Giannis mætti til leiks með látum og Grikkir komust áfram á HM í körfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2019 14:15 Giannis Antetokounmpo treður boltanum í körfuna í dag. Getty/VCG Giannis Antetokounmpo og félagar í gríska landsliðinu voru síðasta liðið til að tryggja sér sæti í milliriðli á HM í körfubolta og Kína. Grikkland og Tékkland voru fimmtánda og sextánda liðið sem komust upp úr sínum riðli. Bandaríkjamenn voru sárir eftir síðasta leik þar sem þeir sluppu með sigur í framlengingu og létu Japani heldur betur finna fyrir því. Bandaríkin endar riðlakeppnina með fullt hús stiga eins og Pólland, Argentína, Spánn, Serbía, Brasilía, Frakkland og Ástralía. Giannis Antetokounmpo hefur verið daufur í byrjun heimsmeistaramótsins en hann sýndi mátt sinn í dag með 24 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum í sex stiga sigri á Nýja-Sjálandi, 103-97. Þetta var hreinn úrslitaleikur um annað sætið og þar með tækifæri til að keppa um sextán efstu sæti mótsins.Ástralar unnu mikilvægan fimm stiga sigur á Litháen, 87-82, sem tryggði þeim ekki aðeins sigur í riðlinum heldur kom þeim einnig í mjög góða stöðu fyrir keppni í milliriðlinum. Litháar voru búnir að tryggja sér sæti í keppni sextán efstu þjóðanna. Ástralska liðið var með frumkvæðið nær allan leikinn en 11-0 sprettur Litháa í upphafi fjórða leikhluta kom þeim skyndilega yfir í leiknum. Ástralar voru hins vegar sterkari í lokin og lönduðu sigri. Þar munaði mikið um frammistöðu San Antonio Spurs leikmannsins Patty Mills sem kláraði leikinn með stórum körfum undir lokin. Patty Mills endaði með 23 stig en miðherjinn Aron Baynes (Phoenix Suns) var mjög öflugur með 21 stig og 13 fráköst. Marius Grigonis var atkvæðamestur hjá Litháen með 19 stig.Bandaríkjamenn mættu heldur betur tilbúnir eftir skrekkinn á móti Tyrkjum og unnu 53 stiga sigur á Japan, 98-45. Bandaríska liðið vann því alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni. Það gerðu einnig Frakkar sem burstuðu spútniklið Dóminíska Lýðveldisins með 34 stigum. Dóminíska Lýðveldið fer samt með Frökkum í milliriðla. Boston Celtics maðurinn Jaylen Brown var stigahæstur hjá bandaríska liðinu með 20 stig og annar Boston maður, Kemba Walker, skoraði 15 stig.Brasilíumenn kláruðu riðlakeppnina með fullt hús stiga úr þremur leikjum eftir ellefu stiga sigur á Svartfjallalandi, 84-73, í lokaumferðinni. Marcelinho Huertas var atkvæðamestur með 16 stig og 6 stoðsendingar, Cristiano Felicio (Chicago Bulls) skoraði 14 stig og Marquinhos var með 13 stig.Tyrkir voru nálægt því að vinna Bandaríkjamenn en þeir áttu ekki möguleika á móti Tékkum sem tryggðu sér sæti í milliriðli með sannfræandi fimmtán stiga sigri. Tomas Satoransky (Chicago Bulls) var öflugur hjá Tékkum með 11 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar, Vojtech Hruban skoraði 18 stig og Ondrej Balvin var með 17 stig og 11 fráköst. Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði mest fyrir Tyrki eða 24 stig. Tyrkneska liðið var í lykilstöðu í leiknum á móti Bandaríkjunum, sem tapaðist í framlengingu, en þessi úrslit þýða að Tyrkir spilar um 17. til 32. sæti.Kanada þarf líka að spila um 17. til 32. sæti en kom sér í betri stöðu í baráttu um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna eftir 22 stiga sigur á Senegal. Cory Joseph hjá Sacramento Kings var atkvæðamestur með 24 stig en Kevin Pangos (FC Barcelona) bauð upp á 13 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.Úrslitin á HM í körfubolta í Kína í dag:E-riðill Tyrkland - Tékkland 76-91 Bandaríkin - Japan 98-45Stig þjóða: Bandaríkin 5, Tékkland 3, Tyrkland 2, Japan 0F-riðill Brasilía-Svartfjallaland 84-73 Grikkland - Nýja Sjáland 103-97Stig þjóða: Brasilía 6, Grikkland 4, Nýja-Sjáland 2, Svarfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Jórdanía 96-62 Dóminíska Lýðveldið - Frakkland 56-90Stig þjóða: Frakkland 6, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 2, Jórdanía 0.H-riðill Kanada - Senegal 82-60 Litháen - Ástralía 82-87Stig þjóða: Ástralía 6, Litháen 4, Kanada 2, Senegal 0.Þessar þjóðir komust áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía, Ítalía, Bandaríkin, Tékkland, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen.Milliriðlarnir líta þannig út (með stigum sem þjóðirnar taka með):Milliriðill I: Argentína 6 stig Pólland 6 stig Venesúela 5 stig Rússland 5 stigMilliriðill J Serbía 6 stig Spánn 6 stig Ítalía 5 stig Púertó Ríka 5 stigMilliriðill K Bandaríkin 6 stig Brasilía 6 stig Tékkland 5 stig Grikkland 5 sitgMilliriðill L Frakkland 6 stig Ástralía 6 stig Litháen 5 stig Dóminíska Lýðveldið 5 stig Körfubolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Giannis Antetokounmpo og félagar í gríska landsliðinu voru síðasta liðið til að tryggja sér sæti í milliriðli á HM í körfubolta og Kína. Grikkland og Tékkland voru fimmtánda og sextánda liðið sem komust upp úr sínum riðli. Bandaríkjamenn voru sárir eftir síðasta leik þar sem þeir sluppu með sigur í framlengingu og létu Japani heldur betur finna fyrir því. Bandaríkin endar riðlakeppnina með fullt hús stiga eins og Pólland, Argentína, Spánn, Serbía, Brasilía, Frakkland og Ástralía. Giannis Antetokounmpo hefur verið daufur í byrjun heimsmeistaramótsins en hann sýndi mátt sinn í dag með 24 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum í sex stiga sigri á Nýja-Sjálandi, 103-97. Þetta var hreinn úrslitaleikur um annað sætið og þar með tækifæri til að keppa um sextán efstu sæti mótsins.Ástralar unnu mikilvægan fimm stiga sigur á Litháen, 87-82, sem tryggði þeim ekki aðeins sigur í riðlinum heldur kom þeim einnig í mjög góða stöðu fyrir keppni í milliriðlinum. Litháar voru búnir að tryggja sér sæti í keppni sextán efstu þjóðanna. Ástralska liðið var með frumkvæðið nær allan leikinn en 11-0 sprettur Litháa í upphafi fjórða leikhluta kom þeim skyndilega yfir í leiknum. Ástralar voru hins vegar sterkari í lokin og lönduðu sigri. Þar munaði mikið um frammistöðu San Antonio Spurs leikmannsins Patty Mills sem kláraði leikinn með stórum körfum undir lokin. Patty Mills endaði með 23 stig en miðherjinn Aron Baynes (Phoenix Suns) var mjög öflugur með 21 stig og 13 fráköst. Marius Grigonis var atkvæðamestur hjá Litháen með 19 stig.Bandaríkjamenn mættu heldur betur tilbúnir eftir skrekkinn á móti Tyrkjum og unnu 53 stiga sigur á Japan, 98-45. Bandaríska liðið vann því alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni. Það gerðu einnig Frakkar sem burstuðu spútniklið Dóminíska Lýðveldisins með 34 stigum. Dóminíska Lýðveldið fer samt með Frökkum í milliriðla. Boston Celtics maðurinn Jaylen Brown var stigahæstur hjá bandaríska liðinu með 20 stig og annar Boston maður, Kemba Walker, skoraði 15 stig.Brasilíumenn kláruðu riðlakeppnina með fullt hús stiga úr þremur leikjum eftir ellefu stiga sigur á Svartfjallalandi, 84-73, í lokaumferðinni. Marcelinho Huertas var atkvæðamestur með 16 stig og 6 stoðsendingar, Cristiano Felicio (Chicago Bulls) skoraði 14 stig og Marquinhos var með 13 stig.Tyrkir voru nálægt því að vinna Bandaríkjamenn en þeir áttu ekki möguleika á móti Tékkum sem tryggðu sér sæti í milliriðli með sannfræandi fimmtán stiga sigri. Tomas Satoransky (Chicago Bulls) var öflugur hjá Tékkum með 11 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar, Vojtech Hruban skoraði 18 stig og Ondrej Balvin var með 17 stig og 11 fráköst. Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði mest fyrir Tyrki eða 24 stig. Tyrkneska liðið var í lykilstöðu í leiknum á móti Bandaríkjunum, sem tapaðist í framlengingu, en þessi úrslit þýða að Tyrkir spilar um 17. til 32. sæti.Kanada þarf líka að spila um 17. til 32. sæti en kom sér í betri stöðu í baráttu um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna eftir 22 stiga sigur á Senegal. Cory Joseph hjá Sacramento Kings var atkvæðamestur með 24 stig en Kevin Pangos (FC Barcelona) bauð upp á 13 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.Úrslitin á HM í körfubolta í Kína í dag:E-riðill Tyrkland - Tékkland 76-91 Bandaríkin - Japan 98-45Stig þjóða: Bandaríkin 5, Tékkland 3, Tyrkland 2, Japan 0F-riðill Brasilía-Svartfjallaland 84-73 Grikkland - Nýja Sjáland 103-97Stig þjóða: Brasilía 6, Grikkland 4, Nýja-Sjáland 2, Svarfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Jórdanía 96-62 Dóminíska Lýðveldið - Frakkland 56-90Stig þjóða: Frakkland 6, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 2, Jórdanía 0.H-riðill Kanada - Senegal 82-60 Litháen - Ástralía 82-87Stig þjóða: Ástralía 6, Litháen 4, Kanada 2, Senegal 0.Þessar þjóðir komust áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía, Ítalía, Bandaríkin, Tékkland, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen.Milliriðlarnir líta þannig út (með stigum sem þjóðirnar taka með):Milliriðill I: Argentína 6 stig Pólland 6 stig Venesúela 5 stig Rússland 5 stigMilliriðill J Serbía 6 stig Spánn 6 stig Ítalía 5 stig Púertó Ríka 5 stigMilliriðill K Bandaríkin 6 stig Brasilía 6 stig Tékkland 5 stig Grikkland 5 sitgMilliriðill L Frakkland 6 stig Ástralía 6 stig Litháen 5 stig Dóminíska Lýðveldið 5 stig
Körfubolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira