Stöðva framleiðslu á Corona-bjór Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2020 07:47 Getty Framleiðsla á hinum mexíkóska Corona-bjórs hefur verið stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stjórnvöld í Mexíkó hafa kynnt hertar aðgerðir vegna faraldursins og gert öllum fyrirtækjum, sem ekki flokkast sem nauðsynleg þjóðarbúinu, að stöðva rekstur tímabundið. Grupo Modelo, sem einnig bruggar Pacifico-bjór og Modelo, greindi frá því í gær að framleiðsla yrði stöðvuð til loka aprílmánaðar, í samræmi við reglur yfirvalda. „Við erum í ferli að draga úr framleiðslu í brugghúsum okkar niður í algert lágmark,“ sagði í yfirlýsingu frá Grupo Modelo. Ekki undanþegin reglunum Samkvæmt aðgerðum mexíkóskra yfirvalda er matvælaframleiðsla í landbúnaði undanþegin reglunum, en bjórframleiðsla fellur hins vegar ekki undir þær reglur. Sjá einnig: Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Corona-bjórinn hefur frá árinu 1998 verið mest seldi, innflutti bjórinn í Bandaríkjunum. Alls hafa um 1.500 kórónuveirusmit verið skráð í Mexíkó og eru fimmtíu dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19. Vísir sagði frá því í febrúar að Vínbúðirnar hefðu merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór eftir að faraldurinn hófst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mexíkó Áfengi og tóbak Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Framleiðsla á hinum mexíkóska Corona-bjórs hefur verið stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stjórnvöld í Mexíkó hafa kynnt hertar aðgerðir vegna faraldursins og gert öllum fyrirtækjum, sem ekki flokkast sem nauðsynleg þjóðarbúinu, að stöðva rekstur tímabundið. Grupo Modelo, sem einnig bruggar Pacifico-bjór og Modelo, greindi frá því í gær að framleiðsla yrði stöðvuð til loka aprílmánaðar, í samræmi við reglur yfirvalda. „Við erum í ferli að draga úr framleiðslu í brugghúsum okkar niður í algert lágmark,“ sagði í yfirlýsingu frá Grupo Modelo. Ekki undanþegin reglunum Samkvæmt aðgerðum mexíkóskra yfirvalda er matvælaframleiðsla í landbúnaði undanþegin reglunum, en bjórframleiðsla fellur hins vegar ekki undir þær reglur. Sjá einnig: Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Corona-bjórinn hefur frá árinu 1998 verið mest seldi, innflutti bjórinn í Bandaríkjunum. Alls hafa um 1.500 kórónuveirusmit verið skráð í Mexíkó og eru fimmtíu dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19. Vísir sagði frá því í febrúar að Vínbúðirnar hefðu merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór eftir að faraldurinn hófst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mexíkó Áfengi og tóbak Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira