Umhverfisráðherra ekki grænn, heldur rauður! Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. apríl 2020 10:00 Í september 2019 ritaði Fagráð um velferð dýra - en yfirdýralæknir er formaður ráðsins - Umhverfisstofnun bréf, varðandi framtíð hreindýraveiða, og beindi þeim tilmælum til stofnunarinnar og þar með til umhverfisráðherra, „að kýr verði ekki skotnar frá kálfum yngri en þriggja mánaða“. Fram til þessa hafði umhverfisráðherra leyft veiðar á hreindýrakúm frá 1. júlí, en þá eru yngstu kálfar rétt 8 vikna og standa ekki meira en svo í fæturna, eins og mörgum er kunnugt. Flestum - alla vega öllum dýra- og náttúruvinum - ofbýður þetta, og hefði mátt ætla, að umhverfisráðherra væri í þeim hópi, enda nú varaformaður Vinstri grænna, sem auðvitað þykjast vera græn, þó að lítið hafi farið fyrir því, þrátt fyrir stjórnarsetu og -forustu nú í tvö og hálft ár. Þann 19. febrúar sl. birtist svo á vefsíðu umhverfisráðuneytisins auglýsing um hreindýraveiðar árið 2020. Þessi auglýsing sýnir, því miður, að veiðimenn hafa haft betri aðgang að umhverfisráðherra, en Fagráð um velferð dýra og yfirdýralæknir, eða þá, að samkennd ráðherra með þeim og þeirra veiðigleði er meiri, en samkennd hans með saklausum og varnarlausum dýrum, hverra velferð honum er þó skylt að bera fyrir brjósti. Fram hefur komið, að umhverfisráðherra kann að meta jarðveginn og landið, sem í sjálfu sér er af hinu góða, svo langt sem það nær, en skilning virðist skorta hjá honum fyrir því, að landið og lífríkið á því mynda eina heild. Augljóst er af þessari afgreiðslu hreindýraveiða 2020, þar sem veiðitímar eru óbreyttir, og hreindýrakýr verða áfram skotnar með og frá 8 vikna gömlum kálfum þeirra, að dýravernd og dýravelferð veldur umhverfis-ráðherra ekki vökunóttum. Umhverfisráðherra fylgir veiðimönnum í einu og öllu í ákvörðun sinni um hreindýraveiðar 2020, nema, hvað hann reynir sýnilega, að réttlæta lítillega gjörðir sínar með því, að „hvetja veiðimenn eindregið“ til þess að veita kúm með kálfa grið í 2 vikur, með því að einbeita þá drápinu að geldum kúm. Góðir og virkir stjórnunarhættir það, til manna, sem hafa engar tilfinningar fyrir dýrunum - kálfum eða kúm -, en, ef svo væri, lægju þeir ekki í því, að murka úr þeim lífið, að gamni sínu. Í ágúst í fyrra birtist grein í Fréttablaðinu með fyrirsögninni „Rómantískt að veiða saman“. Gekk hún út á dráp hjóna úr Reykjavík á tveimur hreindýrum, sem þau felldu saman, sér til skemmtunar og gleði og greinilega til að auka rómantíkina í hjónabandinu. Ætli svona veiðimenn, sem líka fara dýrum dómum alla leið til Afríku til þess að murka líftóruna úr saklausum villtum dýrum þar, sér til lífsfyllingar og gleðiauka, og aðrir, sem eru skyldir þeim í tilfinningalífi sínu og sama sinnis, geri mikið með „eindregna hvatningu“ umhverfisráðherra? Það mætti líkja þessu við það, að ökumenn væru „eindregið hvattir“ til að aka á hóflegum hraða í þéttbýli, í stað þess að setja skýrar reglur um hraða þar, sem auðvitað er gert. Því miður liggur það fyrir, eftir að umhverfisráðherra hefur gegnt starfi sínu í tvö og hálft ár, að hvergi er hægt að sjá merki þess, að hann hafir gert eitt eða neitt fyrir vernd eða velferð dýra í landinu. Á þó slíkt að vera á stefnuskrá VG, en það virðist grafið og gleymt ásamt með hvalavernd og ýmsu öðru, sem flokkurinn segist standa fyrir. Eitt er það, að umhverfisráðherra hunzi afstöðu og tilmæli okkar Jarðarvina og annarra náttúruverndarsinna og virði vernd dýranna og baráttu okkar fyrir velferð þeirra að vettugi, annað og verra er, að hann skulir taka óheftan veiðvilja veiðimanna - líka innan Umhverfisstofnunar, en þar eru þeir enn með rík ítök, það sama gildir um Nátúrustofu Austurlands, sem er miðstöð fjárflæðis af drápi dýranna, í allar áttir austur þar, sem nemur hundruð milljóna á ári – fram yfir tilmæli Fagráðs um velferð dýra. Fyrir undirrituðum er þetta alvarlegt, illskiljanlegt og óviðunandi. Það er öllum dýravinum mikil vonbrigði, hversu huglaus og dáðlaus umhverfisráðherra hefur reynzt í dýraverndarmálum, þrátt fyrir stórar skyldur og yfirlýsta dýraverndarstefnu VG. Hvernig skyldu kjósendum VG líka þetta? Skyldi formaðurinn vera stoltur? Það er illt, að bregðast öðrum, en kannske enn verra að bregðast sjálfum sér. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skotveiði Ole Anton Bieltvedt Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í september 2019 ritaði Fagráð um velferð dýra - en yfirdýralæknir er formaður ráðsins - Umhverfisstofnun bréf, varðandi framtíð hreindýraveiða, og beindi þeim tilmælum til stofnunarinnar og þar með til umhverfisráðherra, „að kýr verði ekki skotnar frá kálfum yngri en þriggja mánaða“. Fram til þessa hafði umhverfisráðherra leyft veiðar á hreindýrakúm frá 1. júlí, en þá eru yngstu kálfar rétt 8 vikna og standa ekki meira en svo í fæturna, eins og mörgum er kunnugt. Flestum - alla vega öllum dýra- og náttúruvinum - ofbýður þetta, og hefði mátt ætla, að umhverfisráðherra væri í þeim hópi, enda nú varaformaður Vinstri grænna, sem auðvitað þykjast vera græn, þó að lítið hafi farið fyrir því, þrátt fyrir stjórnarsetu og -forustu nú í tvö og hálft ár. Þann 19. febrúar sl. birtist svo á vefsíðu umhverfisráðuneytisins auglýsing um hreindýraveiðar árið 2020. Þessi auglýsing sýnir, því miður, að veiðimenn hafa haft betri aðgang að umhverfisráðherra, en Fagráð um velferð dýra og yfirdýralæknir, eða þá, að samkennd ráðherra með þeim og þeirra veiðigleði er meiri, en samkennd hans með saklausum og varnarlausum dýrum, hverra velferð honum er þó skylt að bera fyrir brjósti. Fram hefur komið, að umhverfisráðherra kann að meta jarðveginn og landið, sem í sjálfu sér er af hinu góða, svo langt sem það nær, en skilning virðist skorta hjá honum fyrir því, að landið og lífríkið á því mynda eina heild. Augljóst er af þessari afgreiðslu hreindýraveiða 2020, þar sem veiðitímar eru óbreyttir, og hreindýrakýr verða áfram skotnar með og frá 8 vikna gömlum kálfum þeirra, að dýravernd og dýravelferð veldur umhverfis-ráðherra ekki vökunóttum. Umhverfisráðherra fylgir veiðimönnum í einu og öllu í ákvörðun sinni um hreindýraveiðar 2020, nema, hvað hann reynir sýnilega, að réttlæta lítillega gjörðir sínar með því, að „hvetja veiðimenn eindregið“ til þess að veita kúm með kálfa grið í 2 vikur, með því að einbeita þá drápinu að geldum kúm. Góðir og virkir stjórnunarhættir það, til manna, sem hafa engar tilfinningar fyrir dýrunum - kálfum eða kúm -, en, ef svo væri, lægju þeir ekki í því, að murka úr þeim lífið, að gamni sínu. Í ágúst í fyrra birtist grein í Fréttablaðinu með fyrirsögninni „Rómantískt að veiða saman“. Gekk hún út á dráp hjóna úr Reykjavík á tveimur hreindýrum, sem þau felldu saman, sér til skemmtunar og gleði og greinilega til að auka rómantíkina í hjónabandinu. Ætli svona veiðimenn, sem líka fara dýrum dómum alla leið til Afríku til þess að murka líftóruna úr saklausum villtum dýrum þar, sér til lífsfyllingar og gleðiauka, og aðrir, sem eru skyldir þeim í tilfinningalífi sínu og sama sinnis, geri mikið með „eindregna hvatningu“ umhverfisráðherra? Það mætti líkja þessu við það, að ökumenn væru „eindregið hvattir“ til að aka á hóflegum hraða í þéttbýli, í stað þess að setja skýrar reglur um hraða þar, sem auðvitað er gert. Því miður liggur það fyrir, eftir að umhverfisráðherra hefur gegnt starfi sínu í tvö og hálft ár, að hvergi er hægt að sjá merki þess, að hann hafir gert eitt eða neitt fyrir vernd eða velferð dýra í landinu. Á þó slíkt að vera á stefnuskrá VG, en það virðist grafið og gleymt ásamt með hvalavernd og ýmsu öðru, sem flokkurinn segist standa fyrir. Eitt er það, að umhverfisráðherra hunzi afstöðu og tilmæli okkar Jarðarvina og annarra náttúruverndarsinna og virði vernd dýranna og baráttu okkar fyrir velferð þeirra að vettugi, annað og verra er, að hann skulir taka óheftan veiðvilja veiðimanna - líka innan Umhverfisstofnunar, en þar eru þeir enn með rík ítök, það sama gildir um Nátúrustofu Austurlands, sem er miðstöð fjárflæðis af drápi dýranna, í allar áttir austur þar, sem nemur hundruð milljóna á ári – fram yfir tilmæli Fagráðs um velferð dýra. Fyrir undirrituðum er þetta alvarlegt, illskiljanlegt og óviðunandi. Það er öllum dýravinum mikil vonbrigði, hversu huglaus og dáðlaus umhverfisráðherra hefur reynzt í dýraverndarmálum, þrátt fyrir stórar skyldur og yfirlýsta dýraverndarstefnu VG. Hvernig skyldu kjósendum VG líka þetta? Skyldi formaðurinn vera stoltur? Það er illt, að bregðast öðrum, en kannske enn verra að bregðast sjálfum sér. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun