Ávarp á alþjóðaleiklistardaginn 2014 Jón Atli Jónasson skrifar 27. mars 2014 07:00 Það var rúmenska leikskáldið Eugéne Ionesco sem sagði að leiksviðið væri staður þar sem manneskjan mætti sjálfri sér. Það sem er í húfi við þau kynni, mín orð ekki hans, er reynslan sem má draga af þeirri viðkynningu. Við hittum okkur sjálf á sviðinu. Stundum í líki fljúgandi barnfóstru eða sjómanns sem syndir í átt að eyju í Norður-Atlantshafinu. Það er frásögnin af manneskjunni sem dregur okkur í leikhúsið. Baráttan sem hún stendur andspænis, afdrif hennar og örlög. Síðustu vikur hefur heimsbyggðin beðið frétta af örlögum rúmlega 240 sálna sem voru um borð í flugi MH370 sem hvarf þann áttunda mars síðastliðinn. Líklega hefur flugvélin hrapað og allir um borð farist með henni. Ef tekst að finna svarta kassa flugvélarinnar verður hugsanlega hægt að varpa meira ljósi á örlög þeirra sem voru um borð. Svarti kassinn er tæki sem skráir niður upplýsingar um flugið og það sem er sagt um borð í flugstjórnarklefanum. Hann gegnir eingöngu því hlutverki um borð í vélinni. Þetta er ekki tæki sem nýtist að öðru leyti við að fljúga henni. Svarti kassinn skrásetur og flytur frásagnir. Við verðum ekki í rónni fyrr en við vitum hver örlög þessa fólks um borð í flugi MH 370 urðu því hluttekningin er okkur eðlislæg þrátt fyrir að það kunni að stangast á við sinnuleysi tímanna sem við lifum. Leit að líkum farþega, braki og ekki síst svarta kassa flugs MH 370 stendur nú yfir á Indlandshafi. Líkurnar á því að nokkuð finnist eru litlar. En við leitum samt. Leikhúsið er líka svartur kassi. Þar sem orð er gert af anda og andi af lífi. Það skrásetur og flytur frásagnir. Það leitar uppi manneskjuna í þeim ásetningi að verða vitni að gleði hennar, sorg og sigrum. Að fundi hennar við sjálfa sig. Það er hlutverk leikhússins. Hvorki meira né minna. Að halda áfram tilrauninni um manneskjuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Það var rúmenska leikskáldið Eugéne Ionesco sem sagði að leiksviðið væri staður þar sem manneskjan mætti sjálfri sér. Það sem er í húfi við þau kynni, mín orð ekki hans, er reynslan sem má draga af þeirri viðkynningu. Við hittum okkur sjálf á sviðinu. Stundum í líki fljúgandi barnfóstru eða sjómanns sem syndir í átt að eyju í Norður-Atlantshafinu. Það er frásögnin af manneskjunni sem dregur okkur í leikhúsið. Baráttan sem hún stendur andspænis, afdrif hennar og örlög. Síðustu vikur hefur heimsbyggðin beðið frétta af örlögum rúmlega 240 sálna sem voru um borð í flugi MH370 sem hvarf þann áttunda mars síðastliðinn. Líklega hefur flugvélin hrapað og allir um borð farist með henni. Ef tekst að finna svarta kassa flugvélarinnar verður hugsanlega hægt að varpa meira ljósi á örlög þeirra sem voru um borð. Svarti kassinn er tæki sem skráir niður upplýsingar um flugið og það sem er sagt um borð í flugstjórnarklefanum. Hann gegnir eingöngu því hlutverki um borð í vélinni. Þetta er ekki tæki sem nýtist að öðru leyti við að fljúga henni. Svarti kassinn skrásetur og flytur frásagnir. Við verðum ekki í rónni fyrr en við vitum hver örlög þessa fólks um borð í flugi MH 370 urðu því hluttekningin er okkur eðlislæg þrátt fyrir að það kunni að stangast á við sinnuleysi tímanna sem við lifum. Leit að líkum farþega, braki og ekki síst svarta kassa flugs MH 370 stendur nú yfir á Indlandshafi. Líkurnar á því að nokkuð finnist eru litlar. En við leitum samt. Leikhúsið er líka svartur kassi. Þar sem orð er gert af anda og andi af lífi. Það skrásetur og flytur frásagnir. Það leitar uppi manneskjuna í þeim ásetningi að verða vitni að gleði hennar, sorg og sigrum. Að fundi hennar við sjálfa sig. Það er hlutverk leikhússins. Hvorki meira né minna. Að halda áfram tilrauninni um manneskjuna.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar