Ráku skipstjóra flugmóðurskips sem kallaði eftir hjálp vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2020 07:47 Flugmóðurskipið, Theodore Roosevelt. EPA/ANTHONY N. HILKOWSKI Sjóher Bandaríkjanna lækkaði skipstjóra flugmóðurskipsins Theodore Roosevelt um tign í gær og færði hann úr stöðu sinni. Með því var honum refsað fyrir leka bréfs sem hann sendi til yfirmanna sinna og annarra vegna fjölda smita Covid-19 um borð í flugmóðurskipinu. Thomas Modly, yfirmaður sjóhersins, sagði í gær að skipstjórinn Brett Crozier hefði sýnt slæma dómgreind varðandi það hve „víða“ bréfinu hafi verið dreift. Ekki bara til nánustu yfirmanna Corzier. Bréfið var sent í gegnum hefðbundnar leiðir og sjóherinn er ekki að saka Crozier sjálfan um að leka því til fjölmiðla. Heldur um að tryggja ekki að því yrði ekki lekið, samkvæmt frétt Reuters. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir bréfið og birtu grein um það á þriðjudaginn, degi eftir að það var sent. Í bréfinu bað Crozier sjóherinn um hjálp vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, um borð í flugmóðurskipinu. Flugmóðurskipið var þá við bryggju í Gvam en minnst hundrað sjóliðar höfðu smitast af veirunni. Rúmlega fjögur þúsund manns voru í áhöfn skipsins og vildi Crozier hjálp við að koma smituðum og öðrum sem sýndu einkenni í sóttkví í landi. Slíkt væri ekki hægt um borð í flugmóðurskipinu vegna mikillar nándar og plássleysis. „Við erum ekki í stríði. Sjóliðar þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst við núna, við erum ekki að sjá um okkar helstu auðlind, sjóliðana,“ skrifaði Corzier í bréfið. „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð í TR er ónauðsynleg áhætta og fer gegn því trausti sem þau bera til mína um að tryggja hag þeirra.“ Modley sagði í kjölfarið að yfirmenn sjóhersins hafi verið búnir að heyra af vandanum og hefðu verið að vinna í honum. Þeirra vandamál hafi verið að ekki væri nóg af rúmum í Gvam til að flytja sjóliðana í land. Hann sagði það sem væri sérstaklega pirrandi við bréfið, væri að vegna þess liti út fyrir að sjóherinn og ríkisstjórnin væri ekki að bregðast við vanda áhafnar flugmóðurskipsins og það væri ekki rétt. Brett Crozier, fyrrverandi skipstjóri USS Theodore Roosevelt.EPA/Sean Lyn Um þúsund sjóliðar voru þó fluttir í land á miðvikudaginn og settir í sóttkví. Það var degi eftir að bréfið varð opinbert. Til stendur að senda 2.700 sjóliða í sóttkví á næstu dögum. Alls hafa 114 greinst með veiruna en Modley segir þá líklega skipta hundruðum, samkvæmt frétt Defense One, miðils sem sérhæfir sig í fréttum um herafla Bandaríkjanna. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa tekið þá ákvörðun að halda upplýsingum um fjölda smita meðal hermanna og sjóliða leyndum. Markmiðið er að tryggja að andstæðingar Bandaríkjanna. Ákvörðunin um að lækka Corzier í tign hefur gagnrýnd af Demókrötum sem segja um hefndaraðgerð að ræða. Verið sé að refsa skipstjóranum fyrrverandi fyrir að standa vörð um öryggi sjóliða sinna. Þá sýni ákvörðunin fram á að sjóherinn hafi meiri áhyggjur af því að líta illa út en að tryggja öryggi sjóliða. Joe Biden, sem er með mikið forskot í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í vetur, segir að verið sé að skjóta sendiboðann og að yfirmenn sjóhersins hafi sýnt dómgreindarleysi. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner, varaformaður leyniþjónustumálanefndar deildarinnar, sagði skipstjórann fyrrverandi vera föðurlandsvin sem hafi reynt að standa vörð um hag áhafnar sinnar. „Ég skil ekki af hverju refsa ætti einhverjum fyrir það, sérstaklega þegar svo mörg líf eru í húfi,“ sagði Warner. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. 31. mars 2020 18:31 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Sjóher Bandaríkjanna lækkaði skipstjóra flugmóðurskipsins Theodore Roosevelt um tign í gær og færði hann úr stöðu sinni. Með því var honum refsað fyrir leka bréfs sem hann sendi til yfirmanna sinna og annarra vegna fjölda smita Covid-19 um borð í flugmóðurskipinu. Thomas Modly, yfirmaður sjóhersins, sagði í gær að skipstjórinn Brett Crozier hefði sýnt slæma dómgreind varðandi það hve „víða“ bréfinu hafi verið dreift. Ekki bara til nánustu yfirmanna Corzier. Bréfið var sent í gegnum hefðbundnar leiðir og sjóherinn er ekki að saka Crozier sjálfan um að leka því til fjölmiðla. Heldur um að tryggja ekki að því yrði ekki lekið, samkvæmt frétt Reuters. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir bréfið og birtu grein um það á þriðjudaginn, degi eftir að það var sent. Í bréfinu bað Crozier sjóherinn um hjálp vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, um borð í flugmóðurskipinu. Flugmóðurskipið var þá við bryggju í Gvam en minnst hundrað sjóliðar höfðu smitast af veirunni. Rúmlega fjögur þúsund manns voru í áhöfn skipsins og vildi Crozier hjálp við að koma smituðum og öðrum sem sýndu einkenni í sóttkví í landi. Slíkt væri ekki hægt um borð í flugmóðurskipinu vegna mikillar nándar og plássleysis. „Við erum ekki í stríði. Sjóliðar þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst við núna, við erum ekki að sjá um okkar helstu auðlind, sjóliðana,“ skrifaði Corzier í bréfið. „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð í TR er ónauðsynleg áhætta og fer gegn því trausti sem þau bera til mína um að tryggja hag þeirra.“ Modley sagði í kjölfarið að yfirmenn sjóhersins hafi verið búnir að heyra af vandanum og hefðu verið að vinna í honum. Þeirra vandamál hafi verið að ekki væri nóg af rúmum í Gvam til að flytja sjóliðana í land. Hann sagði það sem væri sérstaklega pirrandi við bréfið, væri að vegna þess liti út fyrir að sjóherinn og ríkisstjórnin væri ekki að bregðast við vanda áhafnar flugmóðurskipsins og það væri ekki rétt. Brett Crozier, fyrrverandi skipstjóri USS Theodore Roosevelt.EPA/Sean Lyn Um þúsund sjóliðar voru þó fluttir í land á miðvikudaginn og settir í sóttkví. Það var degi eftir að bréfið varð opinbert. Til stendur að senda 2.700 sjóliða í sóttkví á næstu dögum. Alls hafa 114 greinst með veiruna en Modley segir þá líklega skipta hundruðum, samkvæmt frétt Defense One, miðils sem sérhæfir sig í fréttum um herafla Bandaríkjanna. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa tekið þá ákvörðun að halda upplýsingum um fjölda smita meðal hermanna og sjóliða leyndum. Markmiðið er að tryggja að andstæðingar Bandaríkjanna. Ákvörðunin um að lækka Corzier í tign hefur gagnrýnd af Demókrötum sem segja um hefndaraðgerð að ræða. Verið sé að refsa skipstjóranum fyrrverandi fyrir að standa vörð um öryggi sjóliða sinna. Þá sýni ákvörðunin fram á að sjóherinn hafi meiri áhyggjur af því að líta illa út en að tryggja öryggi sjóliða. Joe Biden, sem er með mikið forskot í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í vetur, segir að verið sé að skjóta sendiboðann og að yfirmenn sjóhersins hafi sýnt dómgreindarleysi. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner, varaformaður leyniþjónustumálanefndar deildarinnar, sagði skipstjórann fyrrverandi vera föðurlandsvin sem hafi reynt að standa vörð um hag áhafnar sinnar. „Ég skil ekki af hverju refsa ætti einhverjum fyrir það, sérstaklega þegar svo mörg líf eru í húfi,“ sagði Warner.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. 31. mars 2020 18:31 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. 31. mars 2020 18:31