Risastór rotta hræddi sænska fjölskyldu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. mars 2014 12:27 Risarottan var tæpir 40 sentímetrar að lengd. Heimili sænsku Bengtson-Korsås fjölskyldunnar, í Stokkhólmi, fór nánast á hvolf þegar risastór rotta birtist í eldhúsinu. Heimilskötturinn Enok var búinn að vera á vappi í kringum uppþvottavélina á heimilinu og bjuggust fjölskyldumeðlimir við því að mús leyndist þar á bakvið. Þegar Signe Bengtson-Korsås ætlaði að setja rusl í ruslatunnuna sá hún rottuna, sem var 39,5 sentímetra löng - og þá er halinn ekki talinn með. „Ég stökk upp á borð,“ segir Signe í samtali við Aftonbladet. Hún hringdi í eiginmann sinn sem var staddur í útilegu ásamt syni þeirra. „Ég hélt að hún væri að ýkja þegar hún sagði mér hversu stór rottan væri. Svona eins og þegar krakkar sjá köngulær og halda að þær séu stærri en þær eru,“ segir Erik Bengtson-Korsås.Kötturinn hörfaði Signe reyndi eins og hún gat að hræða rottuna, sem byrjaði að rölta út úr skápnum þar sem ruslatunnan var geymd. Rottan virtist eflast við tilraunir Signe og barna hennar og rölti hægt og rólega út á eldhúsgólfið. Kötturinn Enok hörfaði, var hræddur við þessa stóru rottu. Að lokum rölti rottan aftur inn í holu sína.Gildrum komið upp Signe hafði samband við meindýraeyði sem kom samstundis upp nokkrum risastórum gildrum. Seinna sama dag heyrðist smellur – rottan stóra festist í einni gildrunni. En þegar meindýraeyðirinn ætlaði að sækja rottuna kom í ljós að gildran hafði ekki virkað sem skyldi. Rottan hafði einfaldlega tekið gildruna með sér – gekk með hana um hálsinn. Síðar fannst rottan við holuna sína. Gildran hafði þrengst eftir að rottan festi hana á leið sinni í holuna sína.Nagaði sig í gegnum steypu Rottan stóra hafði nagað sig í gegnum spýtur og steypu í leið sinni inn á eldhúsgólf Bengtson-Korsås fjölskyldunnar. Hún hafði nagað í sundur vatnsleiðslur og fleira og ollið töluverðum skemmdum. Fjölskyldunni var að sjálfsögðu mjög brugðið við þessa uppákomu. „Þetta er stærsta rotta sem ég hef nokkru sinni séð,“ útskýrir Erik Bengtson-Korsås. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Sjá meira
Heimili sænsku Bengtson-Korsås fjölskyldunnar, í Stokkhólmi, fór nánast á hvolf þegar risastór rotta birtist í eldhúsinu. Heimilskötturinn Enok var búinn að vera á vappi í kringum uppþvottavélina á heimilinu og bjuggust fjölskyldumeðlimir við því að mús leyndist þar á bakvið. Þegar Signe Bengtson-Korsås ætlaði að setja rusl í ruslatunnuna sá hún rottuna, sem var 39,5 sentímetra löng - og þá er halinn ekki talinn með. „Ég stökk upp á borð,“ segir Signe í samtali við Aftonbladet. Hún hringdi í eiginmann sinn sem var staddur í útilegu ásamt syni þeirra. „Ég hélt að hún væri að ýkja þegar hún sagði mér hversu stór rottan væri. Svona eins og þegar krakkar sjá köngulær og halda að þær séu stærri en þær eru,“ segir Erik Bengtson-Korsås.Kötturinn hörfaði Signe reyndi eins og hún gat að hræða rottuna, sem byrjaði að rölta út úr skápnum þar sem ruslatunnan var geymd. Rottan virtist eflast við tilraunir Signe og barna hennar og rölti hægt og rólega út á eldhúsgólfið. Kötturinn Enok hörfaði, var hræddur við þessa stóru rottu. Að lokum rölti rottan aftur inn í holu sína.Gildrum komið upp Signe hafði samband við meindýraeyði sem kom samstundis upp nokkrum risastórum gildrum. Seinna sama dag heyrðist smellur – rottan stóra festist í einni gildrunni. En þegar meindýraeyðirinn ætlaði að sækja rottuna kom í ljós að gildran hafði ekki virkað sem skyldi. Rottan hafði einfaldlega tekið gildruna með sér – gekk með hana um hálsinn. Síðar fannst rottan við holuna sína. Gildran hafði þrengst eftir að rottan festi hana á leið sinni í holuna sína.Nagaði sig í gegnum steypu Rottan stóra hafði nagað sig í gegnum spýtur og steypu í leið sinni inn á eldhúsgólf Bengtson-Korsås fjölskyldunnar. Hún hafði nagað í sundur vatnsleiðslur og fleira og ollið töluverðum skemmdum. Fjölskyldunni var að sjálfsögðu mjög brugðið við þessa uppákomu. „Þetta er stærsta rotta sem ég hef nokkru sinni séð,“ útskýrir Erik Bengtson-Korsås.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Sjá meira