptir máli er að elska hvort annað.“ Helgarviðtal Ástin og lífið Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fleiri fréttir Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Sjá meira
Ljósmyndarinn Kári Björn Þorleifsson giftist unnustu sinni Dinu Benbrahim í lok síðasta mánaðar í Bandaríkjunum, í miðjum faraldri kórónuveirunnar. Athöfnin var í bílalúgu og segja þau að upplifunin hafi verið stórkostleg. „Við kynntumst í gegnum stefnumótaforrit í New York fyrir ári síðan,“ segir Kári Björn um byrjunina á þeirra ævintýri. „Við töluðum saman í svona fimm mínútur og þá stakk ég upp á því að við færum út að taka myndir, þar sem við höfum bæði svo mikinn áhuga á ljósmyndun. Mér fannst það góð hugmynd að stefnumóti og hélt að það myndi verða svona klukkutími. En við vorum saman til þrjú um nóttina svo þetta varð að 12 klukkustunda stefnumóti,“ segir Dina. Hornið á Nostrand Avenue og Fulton Street í Bed-Stuy, Brooklyn þar sem Kári Björn og Dina hittust í fyrsta skipti.Mynd/Kári Björn Flugferðir fyrir ástina Fyrsta stefnumótið byrjaði á horni Nostrand Avenue og Fulton Street í Bed-Stuy í Brooklyn hverfinu. Parið hittist á hverjum degi eftir þetta. Dina þurfti að fara til Flórída í smá tíma og þá ferðuðust þau á milli til þess að hittast. „Við keyptum alla ódýru miðana hjá lággjaldaflugfélögunum.“ Nokkrum mánuðum síðar voru þau byrjuð að búa saman í Flórída og ákváðu þau að gifta sig. Því miður kom Covid upp áður en að stóra deginum kom, svo þau þurftu að endurhugsa allt saman. „Upprunalega langaði okkur að gifta okkur í New York þann 29. júní næstkomandi. Vegna Covid sáu fjölskyldur okkar ekki fram á að geta komið. Ég fékk svo starf í Buffalo í New York fylki og við skoðuðum að gifta okkur þá þar og halda litla veislu en það var ekki heldur hægt því allt var lokað,“ segir Dina. Dina og Kári Björn hittust á stefnumótaforriti en smullu strax saman.Mynd/Kári Björn Bílalúgan það eina sem var í boði „Á þessum tíma leit út fyrir að New York fylkið yrði sennilega það síðasta til þess að opna aftur. Það var því mikil óvissa og það leit út fyrir að það yrðu nokkrir mánuðir í það,“ bætir Kári Björn við. Dina segir að þar sem þau búa í Flórída í augnablikinu, hafi þau ákveðið að skoða hvaða möguleikar væru í boði þar. „Því venjulega eru hlutirnir öðruvísi hér, eins og þetta sé önnur pláneta. Við hringdum og okkur var þá sagt að það væri ein laus dagsetning í boði, 30. apríl,“ segir Dina. Málið var að þetta var svokölluð „drive through“ athöfn, þar sem brúðhjónin mynda bílaröð og keyra svo að lúgu þar sem þau eru gefin saman, eitt par í einu. „Um leið fannst mér þetta frábær hugmynd. Við erum bæði einstaklingar sem hugsa út fyrir kassann og við kunnum vel að meta allt sem er öðruvísi og skrítið,“ segir Kári Björn. Þau voru bæði heilluð að hugmyndinni og ákváðu að stökkva á þetta tækifæri. Brúðhjónin á leiðinni í almenningsgarð að taka fleiri myndir.Mynd/Taylor McGee Flýttu deginum í stað þess að fresta Dina segir að það fyrsta sem þau hafi hugsað um var McDonald‘s bílalúga. Myndu þau fá kók með brúðkaupsvottorðinu eða hvað væri eiginlega að fara að gerast? „Við grínuðumst mikið með þetta en við vorum svo hissa á því hversu stórkostlegt brúðkaupið var svo,“ segir Dina. Þau segja að það hafi aldrei hvarflað að þeim að fresta brúðkaupinu um nokkra mánuði eða færa það fram á næsta ár. „Ef ég á að vera hreinskilin þá fannst okkur við vera orðin hjón nú þegar svo þetta breytti ekki miklu, þetta snerist meira um að láta heiminn vita af því.“ Athöfnin kom þeim einstaklega mikið á óvart. Sum paranna fóru ekki einu sinni út úr bílnum sínum til þess að láta gefa sig saman. Staðurinn var fullur af fjölmiðlafólki og ljósmyndurum, enda einstakt að pör gifti sig á þennan hátt. Aragrúi blaðamanna og ljósmyndara fylgdist með parinu í athöfninni. Þau voru þau einu sem stigu út úr bílnum, aðrir keyrðu að lúgunni.Mynd/Jack Stenner Elvis var ekki með grímu „Þetta var aðeins öðruvísi en ég átti von á. Ég hélt að þetta yrði skrítið og að sá sem gæfi okkur saman yrði jafnvel í hlífðarfatnaði eða eitthvað slíkt. Við redduðum okkur fari með fyrrum prófessor Dinu sem á Volkswagen rúgbrauð frá sjöunda áratugnum. Við mættum í ráðhúsið og borgin hafði látið skreyta allt svæðið svo það leit út eins og kapella í Las Vegas. Það voru skilti og allt,“ segir Kári Björn og hlær. „Þetta var alveg magnað,“ bætir Dina við. „Sá sem gaf okkur saman var klæddur í Elvis gervi, við vorum eiginlega smá hippalega klædd svo þetta passaði allt vel saman. Þetta var bara svo dásamlegt. Allt í kringum Covid hefur verið svo spennuþrungið og þetta var frídagur frá því, samfélagið kom saman til að gera eitthvað ótrúlega jákvætt. Fréttamennirnir voru með grímur en enginn annar var það. Þetta var eins og venjulegur dagur þó að ekkert væri venjulegt samt, við bílalúgubrúðkaup. Það var bara svo jákvætt andrúmsloft þarna og bakari kom og gaf öllum brúðkaupsbollakökur sem var svo sætt,“ segir Dina. Brúðkaupskossinn.Mynd/Taylor McGee Vinkona Dinu tók myndir af þeim og svo ók prófessorinn bílnum svo þau höfðu aðeins tvo gesti með sér. Fjölskyldur og vinir þeirra beggja fengu þó að vera viðstaddar rafrænt og fylgdust með öllu saman í beinni á Zoom. „Brúðkaup eru venjulega svo flókin og kosta oft mjög mikið sem oft er eins og að henda peningum út um gluggann. Þetta var svo einfalt og einlægt, það var það sem var svo töfrandi við þetta,“ segir Dina. Brúðhjónin á leiðinni í almenningsgarð að taka fleiri myndir.Mynd/Taylor McGee Rúgbrauðið vakti mikla lukku Parið hafði keypt hringa, kjól og jakkaföt fyrir brúðkaupið sitt og þurftu því aðeins að bæta við kostnaðinum við brúðkaupsvottorðið. „Þetta var mjög „budged-friendly“ brúðkaup. Samt var það stórkostlegt;“ segir Kári Björn. Daginn eftir brúðkaupið birtist mynd af Kára Birni og Dinu hjá The Washington Post. Parið segir að það hafi ekki komið þeim á óvart að sjá myndina, þar sem bíllinn hafði vakið mikla athygli þennan dag. „Flestir voru á sínum venjulegu bílnum svo við skárum okkur mjög mikið úr fjöldanum,“ útskýrir Kári Björn. Á leiðinni heim í einangrun eftir langan dag.Mynd/Taylor McGee Myndirnar lýsa Ameríku vel Á dögunum útskrifaðist Dina með MFA gráðuna sína og var að fá nýtt starf svo fram undan eru flutningar hjá þeim. „Við ætlum að flytja til Buffalo eftir rúma tvo mánuði þar sem Dina mun hefja störf hjá University at Buffalo sem prófessor í hönnun. Fram að því erum við að vinna að ýmsum skapandi verkefnum, ég er að taka að mér nokkur viðburða-og portrett verkefni til dæmis. Ég er að vinna í að stofna mitt eigið fyrirtæki í Buffalo, hef verið að gera markaðsrannsóknir á ljósmyndageiranum þar, hvar eru helstu sóknartækifærin og svo framvegis. Ég er svo að vinna með linsuframleiðandanum Tamron og mun koma fram í netþáttaröð hjá þeim bráðlega þar sem þeir ræða við unga ljósmyndara í Bandaríkjunum, sem verður spennandi.“ Kári Björn á Manhattan Bridge, New York. Parið ferðaðist mikið veturinn 2019-2020 og eyddi svo áramótunum á Íslandi með fjölskyldu og vinum.Mynd/Dina Kári byrjaði einnig nýlega að selja myndir í gegnum vefsíðuna sína. www.karibjorn.com, „Ég var með mína fyrstu sóló sýningu á Íslandi í mars og það gekk hálf brösulega sökum Covid-19 þannig að ég setti nokkrar af myndunum þar á vefinn til sölu.“ Kári Björn hefur búið í Bandaríkjunum frá árinu 2014 og unnið mörg áhugaverð verkefni sem ljósmyndari síðustu ár. Hann segir að það séu samt tvö verkefni sem standi upp úr. „Þau eru gerólík en lýsa Ameríku ágætlega finnst mér. Annað er verkefni sem fjallar um mann sem heitir Otis Johnson, sem losnaði úr fangelsi árið 2014 eftir að hafa setið inni í tæplega 40 ár fyrir tilraun til morðs gegn lögreglumönnum. Hann játaði aldrei og sönnunargögnin sem hann hefur undir höndum og voru notuð gegn honum ýja sterklega að sakleysi hans. Verkefnið sameinar mínar ljósmyndir af honum, myndir sem hann tók af sínu umhverfi með myndavél sem ég gaf honum og afrit af skjölum, ljósmyndum, dagblaðaúrklippum og kortum sem hann geymdi.“ Otis JohnsonMynd/Kári Björn „Hitt heitir Pooches og var til sýnis í Studio Sol. Það fjallar um hundatísku í New York, þúsund dollara voffakjóla og kórónur, tískusýningar og fólkið sem hefur ráð á að taka þátt í þeim. Ég ólst upp á miklu hundaheimili í vesturbænum í Reykjavík, mamma og pabbi ráku hundaathvarf í gegnum Hundavinafélag Íslands þar sem þau sóttu týnda hunda og hýstu á meðan þau höfðu upp á eigendunum. Þetta verkefni sameinar dálæti mitt á voffum, áhuga minn á öllu sem er öfgakennt og „kitschy.“ Myndaþáttur sem er í uppáhaldi hjá ljósmyndaranum.Mynd/Kári Björn Kleinubakstur í einangrun Hjónakornin hafa verið mikið heima hjá sér síðustu vikur vegna Covid en þeim hefur þó ekki leiðst einangrunin.. „Við bökum mikið og dönsum. Svo vinnum mikið“ segir Dina. „Við erum líka brjálæðislega ástfangin,“ segir Kári Björn. Dina segir að það sé gott að geta einbeitt sér að kjarna sambandsins með þessum hætti. Hugsa um það sem er mikilvægt. Kári fletur út kleinudeig fyrir fyrsta fund Nostrand Club, bíómyndaklúbbsins þeirra. Reglan er að það þarf að búa til eitthvað að borða áður en myndin fer í gang.Mynd/Úr einkasafni „Ekkert annað skiptir máli,“ segir Dina. Kári Björn tekur undir með eiginkonu sinni. Þau segjast vera ótrúlega ánægð með sína ákvörðun varðandi brúðkaupið. „Það er klárlega kjarninn í þessu öllu. Þetta snýst ekki um stærð brúðkaupsins, það eina sem skiptir máli er að elska hvort annað.“
Helgarviðtal Ástin og lífið Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fleiri fréttir Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Sjá meira